Líkt og undanfarin ár munu verkefnastjóri menningarmála hjá Eyþingi og verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fara um svæðið til að aðstoða umsækjendur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra.
Opnað verður fyrir umsóknir í dag 7. október og er umsóknarferstur til 7. nóvember 2019
Starfsmenn Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna verða með viðveru í Fjallabyggð þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna.
Viðvera starfsmanna uppbyggingarsjóðs verður á eftirfarandi stöðum í Fjallabyggð:
- Ólafsfjörður mánudaginn 14. október kl. 13:00-14:00 Bókasafni Fjallabyggðar Ólafsfirði
- Siglufjörður mánudaginn 14. október kl. 14:30-15:00 Ráðhúsinu Siglufirði 2 hæð
Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála.
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2020.
Frekari upplýsingar veitir:
Vigdís Rún Jónsdóttir
Verkefnastjóri menningarmála
Eyþing- samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
Hafnarstræti 91, 600 Akureyri
Sími: 464-9935. Netfang: vigdis@eything.is
Veffang: www.eything.is