ATH! Frestur til að skila inn tilnefningum vegna bæjarlistamanns Fjallabyggðar árið 2020 rennur út á miðnætti á morgun 24. október

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Fjallabyggð eða rökstuddum ábendingum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2020.  Aðeins þeir listamenn sem búsettir hafa verið í Fjallabyggð að minnsta kosti um tveggja ára skeið koma til greina. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum eða hópi. Auk nafnbótarinnar er bæjarlistamanni veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í janúar 2020.

Umsækjendur og þeir sem senda inn ábendingar eru beðnir um að haga umsóknum í samræmi við reglur um Bæjarlistamann sem finna má á heimasíðu bæjarins www.fjallabyggd.is Umsóknir og tilnefningar þurfa að vera rökstuddar. Listamenn láti ítarlegar upplýsingar um náms- og starfsferil sinn fylgja sem og hugmyndir um á hvern hátt nýta eigi styrkinn við listsköpun.

Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað fyrir 24. október næstkomandi í gegnum heimasíðu bæjarins „Rafræn Fjallabyggð - Umsóknir - menningarmál“,  með tölvupósti á netfangið lindalea@fjallabyggd.is eða bréfleiðis á Bæjarskrifstofur Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufjörður merkt  „Bæjarlistamaður 2020“.

Fjallabyggð 7. október 2019
Markaðs- og menningarnefnd

Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar.

Auglýsing til útprentunar