Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag íþróttasvæðis í Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 11. september s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 40.gr .skipulagslaga nr.123/2010. Í skipulagslýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Viðfangsefni skipulagsins er m.a. uppbygging gervigrasvallar á svæðinu ásamt bættu aðgengi.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að senda inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið skipulagsins. Ábendingum má skila skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir 11. október nk.  

Skipulagslýsing (hlekkur)