27.03.2019
Í lok árs 2017 fékk Fjallabyggð úthlutað styrk frá Fjarskiptasjóði til uppbyggingar á ljósleiðarakerfi utan þéttbýlis í Fjallabyggð. Í framhaldi af því var undirritaður samstarfssamningur við Tengir ehf. sem tók að sér verkið. Síðla árs 2018 lauk verkinu og var þá búið að tengja öll hús sem eru með skráð lögheimili utan þéttbýlis að undanskildu Sauðanesi á Siglufirði. Eigendum annarra húsa þar sem lagður var ljósleiðari fram hjá var einnig boðið að fá tengingu t.d sumarhús og atvinnuhúsnæði. Alls voru tengd 13 hús af 20 sem mögulega gátu tengst í verkefninu.
Lesa meira
25.03.2019
Talsverðar framkvæmdir á holræsa-, vatnsveitukerfi og viðhald á götum bæjanna hafa verið hér í Fjallabyggð á undanförnum 5 árum, þ.e. 2015 – 2019.
Lesa meira
21.03.2019
Opnað hefur verið fyrir skráningu fyrirtækja í Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið, en ferðamannaleiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi á Degi hafsins. Arctic Coast Way er spennandi nýtt verkefni í ferðaþjónustu sem á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað.
Lesa meira
20.03.2019
Eins og flestir vita tók ný löggjöf um ferðamál gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Hún hefur í för með sér að leyfi ferðaskipuleggjenda og skráningar bókunarþjónusta falla úr gildi þann 1. apríl næstkomandi. Fyrir þann tíma þurfa þeir aðilar sem ætla að halda áfram starfsemi að endurskilgreina starfsemi sína og sækja um nýtt leyfi sem ferðasali dagsferða eða ferðaskrifstofa, eftir eðli starfseminnar.
Lesa meira
14.03.2019
Skráning samstarfsfyrirtækja í Arctic Coast Way hefst í næstu viku og verður hún nánar auglýst á allra næstu dögum. Verkefnið hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis en leiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi, á Degi hafsins.
Lesa meira
14.03.2019
Héraðsskjalasafnið okkar hér í Fjallabyggð á 35 ára afmæli á þessu ári. Ánægjulegt er að segja frá því að safnið er að festa sig í sessi. [Lesa meira]
Lesa meira
11.03.2019
172. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 13. mars 2019 kl. 17.00
Lesa meira
08.03.2019
Local Food matarhátíðin í ár verður haldin í glæsilegum húsakynnum Hofs þann 16. mars frá kl. 13.00-18.00. Þrír aðilar úr Fjallabyggð, Segull67, Kaffi Klara og North Experience taka þátt í Local Food.
Lesa meira
07.03.2019
Óviðkomandi umferð á flugvellinum á Siglufirði er bönnuð. Flugbrautin er opin lendingarstaður og hafa flugrekstraraðilar í Eyjafirði látið moka brautina á eigin kostnað svo hægt sé að lenda flugvélum með farþega. Það er því ítrekað hér, að öll óviðkomandi umferð á flugvellinum er bönnuð.
Lesa meira
06.03.2019
Samkvæmt reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017 skal slökkviliðsstjóri birta árlega eftirlitsáætlun þar sem gerð er grein fyrir hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi í sveitarfélaginu munu sæta eldvarnareftirliti það ár (20.gr). Hér má sjá eftirlitsáætlun ársins 2019.
Lesa meira