Fréttir

Skíðagöngunámskeið SÓ

Skíðafélag Ólafsfjarðar býður upp á byrjendanámskeið fyrir fullorðna helgina 26-27. janúar. Einnig veður boðið upp á byrjendanámskeið fyrir börn dagana 29.-30. janúar og 5.-6. febrúar
Lesa meira

Skálarhlíð - laus íbúð

Laus er til umsóknar íbúð 302. Íbúðin er á 3 hæð og er 42 fm. ásamt geymslu 6,7 fm. Umsóknarfrestur er til 5 feb. nk. Allar upplýsingar um íbúðina gefur Helga Hermannsdóttir í síma 467-1147 og 898-1147. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á fjallabyggd.is,bæjarskrifstofu og Skálarhlíð.
Lesa meira

Sólberg ÓF aflahæstur frystitogara

Sólberg ÓF varð aflahæst frystitogara á árinu sem var að ljúka. Afli skipsins varð 12.553 tonn í 12 löndunum. Næsta skip var Kleifaberg RE með 11.872 tonn í 20 löndunum. Í þriðja sætinu varð Vigri RE með 10.771 tonn. Þetta eru einu togararnir sem ná yfir 10.000 tonna markið.
Lesa meira

Ný íbúð á jarðhæð í Skálarhlíð

Bæjarráð samþykkti á 587 fundi sínum að taka tilboði L7 ehf vegna breytinga á jarðhæð í Skálarhlíð.
Lesa meira

Met­fjöldi farþega skemmti­ferðaskipa til Siglufjarðar í sumar 2019

Árið 2019 verður tvímælalaust það stærsta hvað varðar farþegafjölda skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar í sumar.
Lesa meira

Suðsuðvestanátt - útskriftarnemar við LHÍ halda sýningu í Segli 67

Suðsuðvestanátt - útskriftarnemar við LHÍ halda sýningu í Segli 67 Síðastliðnar tvær vikur hafa útskriftarnemendur við myndlistardeild Listaháskóla Íslands dvalið á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði. Nemendurnir hafa starfað undir handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Sindra Leifssonar ásamt því að hafa kynnst heimamönnum og menningarstarfsemi í Siglufirði og Eyjafirði. Allir eru hjartanlega velkomnir á samsýningu þeirra Suðsuðvestanátt í Segli 67, þar sem sýndur verður afrakstur síðustu vikna. Opnun Suðsuðvestanáttar fer fram milli 15 og 18 laugardaginn 26. janúar en sýningin mun jafnframt standa opin sunnudaginn 27. janúar frá 14 til 17.
Lesa meira

170. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 170. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 23. janúar 2019 kl. 17.00 Dagskrá: 1. Fundargerð 586. fundar bæjarráðs frá 20. desember 2018 2. Fundargerð 587. fundar bæjarráðs frá 8. janúar 2019. 3. Fundargerð 588. fundar bæjarráðs frá 15. janúar 2019. 4. Fundargerð 589. fundar bæjarráðs frá 22. janúar 2019. 5. Fundargerð 101. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 18. desember 2018. 6. Fundargerð 6. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags frá 10. janúar 2019. 7. Fundargerð 12. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 11. janúar 2019. 8. Fundargerð 65. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 14. janúar 2019. 9. Fundargerð 66. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 22. janúar 2019. 10. Fundargerð 235. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. janúar 2019. 11. Fundargerð 50. fundar markaðs- og menningarnefndar frá 16. janúar 2019. 12. Fundargerð 115. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 16. janúar 2019. Fjallabyggð 21. janúar 2019 Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar Aðalmenn! Vinsamlegast boðið varamenn ef um forföll er að ræða auk þess að tilkynna það á bæjarskrifstofuna
Lesa meira

Bílar til sölu

Eftirfarandi bílar úr Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar eru til sölu.
Lesa meira

Samningur Fjallabyggðar við Tröppu ráðgjöf ehf.

Samningur hefur verið gerður við Tröppu ráðgjöf ehf. um sérfræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjallabyggðar. Megin áhersla ráðgjafarinnar er framkvæmd á skólastefnu sveitarfélagsins og endurgerð á skólanámaskrá, sýn og stefnu grunnskólans með það fyrir augum að í daglegu starfi skólans endurspeglist starf í anda nýrrar fræðslustefnu Fjallabyggðar, núgildandi aðalnámskrár og ríkjandi menntastefnu í landinu - menntun án aðgreiningar.
Lesa meira

Efling innanlandsflugs og uppbygging flugvalla

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður og formaður starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um eflingu innanlandsflugsins og uppbyggingu flugvalla mun gera grein fyrir skýrslu starfshópsins og tillögum um niðurgreiðslu flugfargjalda skv. hinni svokölluðu skosku leið og uppbyggingu flugvalla. Fundurinn verður haldinn í sal Ráðhúss Fjallabyggðar laugardaginn 26. janúar kl. 11:00.
Lesa meira