Fréttir

Frístundastyrkur Fjallabyggðar 2019

Fjallabyggð veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 4-18 ára með lögheimili í Fjallabyggð, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Á næstu dögum mun Fjallabyggð senda út frístundaávísanir til foreldra/forráðamanna allra barna í Fjallabyggð á aldrinum 4 - 18 ára. Frá og með 1. janúar 2019 er styrkurinn kr. 32.500 á barn á ári.
Lesa meira

Lengri opnunartími Iþróttamiðstöðva Fjallabyggðar um helgar

Þann 2. janúar sl. breyttist opnunartími íþróttamiðstöðva um helgar. Um er að ræða tímabundna breytingu til reynslu fram að sumaropnun. Í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 ákvað bæjarstjórn að gera þessa breytingu og koma þannig til móts við óskir íbúa um aukna þjónustu
Lesa meira

Öflugir strákar - sjálfstyrkingarnámskeið fyrir drengi í Grunnskóla Fjallabyggðar

Undanfarin ár hefur Grunnskóli Fjallabyggðar boðið stúlkum á miðstigi upp á stúlknanámskeið sem er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur en ekkert sambærilegt efni hefur verið til fyrir drengi á þessum aldri. Fræðslu- og frístundanefnd lagði til við bæjarstjórn að í fjárhagsáætlun 2019 yrði gert ráð fyrir að kaupa fræðslu í þessum anda fyrir drengi á miðstigi. Næstkomandi mánudag, 7. janúar mun Bjarni Fritzson koma í Grunnskóla Fjallabyggðar og halda námskeið/fræðslu fyrir drengi í 4.-5. bekk og 6.-8.bekk. Um er að ræða 2 klst fyrir hvorn hóp.
Lesa meira