Fjallabyggð veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 4-18 ára með lögheimili í Fjallabyggð, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Á næstu dögum mun Fjallabyggð senda út frístundaávísanir til foreldra/forráðamanna allra barna í Fjallabyggð á aldrinum 4 - 18 ára. Frá og með 1. janúar 2019 er styrkurinn kr. 32.500.- á barn á ári.
Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu óháð fjölda greina/námskeiða. Ávísun er ekki heimilt að færa á milli ára og falla þær úr gildi í lok hvers árs.
Með ávísuninni má greiða fyrir skipulagt frístundastarf í Fjallabyggð hjá félagi/stofnun sem gert hefur samning við Fjallabyggð um notkun frístundastyrkja. Þetta á t.d. við um starfsemi viðurkenndra íþróttafélaga, æskulýðsfélaga, nám við tónlistarskóla, o.fl.
Upplýsingar um viðurkennda aðila er að finna hér á heimasíðu Fjallabyggðar.
Þegar foreldri eða forráðamaður hefur ráðstafað styrk til félags þá er ekki hægt að endurgreiða eða bakfæra.
Heimilt er að flytja frístundastyrk á milli systkina.