Fréttir

Hæfileikakeppni grunnskólans

Þann 29. janúar verður Hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg. Þar geta nemendur komið og sýnt hvað í þeim býr, hvort sem er að syngja einir eða í hóp eða að sýna hæfileika sína á annan hátt.
Lesa meira

Snjór um víða veröld

Sunnudaginn 18. janúar er alþjóðlegi snjódagurinn (World snow day). Markmið dagsins er að fá börn og fjölskyldur þeirra í fjallið, til þess að njóta og upplifa það sem fjöllin hafa upp á að bjóða.
Lesa meira

Tónleikar í Tjarnarborg

Sunnudaginn 18. janúar kl. 17:00 verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Fram munu koma Ana Claudia de Assis og Joan Pedro Oliveira. Ana Claudia leikur á píanó og Joan Pedro mun stýra rafrænum hljóðum.
Lesa meira

Viðburða- og menningardagskrá Fjallabyggðar 2015

Fyrirhugað er að gefa út viðburða- og menningardagskrá Fjallabyggðar 2015 líkt og gert var í upphafi árs 2014.
Lesa meira

111. fundur bæjarstjórnar

FUNDARBOÐ - Gerð hefur verið breyting á fundartíma og fundarstað 111. bæjarstjórnarfundar. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 15. janúar (ekki miðvikudaginn 14. janúar) og í Menningarhúsinu Tjarnarborg (ekki Ráðhúsinu). 111. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnaborg, Ólafsfirði,15. janúar 2015 og hefst kl. 17:00
Lesa meira

Landsskipulagsstefna og skipulagsgerð sveitarfélaga

Skipulagsstofnun kynnir auglýsta tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 á opnum fundi á Hótel Kea þann 21. janúar kl. 15:00 - 17:00.  Á fundinum verður tillagan kynnt auk þess sem að fjallað verður sérstaklega um framfylgd landsskipulagsstefnu í skipulagsgerð sveitarfélaga svo sem við endurskoðun aðalskipulags.
Lesa meira

Nýtt á bókasafninu - bækur af bókalista MTR

Bókasafn Fjallabyggðar var að fá í hús þær bækur sem eru á bókalista Menntaskólans við Tröllaskaga og verða þær tilbúnar til útláns seinna í dag. Þar má nefna „Öldin öfgafulla“, „Fornir tímar“ kjörbækur í íslensku, ensku og dönsku og margt fleira.
Lesa meira

Eyrarrósin 2015

Eyrarrósin verður veitt í ellefta sinn í mars næstkomandi, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.
Lesa meira

Hannyrðakvöld á bókasafninu

Nú fara hannyrðakvöldin á Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði að hefjast eftir jólafrí. Fyrsti hittingur er á morgun, þriðjudaginn 13. janúar, frá kl. 20:00-22:00 og eins og áður verða þau annan hvern þriðjudag fram á vorið. Minnt er á að safnið er opið á sama tíma.
Lesa meira

Gunnar I. Birgisson verður nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar

Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar hefur ákveðið að ráða Gunnar I. Birgisson sem nýjan bæjarstjóra sveitarfélagsins. Gunnar tekur við af Sigurði Val Ásbjarnarsyni, sem óskaði eftir að láta af störfum af persónulegum ástæðum. Gunnar hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum og var bæjarstjóri í Kópavogi til fjölda ára.
Lesa meira