Fréttir

Skólaakstur - tímabundin breyting

Vakin er athygli á því að daganna 17. til 20. febrúar verður skólaakstur með eftirfarandi hætti:
Lesa meira

visittrollaskagi.is komin í loftið

Í dag, föstudaginn 13. febrúar kl. 13:00, var formleg opnun á heimasíðunni www.visittrollaskagi.is í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Vefurinn er samstarfsverkefni Dalvíkurbyggðar, Fjallabyggðar og Ferðatrölla sem eru samtök ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
Lesa meira

Deiliskipulag Leirutanga

Hafin er vinna við deiliskipulag Leirutanga, sem er landfylling á leirunum austan Snorragötu á Siglufirði. Stefnt er að því að núverandi tjaldsvæði í miðbæ Siglufjarðar verði lagt niður og nýtt svæði byggt upp á Leirutanga auk þess sem þar verði gert ráð fyrir athafnalóðum, útivistarsvæði og friðlandi fugla.
Lesa meira

Viðburðadagatal Fjallabyggðar 2015

Í byrjun janúar var auglýst á heimasíðu Fjallabyggðar eftir viðburðum í bæjarfélaginu á þessu ári. Búið er að taka saman alla innsenda viðburði í eitt skjal, Viðburðadagatal Fjallabyggðar. Hægt er að nálgast viðburðadagatalið hér á heimasíðunni undir útgefið efni.
Lesa meira

112 dagurinn

Viðbragðsaðilar í Fjallabyggð halda upp á 112 daginn, í dag, miðvikudaginn 11. febrúar. Í tilefni dagsins verður sýning á tækjum og tólum sjúkraflutninga, björgunarsveita og Slökkviðliðs Fjallabyggðar, sjúkraflutninga og björgunarsveita milli kl. 16:00 - 18:00. Í Ólafsfirði við slökkvistöðina og Sandhól. Á Siglufirði við slökkvistöðina.
Lesa meira

Úttekt á MTR

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt niðurstöðu úttektar á Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Lesa meira

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2015

Í dag, þann 10. febrúar, er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Þemað í ár er „Gerum netið betra saman“ og munu yfir 100 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag.
Lesa meira

Tilkynning vegna sorphirðu

Samkvæmt sorphirðudagatali Fjallabyggðar á að tæma Grænu tunnuna á Siglufirði í dag og á morgun. Vegna veðurs færist sorphirða aftur um einn dag og verður því 10. og 11. febrúar. Af þessum sökum færist sorphirða í Ólafsfirði einnig til og verður Græna tunnan hjá Ólafsfirðingum tæmd 12. og 13. febrúar.
Lesa meira

Umfangsmikil rannsókn á svefnvenjum Íslendinga er hafin!

Umfangsmikil rannsókn á svefnvenjum Íslendinga og tengslum við heilsufar og lífsgæði er hafin. Að henni stendur þverfaglegt teymi sálfræðinga, lyfjafræðinga og lífeðlisfræðinga við Háskóla Íslands. Bréf hafa verið send til 10 þús. einstaklinga, sem voru valdir af handahófi úr þjóðskrá. Þátttaka felst í því að svara spurningalista rafræn en til þess að rannsóknin skili árangri er mikilvægt að sem flestir taki þátt.
Lesa meira

112. fundur bæjarstjórnar

112. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Gránugötu 24, Siglufirði 11. febrúar 2015 kl. 17.00
Lesa meira