04.03.2015
Fimmtudagskvöldið 26. febrúar var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í skólahúsinu við Tjarnarstíg en það er 7. bekkur sem tekur þátt í þeirri keppni. Þrír fulltrúar skólans voru valdir til að taka þátt í lokakeppninni sem fer fram í Tjarnarborg fimmtudaginn 5. mars kl. 14.
Lesa meira
03.03.2015
Að gefnu tilefni er fólk vinsamlegast beðið um að vera ekki að leik sunnan við Stóra-Bola vegna snjóflóðahættu. Nú þegar hafa nokkur flóð fallið á þessum slóðum á síðustu dögum.
Almannarvarnir
Lesa meira
26.02.2015
Í tilefni af Vetrarleikum UÍF býður Fjallabyggð frítt í sund og rækt í dag og á morgun (fimmtudag og föstudag) bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. Eru íbúar og gestir hvattir til að nýta sér þetta góða tilboð.
Lesa meira
24.02.2015
Fjallabyggð hlýtur 2.000.000 kr.styrk til að setja upp gönguleiðaskilti við upphaf og enda gönguleiða í Fjallabyggð. Markmið styrkveitingar er að auka öryggi ferðamanna og upplýsingagjöf til þeirra.
Lesa meira
23.02.2015
Vegna vinnu í Múlagöngum aðfaranætur 24. og 25. febrúar má búast við umferðartöfum þar frá miðnætti til klukkan sex að morgni.
Lesa meira
20.02.2015
Nú um helgina fer fram hið árlega Siglómót í blaki. Alls munu 38 lið taka þátt og spilaðir verða hátt í 100 leikir.
Lesa meira
18.02.2015
Laugardaginn 21. feb. kl. 20.00 verður Úlfhildur Dagsdóttir með fyrirlestur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði undir yfirskriftinni; Vampýrur: Kjaftur og klær
Lesa meira
18.02.2015
Öskudagsskemmtun verður í íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði, í dag, miðvikudaginn 18. febrúar á milli kl. 14:30 - 15:30. Kötturinn sleginn úr tunnunni. Leikjabraut. Öll börn frá svaladrykk.
Lesa meira
17.02.2015
Í hádeginu var skrifað undir samstarfssamning Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Fjallabyggðar og sjö fyrirtækja sem styrkja verkefnið Ræsing í Fjallabyggð. Það eru fyrirtækin Olís, Samkaup Úrval, Sigló-Hótel, Vélfag ehf., Sparisjóður Siglufjarðar, Rammi hf og Arion banki sem veita þessu verkefni styrk og nemur styrkupphæð þeirra samtals 1.000.000 kr.
Lesa meira
17.02.2015
Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Olís, Samkaup Úrval, Sigló-Hótel, Vélfag ehf., Sparisjóð Siglufjarðar, Ramma hf, Arion banka og sveitarfélagið Fjallabyggð leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífs í sveitarfélaginu.
Lesa meira