Fréttir

Fréttatilkynning frá bæjarstjórn Fjallabyggðar

Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur óskað eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri sveitarfélagsins af persónulegum ástæðum. Sigurður hefur verið bæjarstjóri Fjallabyggðar frá árinu 2010. Starfslokin eru gerð í fullri sátt við bæjarstjórn og er Sigurði þakkað fyrir vel unnin störf og honum og fjölskyldu hans óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Lesa meira

111. fundur bæjarstjórnar

111. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 14. janúar kl. 17:00.
Lesa meira

Sorphirðudagatal 2015

Íslenska Gámafélagið hefur birt sorphirðudagatal fyrir Fjallabyggð árið 2015. Dagatalið má nálgast hér á heimasíðunni. Eru íbúar hvattir til að kynna sér það vel. Á þessum tíma árs er mikilvægt að gætt sé að því að gott aðgengi sé að tunnunum svo auðveldlega gangi fyrir starfsmenn gámafélagsins að tæma þær.
Lesa meira

Fundur um náttúrupassa á miðvikudaginn

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra heldur fund um náttúrupassann miðvikudaginn 7. janúar kl 16:30-18:00. Fundurinn verður á Icelandair hótelinu á Akureyri og eru allir áhugaaðilar um hagsmuni norðlenskrar ferðaþjónustu hvattir til að mæta og kynna sér málin. Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir fundinum.
Lesa meira