Fréttir

Karlakórinn Heimir með tónleika á laugardag

Karlakórinn Heimir mun heimsækja Tröllaskagann næstkomandi laugardag, 18. apríl, og koma við bæði á Dalvík og á Siglufirði. Á Dalvík verður kórinn kl. 14:00, í menningarhúsinu Bergi og í Siglufjarðarkirkju kl. 20:30.
Lesa meira

Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana

Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp kynntu nú í dag bæjaryfirvöldum Fjallabyggðar samstarfsverkefni sem miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Verkefnið hefur fengið nafnið "Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana."
Lesa meira

114. fundur bæjarstjórnar

114. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Gránugötu 24 Siglufirði 15. apríl 2015 kl. 17:00
Lesa meira

Vinnuskóli Fjallabyggðar 2015

Skráning í vinnuskóla er hafin. Þeir sem eru fæddir 1998, 1999, 2000 og 2001 geta skráð sig í Vinnuskóla Fjallabyggðar
Lesa meira

Gospeltónleikar í Siglufjarðarkirkju

Gospelkór Fjallabyggðar, ásamt Gospeltónum, halda tónleika sunnudaginn 12. apríl kl. 14:00 í Siglufjarðarkirkju
Lesa meira

Viðvera - sýning í Tjarnarborg

Sjö alþjóðlegir listamenn sem dvalið hafa í Listhúsinu Ólafsfirði mun vera með sýningu á verkum sýnum í Tjarnarborg dagana 13. - 16. apríl nk. Opið verður á milli kl. 15:00 - 18:00.
Lesa meira

Djasstónleikar í Alþýðuhúsinu

Alþýðuhúsið á Siglufirði Fimmtudaginn 9. apríl kl. 21.00 Tónleikar Richard Andersson bass Oskar Gudjonsson saxophone Mathias Hemstock drums
Lesa meira

Ski Iceland

Markaðsstofa Norðurlands hefur stýrt verkefni með skíðasvæðum Íslands sem staðsett eru á Norðurlandi undanfarin misseri. Samstarfið hefur gegnið vel og mikill erill hefur verið í skíðatengdri kynningu upp á síðkastið
Lesa meira

Ræsing í Fjallabyggð, umsóknarfrestur til 7. apríl

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Olís, Samkaup Úrval, Sigló-Hótel, Vélfag ehf., Sparisjóð Siglufjarðar, Ramma hf, Arion banka og sveitarfélagið Fjallabyggð leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífs í sveitarfélaginu. Einstaklingar, hópar og fyrirtæki eru hvött til þess að senda inn viðskiptahugmyndir og sækja um þátttöku í verkefninu. Dómnefnd velur umsóknir til áframhaldandi þróunar og fullbúin viðskiptaáætlun er unnin, með það í huga að verkefnið sé tilbúið til fjárfestakynningar og reksturs.
Lesa meira

Brynja Ingunn nýr skjalavörður

Þann 17. febrúar sl. var auglýst laust til umsóknar 50% starf skjalavarðar við Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar. Sjö umsóknir bárust og voru þrír umsækjendur boðaðir í formlegt viðtal. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir var metin hæfust umsækjenda og hóf hún störf þann 23. mars sl. Brynja er lögfræðingur að mennt.
Lesa meira