16.04.2015
Karlakórinn Heimir mun heimsækja Tröllaskagann næstkomandi laugardag, 18. apríl, og koma við bæði á Dalvík og á Siglufirði. Á Dalvík verður kórinn kl. 14:00, í menningarhúsinu Bergi og í Siglufjarðarkirkju kl. 20:30.
Lesa meira
15.04.2015
Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp kynntu nú í dag bæjaryfirvöldum Fjallabyggðar samstarfsverkefni sem miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Verkefnið hefur fengið nafnið "Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana."
Lesa meira
10.04.2015
114. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Gránugötu 24 Siglufirði 15. apríl 2015 kl. 17:00
Lesa meira
09.04.2015
Skráning í vinnuskóla er hafin. Þeir sem eru fæddir 1998, 1999, 2000 og 2001 geta skráð sig í Vinnuskóla Fjallabyggðar
Lesa meira
09.04.2015
Gospelkór Fjallabyggðar, ásamt Gospeltónum, halda tónleika sunnudaginn 12. apríl kl. 14:00 í Siglufjarðarkirkju
Lesa meira
08.04.2015
Sjö alþjóðlegir listamenn sem dvalið hafa í Listhúsinu Ólafsfirði mun vera með sýningu á verkum sýnum í Tjarnarborg dagana 13. - 16. apríl nk. Opið verður á milli kl. 15:00 - 18:00.
Lesa meira
07.04.2015
Alþýðuhúsið á Siglufirði
Fimmtudaginn 9. apríl kl. 21.00
Tónleikar
Richard Andersson bass
Oskar Gudjonsson saxophone
Mathias Hemstock drums
Lesa meira
01.04.2015
Markaðsstofa Norðurlands hefur stýrt verkefni með skíðasvæðum Íslands sem staðsett eru á Norðurlandi undanfarin misseri. Samstarfið hefur gegnið vel og mikill erill hefur verið í skíðatengdri kynningu upp á síðkastið
Lesa meira
01.04.2015
Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Olís, Samkaup Úrval, Sigló-Hótel, Vélfag ehf., Sparisjóð Siglufjarðar, Ramma hf, Arion banka og sveitarfélagið Fjallabyggð leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífs í sveitarfélaginu. Einstaklingar, hópar og fyrirtæki eru hvött til þess að senda inn viðskiptahugmyndir og sækja um þátttöku í verkefninu. Dómnefnd velur umsóknir til áframhaldandi þróunar og fullbúin viðskiptaáætlun er unnin, með það í huga að verkefnið sé tilbúið til fjárfestakynningar og reksturs.
Lesa meira
31.03.2015
Þann 17. febrúar sl. var auglýst laust til umsóknar 50% starf skjalavarðar við Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar. Sjö umsóknir bárust og voru þrír umsækjendur boðaðir í formlegt viðtal. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir var metin hæfust umsækjenda og hóf hún störf þann 23. mars sl. Brynja er lögfræðingur að mennt.
Lesa meira