Fréttir

Námskeið fyrir byggingamenn

Námskeiðið er ætlað iðnmeisturum sem starfa sem undirverktakar og/eða einyrkjar í bygginga- og mannvirkjagerð. Markmið þess er að kynna grundvallaratriði gæðakerfa
Lesa meira

Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015 - 2019

Undirbúningur er hafinn að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, í samræmi við samning milli ríkisins og Eyþings. Ákveðið hefur verið að halda fjóra opna svæðafundi til að ræða framtíð svæðanna og landshlutans og safna hugmyndum og forgangsraða þeim.
Lesa meira

MTR stofnun ársins

Mennta­skól­inn á Trölla­skaga er ein af þremur stofn­unum árs­ins 2015 sam­kvæmt könn­un Stétt­ar­fé­lags í al­mannaþjón­ustu (SFR). Niður­stöður úr könn­un­inni voru kynnt­ar í Hörp­unni í gær.
Lesa meira

Sorphirðuhandbókin

Í vikunni stóð Íslenska Gámafélagið fyrir kynningarátaki á meðal íbúa Fjallabyggðar um sorphirðu og flokkun á sorpi. Gengu starfsmenn fyrirtækisins í hús og fóru yfir helstu atriði er lýtur að flokkun á sorpi. Þessar heimsóknir mæltust vel fyrir á meðal íbúa.
Lesa meira

DELTA TOTAL - Herhúsið

Föstudagskvöldið 8. maí opna David Artaud, Nicolas Koch og Gústav Geir Bollason sýningu í Herhúsinu á Siglufirði. Sýningin er hluti af verkefninu DELTA TOTAL Hjalteyri, Hrísey, Siglufjörður. Listamennirnir hafa unnið í Herhúsinu undanfarna viku og er sýningin afrakstur þess. Sýningin er aðeins opni þetta eina kvöld.
Lesa meira

Hannes Boy og Kaffi Rauðka aðilar að VAKANUM

VAKINN er samstarfsverkefni Ferðamálstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Ferðamálasamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar. Þetta kerfi er fyrst og fremst verkfæri til að aðstoða aðila í ferðaþjónustu við að auka gæði og öryggi. Og það er gert með hjálpargögnum og leiðsögn. En þetta kerfi skiptist í tvennt; Gæðaflokkun og umhverfiskerfi.
Lesa meira

Næsti bæjarstjórnarfundur 27. maí

Vakin er athygli á því að næsti bæjarstjórnarfundur verður miðvikudaginn 27. maí. Samkvæmt venjubundnum fundartíma bæjarstjórnar, sem er annar miðvikudagur í mánuði, hefði næsti fundur átt að vera í næstu viku, þ. 13. maí, en ákveðið hefur verið að færa hann til 27. maí. Þetta tilkynnist hér með.
Lesa meira

Gömlu dansarnir (60+)

Verða í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 7. maí kl. 17:00 til 21:00
Lesa meira

Sýning á efstu hæð í einni af gömlu SR verksmiðjunum

Verksmiðjan á Hjalteyri / Sæborg í Hrísey/ Gamla SR á Siglufirði/ Neðst á eyrinni við SR vélaverkstæði/ 08.05. - 07.06. 2015 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/ Opnanir föstudaginn 8. maí kl. 12:00 á Hjalteyri, kl. 16:00 í Hrísey og kl. 20:00 á Siglufirði/ Sýningin stendur til og með 07. júní í Verksmiðjunni (opið um helgar kl. 14:00 – 17:00) Hún stendur yfir dagana 8. – 10. maí á Siglufirði opið kl. 14:00 - 17:00 og í Hrísey.
Lesa meira

Sumaráætlun Strætó

Sumaráætlun Strætó á Norður- og Norðausturlandi Sumaráætlun tekur gildi þann 31. maí. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Lesa meira