Fréttir

Styrkir til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum Stofnaður hefur verið nýr sjóður, Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019 sem undirritaður var í febrúar sl. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og tekur við hlutverki Menningarráðs Eyþings, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.
Lesa meira

Engin skólaakstur í verkfalli

Ef til verkfalls Starfsgreinasambandsins Íslands og SA kemur 6.-7.maí næstkomandi (miðvikudag og fimmtudag) fellur skólaakstur niður. Þessa daga verða foreldrar að koma börnum sínum til og frá skóla.
Lesa meira

Heimsóknir frá Íslenska Gámafélaginu

Í dag, mánudag, og á morgun þriðjudag (5. maí) munu aðilar frá Íslenska Gámafélaginu koma í heimsókn til Fjallabyggðar. Munu þeir banka upp á hjá íbúum og eiga við þá spjall um flokkun á rusli/úrgangi. Eru íbúar hvattir til að taka vel á móti starfsmönnum Gámafélagsins.
Lesa meira

Ný gjaldskrá Hafnarsjóðs

Ný gjaldskrá Hafnarsjóðs tók gildi þann 1. maí sl. Gjaldskránna má sjá hér (pdf.skjal) og/eða undir útgefið efni á heimasíðunni.
Lesa meira

Útivistartími breyttist 1. maí

Vakin er athygli á því að útivistartími barna og unglinga tók breytingum 1. maí og nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl. 22:00 en 13-16 ára unglingar mega vera úti til kl. 24:00
Lesa meira

Ársreikningur Fjallabyggðar 2014

Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2014 var samþykktur eftir síðari umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar 30. apríl 2015.
Lesa meira

Íþróttaálfurinn heimsækir Fjallabyggð

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar býður öllum börnum í Fjallabyggð á skemmtun í íþróttahúsinu á Ólafsfirði miðvikudaginn 29. apríl kl 16:30.
Lesa meira

Engar strætóferðir í verkfalli

Vegna verkfallsboðunnar hjá SGS er ljóst að akstur strætó á svæði Eyþings mun liggja niðri þá daga sem verkfall stendur yfir. Tímasetningar verkfallsaðgerðanna SGS:
Lesa meira

Tökum til

Á fundi hafnarstjórnar þann 13. apríl sl. var til umræðu umgengni á hafnarsvæðum í Fjallabyggð. Fól hafnarstjórn hafnarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði að koma með tillögu að umgengni og fyrirkomulagi gáma við hafnarsvæði Fjallabyggðar.
Lesa meira

Skemmtun 1. maí

Í tilefni þess að það eru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt verður haldin skemmtun í Menningarhúsinu Tjarnarborg föstudaginn 1. maí kl. 20:00
Lesa meira