05.05.2015
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum
Stofnaður hefur verið nýr sjóður, Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019 sem undirritaður var í febrúar sl. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og tekur við hlutverki Menningarráðs Eyþings, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.
Lesa meira
04.05.2015
Ef til verkfalls Starfsgreinasambandsins Íslands og SA kemur 6.-7.maí næstkomandi (miðvikudag og fimmtudag) fellur skólaakstur niður.
Þessa daga verða foreldrar að koma börnum sínum til og frá skóla.
Lesa meira
04.05.2015
Í dag, mánudag, og á morgun þriðjudag (5. maí) munu aðilar frá Íslenska Gámafélaginu koma í heimsókn til Fjallabyggðar. Munu þeir banka upp á hjá íbúum og eiga við þá spjall um flokkun á rusli/úrgangi. Eru íbúar hvattir til að taka vel á móti starfsmönnum Gámafélagsins.
Lesa meira
04.05.2015
Ný gjaldskrá Hafnarsjóðs tók gildi þann 1. maí sl. Gjaldskránna má sjá hér (pdf.skjal) og/eða undir útgefið efni á heimasíðunni.
Lesa meira
04.05.2015
Vakin er athygli á því að útivistartími barna og unglinga tók breytingum 1. maí og nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl. 22:00 en 13-16 ára unglingar mega vera úti til kl. 24:00
Lesa meira
30.04.2015
Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2014 var samþykktur eftir síðari umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar 30. apríl 2015.
Lesa meira
28.04.2015
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar býður öllum börnum í Fjallabyggð á skemmtun í íþróttahúsinu á Ólafsfirði miðvikudaginn 29. apríl kl 16:30.
Lesa meira
28.04.2015
Vegna verkfallsboðunnar hjá SGS er ljóst að akstur strætó á svæði Eyþings mun liggja niðri þá daga sem verkfall stendur yfir.
Tímasetningar verkfallsaðgerðanna SGS:
Lesa meira
28.04.2015
Á fundi hafnarstjórnar þann 13. apríl sl. var til umræðu umgengni á hafnarsvæðum í Fjallabyggð. Fól hafnarstjórn hafnarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði að koma með tillögu að umgengni og fyrirkomulagi gáma við hafnarsvæði Fjallabyggðar.
Lesa meira
28.04.2015
Í tilefni þess að það eru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt verður haldin skemmtun í Menningarhúsinu Tjarnarborg föstudaginn 1. maí kl. 20:00
Lesa meira