Ársreikningur Fjallabyggðar 2014

Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2014 var samþykktur eftir síðari umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar 30. apríl 2015.

Samkvæmt samstæðureikningi A og B hluta er hagnaður 167,3 milljónir sem er 123,9 milljónum betri niðurstaða en gert var ráð fyrir. Helsta ástæða betri afkomu er :
1) Tekjur eru hærri sem nemur 74 milljónum.
2) Gjöld eru lægri sem nemur 37 milljónum.
3) Fjármagnsliðir nettó eru lægri sem nemur 13 milljónum.

Launakostnaður hækkaði um 170,6 milljónir milli ára. Þar af tengist 81,3 milljónir kjarasamningum en 89,3 milljónir reiknuðum lífeyrishækkunum.
Hlutfall launa og launatengdra gjalda af heildartekjum er 50,8%.
Starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu er að meðaltali 123 stöðugildi hjá samstæðunni.

Íbúafjöldi Fjallabyggðar 1. desember 2014 var 2.041, en 2016 1. desember 2013.

Rekstur A hluta, Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar var jákvæður um 88,7 milljónir.
Rekstur B hluta fyrirtækja, Hafnarsjóðs, Íbúðasjóðs og Veitustofnunar var jákvæður um 78,6 milljónir.

Samstæðan þ.e. er A og B hluti skiluðu framlegð upp á 15,6%.
Veltufé frá rekstri var 358,0 milljónir. Fjárfestingar ársins nettó námu 261,8 milljónum.
Lántökur á árinu voru 7,1 milljónir og tengdust snjóflóðvörnum. Afborganir langtímalána námu 105,5 milljónum á árinu.

Skuldahlutfall A og B hluta sveitarfélagsins er 63,1% á mælikvarða viðmiðunarskilgreiningar Eftirlitsnefndar sveitarfélaga sem er 150% og veltufjárhlutfall er 1,49.

Eigið fé nemur 1.015 milljónum og heildarskuldir og skuldbindingar nema 1.747,3 milljónum. Langtímaskuldir við lánastofnanir eru 631,7 milljónir og lífeyrisskuldbinding er 863,1 milljónir, eða samtals 1.494,8 milljónir.

Handbært fé í árslok er 145,7 millj. kr.
Eiginfjárhlutfall samstæðu Fjallabyggðar er 60,0%.

Gunnar Ingi Birgisson
bæjarstjóri

Undirrituð fréttatilkynning á pdf.