Menntaskólinn á Tröllaskaga er ein af þremur stofnunum ársins 2015 samkvæmt könnun Stéttarfélags í almannaþjónustu (SFR). Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í Hörpunni í gær. Þetta er í tíunda sinn sem SFR velur Stofnun ársins en könnunin er unnin af Gallup í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og efnahags- og fjármálaráðuneytið og er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu.
Menntaskólinn á Tröllaskaga er stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana þar sem starfsmenn eru 20-49 talsins. Jafnframt voru valdar fyrirmyndastofnanir í hverjum flokki fyrir utan stofnanir ársins og fékk Menntaskólinn á Tröllaskaga einnig viðurkennigu sem fyrirmyndarstofnun.
Samkvæmt tilkynningu frá SFR eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar í könnunni.
Sjá nánar hér.
Við óskum stjórnendum og starfsfólki MTR til hamingju með viðurkenninguna.