MTR stofnun ársins

Mennta­skól­inn á Trölla­skaga er ein af þremur stofn­unum árs­ins 2015 sam­kvæmt könn­un Stétt­ar­fé­lags í al­mannaþjón­ustu (SFR). Niður­stöður úr könn­un­inni voru kynnt­ar í Hörp­unni í gær. Þetta er í tí­unda sinn sem SFR vel­ur Stofn­un árs­ins en könn­un­in er unn­in af Gallup í sam­starfi við VR, Starfs­manna­fé­lag Reykja­vík­ur­borg­ar og efna­hags- og fjár­málaráðuneytið og er ein sú stærsta sinn­ar teg­und­ar á land­inu.

Mennta­skól­inn á Trölla­skaga er stofn­un árs­ins í flokki meðal­stórra stofn­ana þar sem starfs­menn eru 20-49 tals­ins. Jafn­framt voru vald­ar fyr­ir­mynda­stofn­an­ir í hverj­um flokki fyr­ir utan stofn­an­ir árs­ins og fékk Menntaskólinn á Tröllaskaga einnig viðurkennigu sem fyrirmyndarstofnun.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá SFR eru mæld­ir þætt­ir á borð við ánægju og stolt, starfs­anda, trú­verðug­leika stjórn­enda, launa­kjör, sjálf­stæði í starfi, vinnu­skil­yrði, sveigj­an­leika vinnu og ímynd stofn­un­ar í könn­unni.

Sjá nánar hér.

Við óskum stjórnendum og starfsfólki MTR til hamingju með viðurkenninguna.