Námskeið fyrir byggingamenn

Gæðakerfi einyrkja og undirverktaka.

Námskeiðið er ætlað iðnmeisturum sem starfa sem undirverktakar og/eða einyrkjar í bygginga- og mannvirkjagerð. Markmið þess er að kynna grundvallaratriði gæðakerfa. Farið er yfir kröfur til iðnmeistara um gæðastjórnun og gæðakerfi í mannvirkjalögum og byggingareglugerð og hvernig hægt er að bregðast við þeim. Sérstaklega er farið í saumana á kröfum um staðfestingu á hæfni iðnmeistara, saming á milli byggingastjóra og iðnmeistara, innra eftirlit iðnmeistara og skráavistun. Þátttakendur læra að útbúa sjálfir gæðakerfi sem uppfyllir þessar kröfur. Þátttakendur koma með dæmi um verklýsingu úr eigin verki. Æskilegt er að þátttakendur mæti með eigin tölvur en einnig er boðið upp á afnot af tölvum á staðnum.

Kennari: Ferdinand Hansen, verkefnastjóri gæðastjórunar hjá SI
Staðsetning: Eyrargata 24b Siglufirði
Tími: Fimmtudagur 21. maí kl. 13:00 - 18:00
Lengd: 7 klst.
Verð: 20.000 kr.
Verð til aðila Iðunnar: 4.000 kr.

Upplýsingar og skráning á www.idan.is og í síma 5906400

Auglýsing um námskeið