Snjór um víða veröld

Sunnudaginn 18. janúar er alþjóðlegi snjódagurinn (World snow day). Markmið dagsins er að fá börn og fjölskyldur þeirra í fjallið, til þess að njóta og upplifa það sem fjöllin hafa upp á að bjóða. Þetta er í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur víðsvegar um heiminn, og jafnframt í fjórða sinn sem að Ísland tekur þátt í viðburðinum.
Skíðasvæðin bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á sunnudaginn þar sem að börn, fá ókeypis aðgang að skíðasvæðunum.
Skíðasvæðið í Skarðsdal tekur þátt í deginum og býður öllum börnum að 17 ára aldri frítt í lyftur og frí afnot af skíðabúnaði. Settar verða upp hinar ýmsu brautir og allir fá fjallakakó og meðlæti. Eru foreldrar, ömmur og afar hvött til að koma með börnunum í fjallið.


Hér má fá nánari upplýsingar um alþjóða snjódaginn.