Tónleikar í Tjarnarborg

Sunnudaginn 18. janúar kl. 17:00 verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Fram munu koma Ana Claudia de Assis og Joan Pedro Oliveira. Ana Claudia leikur á píanó og Joan Pedro mun stýra rafrænum hljóðum.
Flutt verða samtímaverk frá Portúgal og Brasilíu.
Ana Cláudia de Assis vinnur mikið með samtíma tónlist. Hún hefur frumflutt mörg verk eftir þekkta Suður-Ameríska og Evrópska höfunda eins og Jonathan Harvey, Toru Takemitsu, Almeida Prado, Guerra-Peixe, Eunice Katunda, Hans-Joachim Koellreutter, Dante Grela, Sílvio Ferraz og João Pedro Oliveira.
Ana Claudia starfar sem dósent við háskólanna Minas Gerais í Belo Horizonte, Brasilíu, þar sem hún kennir á píanó, sögu Brasilískrar tónlistar og túlkun samtíma tónlistar. Ana Claudia og Joan Pedro hafa undanfarnar vikur dvalið í Listhúsinu í Ólafsfirði.

Enginn aðgangseyrir.

Tónleikar í Tjarnarborg