Bæjarstjórn Fjallabyggðar

191. fundur 09. september 2020 kl. 17:00 - 18:35 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020

Málsnúmer 2008002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til júlí. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 101.437.349. eða 97,93% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 663. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020 Lagt fram til kynningar vinnuskjal vegna viðauka 1 til 23 við fjárhagsáætlun 2020. Heildar áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2020 er kr. 81.187.984 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

    Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuskjal við viðauka 1 til 23 við fjárhagsáætlun 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 663. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020 Á fund bæjarráðs mætti stjórn félags eldri borgara í Ólafsfirði, Svava Jóhannsdóttir, Einar Þórarinsson og Ásdís Pálmadóttir til að ræða málefni húss eldri borgara í Ólafsfirði.

    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 663. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020 Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 29. júlí 2020 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna umsóknar Idu M Semey, fh. Kaffi Klöru, kt. 631293-2984, Strandgötu 2, Ólafsfirði um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum. Flokkur II - Gististaður án veitinga.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 663. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020 Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar, dags. 07.08.2020 þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir því að setja niður 6-7 holu fótboltagolfvöll á túni við Tjarnarstíg og inn á íþróttasvæði KF og hluta lóðar MTR, að höfðu samráði við stjórn KF og skólameistara MTR. Eða á svæðið norðan Ólafsvegar „Frímerkið“.

    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi staðsetningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 663. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 37. fundar Undirkjörstjórnar í Ólafsfirði frá 26. júní sl. Bókun fundar Afgreiðsla 663. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18. ágúst 2020

Málsnúmer 2008003FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18. ágúst 2020 Lögð fram drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun Fjallabyggðar og framkvæmdaáætlun 2020-2024

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra félagsþjónustu að senda Jafnréttisstefnu og framkvæmdaáætlun 2020-2024 til Jafnréttisstofu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 664. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18. ágúst 2020 Lagt fram til kynningar yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til júlí 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 664. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18. ágúst 2020 Á 633. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Kristjáns Haukssonar, dags. 07.08.2020 þar sem óskað var eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir því að setja niður 6-7 holu fótboltagolfvöll á túni við Tjarnarstíg og inn á íþróttasvæði KF og hluta lóðar MTR, að höfðu samráði við stjórn KF og skólameistara MTR. Eða á svæðið norðan Ólafsvegar „Frímerki“.

    Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dags. 17.08.2020.

    Bæjarráð samþykkir að veita heimild fyrir fótboltagolfvelli á túni við Tjarnarstíg og á íþróttasvæði KF að höfðu samráði við deildarstjóra tæknideildar og KF.
    Bókun fundar Afgreiðsla 664. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18. ágúst 2020 Lögð fram til kynningar 2. verkfundargerð Eflu Verkfræðistofu vegna verksins „Fráveita Siglufirði, Hvanneyrarkrókur“ frá 8. ágúst sl. Bókun fundar Afgreiðsla 664. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18. ágúst 2020 Lögð fram til kynningar 6. verkfundargerð Eflu Verkfræðistofu vegna verksins „Leikskóli Ólafsfjarðar - endurgerð skólalóðar“ frá 06.ágúst sl. Bókun fundar Afgreiðsla 664. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18. ágúst 2020 Lögð fram drög að samningi um ræktun landgræðsluskóga við Skógræktarfélag Ólafsfjarðar og Skógræktarfélag Íslands ásamt hnitum.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samningin fyrir hönd sveitarfélagsins og vísar honum til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 664. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18. ágúst 2020 Lagt fram erindi stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 11.08.2020 þar sem fram kemur að aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar verður haldinn að Brimvöllum 2, Ólafsfirði, laugardaginn 22.08 nk. kl 17:00.

    Bæjarstjóri mætir á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 664. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18. ágúst 2020 Lagt fram erindi Leyningsás ses frá 20.05.2017, Hólsá og Leyningsá - Veiðistjórnun og veiðivernd, umsögn bæjarstjóra frá 19.06.2017 ásamt bréfi til Fiskistofu frá 14.12.2017 með samþykktum frá 504. og 506. fundi bæjarráðs og samþykktar 148. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir umsögn frá Stangveiðifélagi Siglufjarðar og Valló ehf sem sáu um eftirlit með veiðistjórn og veiðivernd í Hólsá og Leyningsá frá samþykkt þar um sem gilti til þriggja ára.
    Bókun fundar Afgreiðsla 664. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18. ágúst 2020 Lagt fram erindi Golfklúbbs Fjallabyggðar, dags. 16.08.2020 þar sem óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af Tjarnarborg dagana 21. og 22. ágúst nk. í tengslum við Íslandsmót golfklúbba í 3. deild karla en vegna sóttvarna í tengslum við Covid-19, tveggja metra reglu, reynist ekki unnt að nýta golfskála undir hádegisverð fyrir þátttakendur eins og áætlað var.

    Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 17.08.2020.

    Bæjarráð samþykkir að styrkja Golfklúbb Fjallabyggðar um leigu á stórum sal í Tjarnarborg. Styrkur kr. 84.040 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar verður bókaður á lykil 06810-9291 og færður sem styrkur á Golfklúbb Fjallabyggðar. Fyrir önnur afnot af Menningarhúsinu Tjarnarborg greiðir Golfklúbbur Fjallabyggðar samkvæmt gjaldskrá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 664. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18. ágúst 2020 Lagt fram erindi Gunnars L. Jóhannssonar, Tómasar A. Einarssonar og Þórðar Guðmundssonar, eigenda jarðanna Hlíðar, Tröllakots og Burstabrekku norðan Burstabrekkuár, dags. 14.08.2020 þar sem óskað er eftir því að grindarhlið sem Vegagerðin var búin að samþykkja að fært yrði frá frá Hornbrekku að Hlíðarlæk verði staðsett sunnan Burstabrekkuár.

    Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dags. 17.08.2020.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram í samráði við Vegagerðina sem fer með framkvæmdina. Samþykki Vegagerðin framkvæmdina felur Bæjarráð deildarstjóra tæknideildar að vinna drög að samkomulagi við jarðeigendur er varðar að sleppa sauðfé ofan og sunnan bæjargirðingar og skuldbindingu þess efnis að eigendur jarða og lögbýla viðhaldi girðingum á jörðum og lögbýlum þannig að sauðfé gangi ekki laust innan bæjargirðingar
    Bókun fundar Tómas Atli Einarsson vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 664. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020

Málsnúmer 2008008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lögð fram drög að samningi um greiðslur til fósturforeldra vegna skólaaksturs veturinn 2020-2021.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lögð fram drög að samningi um leigu húsnæðis að Lækjargötu 8, Siglufirði fyrir félagsmiðstöðina Neon.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson.

    Lagt fram erindi Ásgeirs Loga Ásgeirssonar f.h. Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf., dags. 14.08.2020 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samkomulagi við sveitarfélagið um helgun á landsvæði í Ólafsfirði skv. erindi félagsins frá 31.03.2018. Óskað er eftir samkomulagi til fimm ára, á meðan verið er að vinna að undirbúningi á mögulegri atvinnustarfsemi á svæðinu á vegum félagsins. Einnig óska fulltrúar félagsins eftir því að koma á fund bæjarráðs til þess að kynna þá vinnu sem nú fer fram á vegum félagsins.

    Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn félagsins á næsta fund ráðsins og mun í framhaldi taka afstöðu til endurnýjunar á samkomulagi.


    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson og Tómas Atli Einarsson véku undir þessum lið af fundi.

    Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lagt fram til kynningar yfirlit og áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir minnkað starfshlutfall og atvinnuleysi fyrir allt landið frá mars til 15. ágúst 2020. Í Fjallabyggð var hlutfall skráðra í minnkuðu starfshlutfalli í júlí 15%. Áætlun fyrir ágúst gerir ráð fyrir sama hlutfalli þ.e. 15%. Hlutfall skráðra á atvinnuleysisskrá í Fjallabyggð í júlí var 5%, áætlun fyrir ágúst gerir ráð fyrir að hlutfall atvinnulausra verði 4%. Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi Birgis Tjörva Péturssonar og Guðmundar Kristjáns Jónssonar fh. Selvíkur ehf., dags. 19.08.2020 um árangurslausar viðræður á grundvelli fimm liða samkomulags Selvíkur ehf. og Fjallabyggðar.

    Einnig lagt fram svarbréf bæjarstjórnar Fjallabyggðar, dags 28.07.2020 er varðar afstöðu Fjallabyggðar varðandi tillögu Rauðku ehf. (Selvíkur ehf.) , dags. 16.07.2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lagt fram erindi Jóhanns Karls Sigurðssonar og Braga V. Bergmanns fh. fyrrum starfsmanna blaðsins Dags á Akureyri, dags. 20.08.2020 þar sem óskað er eftir stuðningi vegna ritunar og útgáfu bókar um „Sögu Dags á Akureyri 1918-1996“. Áætlað er að bókin komi út haustið 2021.

    Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lagt fram erindi Gunnsteins Ólafssonar fh. Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, dags. 18.08.2020 ásamt reikningi. Þar sem þess er óskað að bæjarráð Fjallabyggðar greiði Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, sem fara átti fram dagana 1.-5. júlí 2020, styrk að upphæð kr. 800.000 vegna launa framkvæmdastjóra og grafískrar hönnunar vefs og prentaðrar dagskrár sem fer í prentun á næsta ári.

    Einnig lagt fram erindi formanns félagsins frá 25.05.2020 og bókun bæjarráðs við erindinu dags. 16.06.2020

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir á að þegar hefur verið greiddur styrkur til félagsins að upphæð kr. 414.000 skv. ákvörðun bæjarráðs frá 16.06.2020 vegna rekstrarerfiðleika á tímum Covid-19 til viðbótar við rekstrarstyrk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lagt fram erindi Kristjáns Ragnars Ásgeirssonar fh. Brimnes Hótel ehf., dags. 21.08.2020 þar sem óskað er eftir 70% afslætti af fasteignagjöldum félagsins 2020 vegna rekstrarerfiðleika á tímum Covid-19.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 24.08.2020 er varðar athugasemdir við samninga sveitarfélagsins sem varða samvinnu við önnur sveitarfélög ásamt leiðbeiningum vegna samvinnu sveitarfélaga.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi Rósu Jónsdóttur fh. Golfklúbbs Fjallabyggðar, dags. 24.08.2020 er varðar þakkir til sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lögð fram til kynningar skýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar 2009-2017. Skýrsluna er að finna á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lögð fram til kynningar úttekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á tæknilegum innviðum sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lagðar fram til kynningar stöðuskýrslur uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála frá 3. júní sl., 16. júní sl., 3. júlí sl., og 27. ágúst sl. Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra frá 12. ágúst sl. Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir;
    66. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 19. ágúst sl.
    88. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 17. ágúst sl.
    257. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 26. ágúst sl.
    114. fundar Hafnarstjórnar frá 31. ágúst sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020

Málsnúmer 2009002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til ágúst 2020. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 113.639.217 eða 101,22% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram yfirlit yfir stöðu framkvæmda 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram yfirlit yfir rekstur fyrir tímabilið janúar til júlí 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til júlí 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lögð fram drög að endurskoðuðum Reglum Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningarmála ásamt bókun 67. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 04.09.2020, þar sem lagt er til að keypt verði tjaldsvæðahús af Landshúsum. Húsin koma ósamsett og óhönnuð að innan en þeim fylgir teiknigrunnur. Afhending hússins er í mars/apríl 2021 og ætti húsið að vera tilbúið til notkunar í maí 2021. Uppsetning og vinna innanhúss yrði boðin út.

    Bæjarráð samþykkir að kaupa tjaldsvæðahús af Landshúsum og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram samkvæmt þeim tímaramma sem fram kemur í vinnuskjali.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lögð fram bókun 257. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þar sem nefndin leggur til við bæjarráð að sá hluti lóðar sem liggur vestan við Ólafsfjarðarveg verði yfirtekin í samræmi við 8. gr. lóðarleigusamningsins.

    Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra, dags. 19.08.2020.

    Bæjarráð samþykkir að umrædd lóð verði yfirtekin í samræmi við 8. gr. lóðarleigusamnings og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lögð fram drög að endurnýjuðum þjónustusamningi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands um læknisþjónustu og rannsóknarvinnu ásamt bókun 21. fundar stjórnar Hornbrekku.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra félagsmáladeildar að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

    Á fund bæjarráðs mættu Ásgeir Logi Ásgeirsson og Þorsteinn Ásgeirsson fh. Framfarafélags Ólafsfjarðar og fóru yfir starfsemi félagsins og framtíðaráform.

    Lögð fram bókun 665. fundar bæjarráðs. Lagt fram erindi Ásgeirs Loga Ásgeirssonar fh. Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf., dags. 14.08.2020 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samkomulagi við sveitarfélagið um helgun á landsvæði í Ólafsfirði skv. erindi félagsins frá 31.03.2018. Óskað er eftir samkomulagi til fimm ára, á meðan verið er að vinna að undirbúningi á mögulegri atvinnustarfsemi á svæðinu á vegum félagsins. Einnig óska fulltrúar félagsins eftir því að koma á fund bæjarráðs til þess að kynna þá vinnu sem nú fer fram á vegum félagsins. Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn félagsins á næsta fund ráðsins og mun í framhaldi taka afstöðu til endurnýjunar á samkomulagi.

    Bæjarráð þakkar Ásgeiri Loga og Þorsteini fyrir greinargóða yfirferð. Bæjarráð samþykkir að endurnýja samning við Framfarafélag Ólafsfjarðar um helgun á landsvæði í Ólafsfirði til fimm ára með fyrirvara um uppsagnarákvæði og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson og Tómas Atli Einarsson vék af fundi undir þessum lið.

    Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lögð fram kynning auglýsingastofunnar Pipar/TBWA á fyrirkomulagi markaðsherferðar í íbúa- og atvinnuþróunarmálum en markmið herferðarinnar er að fjölga íbúum og laða að störf í bæjarfélaginu.

    Einnig lögð fram drög að samningi við Pipar/TBWA.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð í samræmi við áður ákveðið fjármagn til markaðsátaks.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram erindi ráðgjafa og stjórnar Aflsins, samtaka um kynferðis- og heimilisofbeldi, dags. 19.08.2020 þar sem óskað er eftir styrk vegna reksturs á árinu 2021.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram erindi Gunnsteins Ólafssonar fh. Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði, dags. 18.08.2020 ásamt reikningi. Þar sem þess er óskað að bæjarráð Fjallabyggðar greiði Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, sem fara átti fram dagana 1.-5. júlí 2020, styrk að upphæð kr. 800.000 vegna launa framkvæmdastjóra og grafískrar hönnunar vefs og prentaðrar dagskrár sem fer í prentun á næsta ári.

    Einnig lagt fram erindi formanns félagsins frá 25.05.2020 og bókun bæjarráðs við erindinu dags. 16.06.2020

    Erindið var tekið fyrir á 665. fundi bæjarráðs en vegna mistaka var málið stofnað á rangt félag og kennitölu. Bæjarráð biðst velvirðingar á þeim mistökum en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, dags. 26.08.2020 um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi Björns Sævars Einarssonar og Aðalsteins Gunnarssonar fh. IOGT, dags. 24.08.2020 ásamt nýrri og endurnýjuðum bæklingi alþjóðahreyfingarinnar Movendi um neikvæð áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og upplýsingar um áfengi og COVID-19 frá Evrópuskrifstofu WHO. IOGT býður upp á kynningu á samantekt og áhrifum áfengis á einstök markmið. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram erindi Ingibjargar E. Halldórsdóttur fh. Eyjafjarðardeildar Rauða Kross Íslands, dags. 03.09.2020 þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu húsaleigu undir virknistarfsemi deildarinnar í Ólafsfirði kr. 660.000 á ári sem mundi renna til eiganda húsnæðisins, Slysavarnardeildar kvenna í Ólafsfirði.

    Bæjarráð þakkar erindið og það mikilvæga starf sem Eyjafjarðardeild RKÍ heldur úti í Fjallabyggð en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 31.08.2020 þar sem athygli er vakin á helstu niðurstöðum starfshóps um fjármál sveitarfélaga og ábendingar varðandi gagnaöflun frá 28.08.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram erindi Þorsteins Hilmarssonar fh. Fiskistofu, dags. 31.08.2020 þar sem fram kemur að Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 sem hófst 1. september sl.. Stýring fiskveiða með úthlutun kvóta er hornsteinn í því starfi Fiskistofu að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafsins. Að þessu sinni var úthlutað 353 þúsund tonnum í þorskígildum talið. Þetta er 19 þúsund þorskígildistonnum minna en úthlutað var við upphaf fyrra fiskveiðiárs. Sem skýrist af nokkrum samdrætti í leyfilegum heildarafla enda farið að vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í því efni.

    Tvö skip skera sig úr þegar kemur að úthlutun, Guðmundur í Nesi sem fær mestu aflamarki úthlutað eða 13.714 þorskígildistonnum og Sólberg ÓF sem fær úthlutað 10.670 þorskígildistonnum - það er um 300 tonnum meira en árið 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram erindi bæjarstjóra Fjallabyggðar til Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar, dags. 31.08.2020 varðandi brunavarnir í jarðgöngum ásamt fylgiskjölum. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 4.19 1911005 Gjaldskrár 2020
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 04.09.2020 þar sem lögð er til eftirfarandi breyting á 21. gr. gjaldskrá Fjallabyggðarhafna. Skilgreindur opnunartími verði tekinn út úr gjaldskrá og í stað núverandi texta komi eftirfarandi, Hafnarstjórn Fjallabyggðarhafna ákveður opnunartíma hafnavoga og kynnir á heimasíðu hafna sem og heimasíðu sveitarfélagsins.
    Hafnarstjórn skal fjalla um opnunartíma samhliða umfjöllun um gjaldskrá að hausti og svo oft sem þurfa þykir. Meginástæða þess að ofangreint er lagt til er að auka sveigjanleika enda er breyting á gjaldskrá nokkuð þung í vöfum þar sem hún þarfnast sérstaks samþykkis bæjarstjórnar.

    Bæjarráð samþykkir umrædda breytingu á 21. gr. gjaldskrá Fjallabyggðarhafna fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir aðalfundar og stjórnarfundar Flokkunar Eyjafjarðar ehf., frá 28. ágúst sl.. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lögð fram til kynningar 886. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. ágúst sl.. Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 8. september 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    67. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 2. september sl..
    21. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 3. september sl..
    89. fundur fræðslu- og frístundanefndar frá 7. september sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 666. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

5.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. ágúst 2020

Málsnúmer 2008004FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. ágúst 2020 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara.
    Skólastjóri fór yfir starfið í skólabyrjun en 215 nemendur eru skráðir í skólann. Einnig fór hann yfir fyrirhugaða skólasetningu og breytingu í starfsmannamálum. Þá óskaði skólastjóri eftir breytingum á skóladagatali en vegna sameiginlegs námskeiðahalds með leikskóla þarf að færa starfsdag sem fyrirhugaður er 18. september fram um viku og verður hann 11. september. Fræðslu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir um breytinguna með þeim fyrirvara þó að tilfærslan henti Tónlistaskólanum á Tröllaskaga.
    Bókun fundar Til máls tóku Nanna Árnadóttir, Særún Hlín Laufeyjardóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 88. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.2 2008016 Frístund 2020-2021
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. ágúst 2020 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara. Skráning í Frístund stendur nú yfir. Í 1.-4. bekk eru skráðir 93 nemendur sem eiga kost á Frístund. Fjögur íþróttafélög þ.e. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, Blakfélag Fjallabyggðar, Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar og Ungmennafélagið Glói, tónlistarskólinn og Bjarney Lea Guðmundsdóttir danskennari bjóða upp á frístundastarf í Frístund á haustönn en auk þess er boðið upp á sund og hringekju sem starfsfólk grunnskólans sér um. Bókun fundar
    Afgreiðsla 88. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. ágúst 2020 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans. Skólastjóri fór yfir starfið í byrjun skólaárs. Nýtt skólaár hófst 10. ágúst síðastliðinn. Einnig fór skólastjóri yfir starfsmannahald og breytingar á undirbúningstíma starfsmanna m.t.t. nýrra kjarasamninga. Skólastjóri og fulltrúi starfsmanna leikskólans lýstu yfir ánægju sinni með nýja lóð Leikhóla sem þykir afar vel heppnuð. Þar sem þessum áfanga er lokið hafa nú allar skólalóðir leik- og grunnskóla í Fjallabyggð verið endurnýjaðar. Skólastjóri óskaði eftir breytingum á skóladagatali en vegna sameiginlegs námskeiðahalds með grunnskóla þarf að færa starfsdag sem fyrirhugaður er 18. september fram um viku og verður hann 11. september. Fræðslu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir um breytinguna með þeim fyrirvara þó að tilfærslan henti Tónlistaskólanum á Tröllaskaga. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. ágúst 2020 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar. Hann fór yfir fyrirhugaðan opnunartíma íþróttamiðstöðvar komandi vetur. Opnunartíminn verður með svipuðu sniði og síðastliðinn vetur með fyrirvara um lokun vegna þrifa og sótthreinsunar um hádegisbil. Vetraropnun íþróttamiðstöðvar tekur gildi 1. september og verður auglýst þegar nær dregur á vef Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 5.5 2005012 Starfsemi Neon
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. ágúst 2020 Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal unglinga í Grunnskóla Fjallabyggðar sl. vor um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon lagðar fram til kynningar. Könnunin var framkvæmd miðvikudaginn 27. maí í grunnskólahúsinu í Ólafsfirði. Lagðar voru fyrir 3 spurningar. Meginniðurstaða könnunarinnar er að mikill meirihluti unglinga sem könnunin náði til vill að framtíðar félagsmiðstöð verði staðsett á Siglufirði eða 36 af 48 svarendum, 4 vilja hafa félagsmiðstöðina í Ólafsfirði og 8 taka ekki afstöðu.
    Fræðslu- og frístundanefnd hvetur Vinnuhóp um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon til að vinna málið áfram í anda niðurstaðna könnunarinnar. Nauðsynlegt er að finna félagsmiðstöðinni framtíðarhúsnæði þannig að starfið búi við góðar aðstæður og efla megi faglegt starf hennar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020

Málsnúmer 2009004FVakta málsnúmer

  • 6.1 2008010 Skólaárið 2020-2021, skólastarf grunnskólans
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara.
    Skólastjóri kynnti fyrir fundarmönnum skipulag sem tekur við þegar skólarúta getur ekki ekið vegna ófærðar eða óveðurs. Einnig fór skólastjóri yfir mismunandi skipulag m.t.t. sóttvarnareglna, þ.e.a.s. hvaða skipulag tekur við ef heilbrigðisráðherra herðir reglur um sóttvarnir eða samkomur.
    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 89. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.2 2004071 Vinnuskóli 2020
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður vinnuskólans. Hann fór yfir starfið í sumar. Mjög góð aðsókn var í vinnuskólann. Smíðaskólinn gekk vel og var vel sóttur. Fræðslu- og frístundanefnd vill þakka vinnuskólanum vel unnin störf. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 6.3 2006011 Staða leikskólans eftir lög um eitt leyfisbréf kennara
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans. Á 87. fundi fræðslu- og frístundanefndar var skólastjóra leikskólans og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að vinna umsögn með hugmyndum að hugsanlegum leiðum til úrbóta vegna þeirrar stöðu sem leikskólinn er í eftir lög um eitt leyfisbréf kennara. Í ljós hefur komið að áhyggjur af tilfærslu kennara milli skólastiga í kjölfar laga um eitt leyfisbréf eru á rökum reistar og finnur leikskólastigið fyrir því. Fyrir liggur vinnuskjal leikskólastjóra og deildarstjóra sem lagt var fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að horft verði til þessa vinnuskjals við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2021. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Særún Hlín Laufeyjardóttir.

    Afgreiðsla 89. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 6.4 2009016 Sumarlokun Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans.
    Á fundi nefndarinnar 25.5.2020 var ákveðið að gefa til reynslu undanþágu frá þeirri meginreglu að taka fjórðu sumarleyfisviku leikskólabarna síðustu viku fyrir sumarlokun eða fyrstu viku á eftir. Leikskólastjóri hefur tekið saman vinnuskjal um reynslu leikskólans af þessari undanþágu. Niðurstaðan er sú að reynslan af sveigjanlegri fjórðu viku er ekki góð þar sem erfitt reyndist að fá foreldra til að ákveða frítöku og standa við hana. Erfitt reyndist að samræma frítöku starfsmanna og leikskólabarna.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 89. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.5 1910006 Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til fræðslurmála
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020 Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir gildandi reglur um úthlutun styrkja til fræðslumála. Nefndin mælir með að reglurnar verði óbreyttar fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 6.6 2002065 Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020 Fræðslu- og frístundanefnd hefur ákveðið að sækja um þátttöku í verkefninu Barnvæn samfélög sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Nú þegar hafa mörg sveitarfélög á Íslandi hafið innleiðingu eða eru í umsóknarferli. Búið er að fullbóka þátttöku þessa árs og næsta. Þátttaka Fjallabyggðar kæmi til á árinu 2022. Sveitarfélög greiða kr. 500.000 skráningargjald fyrir aðild að verkefninu en Félagsmálaráðuneytið greiðir kostnað vegna námskeiða og ráðgjafar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 19. ágúst 2020

Málsnúmer 2008005FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 19. ágúst 2020 Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu mála hvað varðar hátíðir í Fjallabyggð þetta árið. Vegna Covid-19 var hátíðarhöldum á 17. júní frestað, einnig Trilludögum sem vera áttu síðustu helgina í júlí. Þá frestaði Sjómannadagsráð hátíðarhöldum vegna sjómannadags til næsta árs og Þjóðlagahátíð féll niður þetta sumarið einnig. Sápuboltamót var haldið með breyttu sniði og tók mið að þeim sóttvarnartakmörkunum sem í gildi voru. Berjadagar sem halda átti um verslunarmannahelgina voru á áætlun þar til í síðustu vikunni í júlí en vegna hertra sóttvarnareglna þurfti að aflýsa þeim á síðustu stundu. Á þeim tímapunkti var búið að undirbúa hátíðina, leggja í kostnað vegna skipulags og auglýsinga og var bráðabirgðauppgjör og greinargerð lögð fyrir fundinn. Afmælishátíð vegna 75 ára afmælis Ólafsfjarðarkaupstaðar, sem halda átti um verslunarmannahelgi, var einnig frestað um óákveðinn tíma. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 19. ágúst 2020 Fyrir liggur að ljúka endurskoðun á Menningarstefnu Fjallabyggðar. Nefndarmenn ákváðu næstu skref í vinnunni. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

8.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 2. September 2020

Málsnúmer 2008009FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 2. September 2020 Undanfarin ár hefur verið haldinn haustfundur með ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðilum í Fjallabyggð. Markaðs- og menningarnefnd stefnir að því að halda lokaðan fund með áðurtöldum hagsmunaaðilum undir lok september nk. Fundarboð verður sent út á næstu dögum. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 2. September 2020 Markaðs- og menningarnefnd fór yfir reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningarmála og leggur til nokkrar breytingar á reglunum. Nefndin vísar reglunum með áorðnum breytingum til afgreiðslu í bæjarráði. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 2. September 2020 Málinu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020

Málsnúmer 2008006FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir að vísa breytingartillögunni í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að breytingartillagan verði kynnt fyrir öðrum eigendum frístundahúsa á Saurbæjarási. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Tómas Atli Einarsson vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að skriflegt samþykki berist frá aðliggjandi lóðarhöfum fyrir svölunum. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Nefndin samþykkir stöðuleyfi á gámasvæðinu við öldubrjót. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Undir þessum lið vék Hjördís Hjörleifsdóttir af fundi.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Nefndin leggur til að tæknideild fari yfir tilhögun og verklag í sambandi við snjómokstur með tilliti til snjósöfnunar á auðum lóðum. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Nefndin felur tæknideild að vinna að lausn málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Nefndin þakkar fyrir góða ábendingu og felur tæknideild úrlausn málsins ef hún rúmast innan fjárheimilda þessa árs að öðrum kosti vísað til fjárhagsáætlunar 2021. Einnig samþykkir nefndin að tæknideild skoði samskonar lausnir við aðra stíga innan þéttbýliskjarnanna. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Umferðarlög tóku breytingum um síðustu áramót þar sem segir að umferðarhraði verði að standa á heilum tug. Nefndin tók þá ákvörðun að leggja til við Vegagerðina að hámarkshraði á þjóðvegi í þéttbýli verði 40 km/klst. Samhliða þeirri ákvörðun var ákveðið að gert yrði deiliskipulag af þjóðveginum í þéttbýli í samstarfi við Vegagerðina með umferðaröryggi og stýringu á umferðarhraða í huga. Nefndin bendir á að við vinnslu deiliskipulags þá gefst íbúum kostur á að gera athugasemdir og koma með ábendingar. Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Nefndin leggur til við bæjarráð að sá hluti lóðarinnar sem liggur vestan við Ólafsfjarðarveg verði yfirtekinn í samræmi við 8. gr. lóðarleigusamningsins. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Nefndin samþykkir framlögð drög að svörum við athugasemdum og felur tæknideild að svara. Nefndin samþykkir einnig útgáfu byggingarleyfis fyrir viðbyggingunni. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Nefndin gerir ekki athugasemdir. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Nefndin tekjur jákvætt í hugmyndina og leggur til við bæjarráð að verkefnið verði sett á fjárhagsáætlun 2021. Bókun fundar Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Jón Valgeir Baldursson.

    Bæjarstjórn leggur til að skoðaðar verði fleiri útfærslur af bryggju til dæmis flotbryggja, samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Deildarstjóri tæknideildar fór stöðu málsins. Nefndin leggur til að farið verði í frágang á þeim hluta svæðisins sem búið er að fullnýta. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26. ágúst 2020 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

10.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020

Málsnúmer 2008007FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020 Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir rekstrarreikning hafna fyrstu sjö mánuði yfirstandandi árs. Tekjur hafna eru 11,4% yfir áætlun en 12,3% undir samtímatölum fyrra árs, inni í tekjum eru tjónabætur vegna ofviðris síðastliðið haust. Launakostnaður er 11,2% yfir áætlun en 15,5% undir samtímatölum fyrra árs. Rekstrargjöld alls eru 9,4% undir áætlun og 12% undir samtímagjöldum fyrra árs. Rekstrarniðurstaða fyrstu sjö mánuði ársins er jákvæð um tæpar 11 milljónir. Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar hafnarstjórnar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.2 2004048 Aflatölur 2020
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020 Hafnarstjóri lagði fram og kynnti aflatölur til og með 27. ágúst með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði hefur verið landað 10.713 tonnum í 1.313 löndunun en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 12.261 tonnum í 1.255 löndunum. Á Ólafsfirði hefur verið landað 310 tonnum í 222 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 276 tonnum í 311 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar hafnarstjórnar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020 Hafnarstjóri lagði fyrir fundinn gögn um landaðan afla á Ólafsfirði, ljóst er að landaður afli á Ólafsfirði er til þess að gera lítill og mikill kostnaður því fylgjandi að hafa hafnarvog mannaða á milli 08 til 17 á virkum dögum.

    Hafnarstjórn samþykkir að breyta opnunartíma Fjallabyggðarhafna með þeim hætti að hafnarvog á Ólafsfirði verði einungis opin samkvæmt samkomulagi. Hafnarstjóra falið að uppfæra hlutaðeigandi texta í gjaldskrá og birta tilkynningu um breyttan opnunartíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar hafnarstjórnar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020 Hafnarstjóri lagði fram tillögu þess efnis að ráðinn verði yfirhafnarvörður tímabundið vegna forfalla yfirhafnarvarðar.

    Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að auglýsa starf yfirhafnarvarðar laust til umsóknar, um er að ræða tímabundna ráðningu. Einnig felur hafnarstjórn hafnarstjóra að vinna starfslýsingu vegna starfsins og leggja fyrir hafnarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar hafnarstjórnar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020 Hafnarstjóri leggur til að núverandi tímabundin ráðning hafnarvarðar verði framlengd ótímabundið.

    Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu og felur hafnarstjóra að ganga frá málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar hafnarstjórnar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020 Hafnarstjóri fór yfir stöðu skipulagsmála á höfnum og þörf á framtíðarstefnumótun hafna Fjallabyggðar.

    Ákveðið hefur verið að vinna deiliskipulag á hafnarsvæðinu á Ólafsfirði, hafnarstjóra falið að hefja undirbúning að deiliskipulagsvinnu á hafnarsvæðinu á Siglufirði. Deiliskipulagsvinna beggja hafnarsvæða skal taka mið af núverandi starfsemi hafna sem og þróunarmöguleikum í takt við breytta tíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar hafnarstjórnar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020 Umræður um núverandi fyrirkomulag rekstrar, skipulag starfsemi og framtíð hafnarsvæðanna.

    Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að gera tillögu að fyrirkomulagi úttektar á rekstri og starfsemi hafna Fjallabyggðar. Einnig felur hafnarstjórn hafnarstjóra að gera tillögu að fyrirkomulagi stefnumótunar hafna til lengri og skemmri tíma, sú stefnumótun skal unnin í samhengi við rekstrarúttekt og fyrirhugaða skipulagsvinnu hafnarsvæða. Umræddar tillögur skulu liggja til grundvallar fjárhagsáætlunargerðar vegna komandi árs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar hafnarstjórnar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020 Fyrir fundin er lögð umsögn deildarstjóra tæknideildar og teikning af gámavelli við öldubrjót nyrst á hafnarsvæði á Siglufirði. Lagt er til að tæknideild verði falin umsjón með útgáfu stöðuleyfa fyrir gáma á umræddu svæði sem og innheimta þjónustugjalda fyrir útgáfu leyfa. Hafnarstjórn mun áfram sjá um útgáfu leyfa á öðrum svæðum hafnar.

    Hafnarstjórn samþykkir að umrætt svæði verði gámageymslusvæði og felur tæknideild umsjá þess, úthlutun stöðuleyfa og innheimtu þjónustugjalda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar hafnarstjórnar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020 Fram er lagt til kynningar bréf Umhverfisstofnunar dags. 29. júní 2020. Með bréfinu er höfnum Fjallabyggðar tilkynnt samþykki Umhverfisstofnunar á viðbragsáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarsvæðis, sbr. 11 gr. reglugerðar 1010/2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar hafnarstjórnar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020 Fram er lagður til kynningar ársreikningur Hafnarsambands Íslands.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar hafnarstjórnar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020 Fyrir fundinn er lagður tölvupóstur frá Hafnarsambandi Íslands dags. 24. ágúst. Með póstinum er hafnarstjórn tilkynnt um frestun hafnarsambandsþings sem fara átti fram 24.-25. september nk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um nýja dagsetningu en von er á tilkynningu þar um í september.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar hafnarstjórnar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.12 2001048 Tjón á höfn
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020 Fyrir fundinn eru lögð til kynningar tvö bréf Náttúruhamfaratryggingar Íslands dags. 26. júní vegna tjóna sem urðu í aftakaveðri þann 10. desember sl. Með framlögðum bréfum tilkynnist sú ákvörðun Náttúruhamfaratryggingar Íslands að bæta tjón annarsvegar að fjárhæð 1,5 mkr. og hins vegar að fjárhæð 6,4 mkr. Frá bótum dregst eigináhætta 1 mkr. pr. tjón, til greiðslu samtals er því 5,9 mkr. Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar hafnarstjórnar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. ágúst 2020 Fyrir fundinn eru lagðar til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnarsambands Íslands, um er að ræða fundi nr. 423 og 424.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar hafnarstjórnar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020

Málsnúmer 2009001FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020 Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Fjallabyggðar og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um læknaþjónustu. Samningur þessi er tekur við eldri samningi frá árinu 2010. Stjórn Hornbrekku samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020 Lagaðar fram til kynningar leiðbeiningar til starfsmanna og hjúkrunarheimila frá embætti landlæknis um sýkingar af völdum kórónuveiru (Covid-19), dags. 6. ágúst 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020 Hjúkrunarforstjóri lagði fram reglur um heimsóknir gesta á Hornbrekku sem tóku gildi 27. ágúst sl. Í reglunum kemur fram að eingöngu nánustu aðstandendur mega koma í heimsókn og almenna reglan er að einn gestur komi í heimsókn í einu. Stjórnendur meta aðstæður og geta leyft 2 gestum að hámarki að koma inn á sama tíma á meðan að hættustig almannavarna er í gildi. Nánustu ættingjar hafa kost á að skipta með sér heimsóknum um viku tíma. Heimsóknargestir verða að fara eftir ítrustu leiðbeiningum um sóttvarnir í samfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020 Undir þessum lið fundargerðarinnar ræddi hjúkrunarforstjóri starfsmannamál Hornbrekku og stofnsamning við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í söfnunarátaki sem hrint var af stað fyrir Hornbrekku söfnuðu einstaklingar og félagasamtök og fyrirtæki alls kr. 1.610.760. Fyrir söfnunarféð voru fest kaup á átta Samsung spjaldtölvum, CC SAM pro loftdýnu, MOTO med æfingahjól, bingóvél og bingóspjöld. Fyrir hönd Hornbrekku þakkar hjúkrunarforstjóri sem og stjórn Hornbrekku, öllum þeim sem lögðu til við þessa söfnun, það sem keypt hefur verið mun nýtast íbúum mjög vel. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020 Deildarstjóri félagsmáladeildar og hjúkrunarforstjóri gerðu grein fyrir framvindu verkefnis um mat á framtíðarþörf fyrir fjölda hjúkrunarrýma í Hornbrekku og að mat þörf á stækkun Hornbrekku. Áfangaskýrsla verður lögð fyrir næsta fund stjórnar.
    Bókun fundar
    Afgreiðsla 21. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020 Hjúkrunarforstjóri lagði fram teikningar að breytingum á setustofu Hornbrekku (Norðurstofu). Ákveðið hefur verið að setja þar upp tvö lítil skrifstofurými. Auk þess verður haldið áfram við endurnýjun á fataskápum og gólfefnum. Hjúkrunarforstjóri upplýsti að verið að leggja loka hönd á uppsetningu á nýju sjúkrakallkerfi og einnig ljósleiðaratenginu í herbergi og íbúðir heimilismanna. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

12.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 1911005Vakta málsnúmer

Lögð fram breyting á gjaldskrá Fjallabyggðahafna, varðandi opnunartíma.

Bæjarráð samþykkir með 7 atkvæðum að uppfæra 21. grein gjaldskrár Fjallabyggðahafna.

13.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

a) Breyting á nefndarskipan hjá I-lista.

Í félagsmálanefnd verður Sæbjörg Ágústsdóttir formaður í stað Ólínu Ýrar Jóakimsdóttur. Ólína Ýr Jóakimsdóttir verður varamaður í stað Sæbjargar Ágústsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

b) Bæjarstjóri tekur sæti í stjórnum Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar og Síldarminjasafns Íslands ses. fyrir hönd Fjallabyggðar.
Í stjórn Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar verður Elías Pétursson aðalmaður í stað Guðrúnar Lindu Rafnsdóttir.
Í stjórn Síldarminjasafns Íslands ses verður Elías Pétursson aðalmaður í stað Ólafs Stefánssonar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:35.