Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 19. ágúst 2020

Málsnúmer 2008005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 191. fundur - 09.09.2020

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 19. ágúst 2020 Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu mála hvað varðar hátíðir í Fjallabyggð þetta árið. Vegna Covid-19 var hátíðarhöldum á 17. júní frestað, einnig Trilludögum sem vera áttu síðustu helgina í júlí. Þá frestaði Sjómannadagsráð hátíðarhöldum vegna sjómannadags til næsta árs og Þjóðlagahátíð féll niður þetta sumarið einnig. Sápuboltamót var haldið með breyttu sniði og tók mið að þeim sóttvarnartakmörkunum sem í gildi voru. Berjadagar sem halda átti um verslunarmannahelgina voru á áætlun þar til í síðustu vikunni í júlí en vegna hertra sóttvarnareglna þurfti að aflýsa þeim á síðustu stundu. Á þeim tímapunkti var búið að undirbúa hátíðina, leggja í kostnað vegna skipulags og auglýsinga og var bráðabirgðauppgjör og greinargerð lögð fyrir fundinn. Afmælishátíð vegna 75 ára afmælis Ólafsfjarðarkaupstaðar, sem halda átti um verslunarmannahelgi, var einnig frestað um óákveðinn tíma. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 19. ágúst 2020 Fyrir liggur að ljúka endurskoðun á Menningarstefnu Fjallabyggðar. Nefndarmenn ákváðu næstu skref í vinnunni. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum