-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lögð fram drög að samningi um greiðslur til fósturforeldra vegna skólaaksturs veturinn 2020-2021.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lögð fram drög að samningi um leigu húsnæðis að Lækjargötu 8, Siglufirði fyrir félagsmiðstöðina Neon.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson.
Lagt fram erindi Ásgeirs Loga Ásgeirssonar f.h. Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf., dags. 14.08.2020 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samkomulagi við sveitarfélagið um helgun á landsvæði í Ólafsfirði skv. erindi félagsins frá 31.03.2018. Óskað er eftir samkomulagi til fimm ára, á meðan verið er að vinna að undirbúningi á mögulegri atvinnustarfsemi á svæðinu á vegum félagsins. Einnig óska fulltrúar félagsins eftir því að koma á fund bæjarráðs til þess að kynna þá vinnu sem nú fer fram á vegum félagsins.
Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn félagsins á næsta fund ráðsins og mun í framhaldi taka afstöðu til endurnýjunar á samkomulagi.
Bókun fundar
Jón Valgeir Baldursson og Tómas Atli Einarsson véku undir þessum lið af fundi.
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lagt fram til kynningar yfirlit og áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir minnkað starfshlutfall og atvinnuleysi fyrir allt landið frá mars til 15. ágúst 2020. Í Fjallabyggð var hlutfall skráðra í minnkuðu starfshlutfalli í júlí 15%. Áætlun fyrir ágúst gerir ráð fyrir sama hlutfalli þ.e. 15%. Hlutfall skráðra á atvinnuleysisskrá í Fjallabyggð í júlí var 5%, áætlun fyrir ágúst gerir ráð fyrir að hlutfall atvinnulausra verði 4%.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lagt fram til kynningar erindi Birgis Tjörva Péturssonar og Guðmundar Kristjáns Jónssonar fh. Selvíkur ehf., dags. 19.08.2020 um árangurslausar viðræður á grundvelli fimm liða samkomulags Selvíkur ehf. og Fjallabyggðar.
Einnig lagt fram svarbréf bæjarstjórnar Fjallabyggðar, dags 28.07.2020 er varðar afstöðu Fjallabyggðar varðandi tillögu Rauðku ehf. (Selvíkur ehf.) , dags. 16.07.2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lagt fram erindi Jóhanns Karls Sigurðssonar og Braga V. Bergmanns fh. fyrrum starfsmanna blaðsins Dags á Akureyri, dags. 20.08.2020 þar sem óskað er eftir stuðningi vegna ritunar og útgáfu bókar um „Sögu Dags á Akureyri 1918-1996“. Áætlað er að bókin komi út haustið 2021.
Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lagt fram erindi Gunnsteins Ólafssonar fh. Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, dags. 18.08.2020 ásamt reikningi. Þar sem þess er óskað að bæjarráð Fjallabyggðar greiði Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, sem fara átti fram dagana 1.-5. júlí 2020, styrk að upphæð kr. 800.000 vegna launa framkvæmdastjóra og grafískrar hönnunar vefs og prentaðrar dagskrár sem fer í prentun á næsta ári.
Einnig lagt fram erindi formanns félagsins frá 25.05.2020 og bókun bæjarráðs við erindinu dags. 16.06.2020
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir á að þegar hefur verið greiddur styrkur til félagsins að upphæð kr. 414.000 skv. ákvörðun bæjarráðs frá 16.06.2020 vegna rekstrarerfiðleika á tímum Covid-19 til viðbótar við rekstrarstyrk.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lagt fram erindi Kristjáns Ragnars Ásgeirssonar fh. Brimnes Hótel ehf., dags. 21.08.2020 þar sem óskað er eftir 70% afslætti af fasteignagjöldum félagsins 2020 vegna rekstrarerfiðleika á tímum Covid-19.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 24.08.2020 er varðar athugasemdir við samninga sveitarfélagsins sem varða samvinnu við önnur sveitarfélög ásamt leiðbeiningum vegna samvinnu sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lagt fram til kynningar erindi Rósu Jónsdóttur fh. Golfklúbbs Fjallabyggðar, dags. 24.08.2020 er varðar þakkir til sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lögð fram til kynningar skýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar 2009-2017. Skýrsluna er að finna á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lögð fram til kynningar úttekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á tæknilegum innviðum sveitarfélaga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lagðar fram til kynningar stöðuskýrslur uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála frá 3. júní sl., 16. júní sl., 3. júlí sl., og 27. ágúst sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra frá 12. ágúst sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 1. september 2020
Lagðar fram til kynningar fundargerðir;
66. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 19. ágúst sl.
88. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 17. ágúst sl.
257. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 26. ágúst sl.
114. fundar Hafnarstjórnar frá 31. ágúst sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 665. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum