Hafnarstjórn Fjallabyggðar

114. fundur 31. ágúst 2020 kl. 17:00 - 17:55 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, I lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Rekstraryfirlit - 2020

Málsnúmer 2003072Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir rekstrarreikning hafna fyrstu sjö mánuði yfirstandandi árs. Tekjur hafna eru 11,4% yfir áætlun en 12,3% undir samtímatölum fyrra árs, inni í tekjum eru tjónabætur vegna ofviðris síðastliðið haust. Launakostnaður er 11,2% yfir áætlun en 15,5% undir samtímatölum fyrra árs. Rekstrargjöld alls eru 9,4% undir áætlun og 12% undir samtímagjöldum fyrra árs. Rekstrarniðurstaða fyrstu sjö mánuði ársins er jákvæð um tæpar 11 milljónir.

2.Aflatölur 2020

Málsnúmer 2004048Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og kynnti aflatölur til og með 27. ágúst með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði hefur verið landað 10.713 tonnum í 1.313 löndunun en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 12.261 tonnum í 1.255 löndunum. Á Ólafsfirði hefur verið landað 310 tonnum í 222 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 276 tonnum í 311 löndunum.

3.Opnunartími Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 1902010Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fyrir fundinn gögn um landaðan afla á Ólafsfirði, ljóst er að landaður afli á Ólafsfirði er til þess að gera lítill og mikill kostnaður því fylgjandi að hafa hafnarvog mannaða á milli 08 til 17 á virkum dögum.

Hafnarstjórn samþykkir að breyta opnunartíma Fjallabyggðarhafna með þeim hætti að hafnarvog á Ólafsfirði verði einungis opin samkvæmt samkomulagi. Hafnarstjóra falið að uppfæra hlutaðeigandi texta í gjaldskrá og birta tilkynningu um breyttan opnunartíma.

4.Tímabundin ráðning yfirhafnarvarðar

Málsnúmer 2008047Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram tillögu þess efnis að ráðinn verði yfirhafnarvörður tímabundið vegna forfalla yfirhafnarvarðar.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að auglýsa starf yfirhafnarvarðar laust til umsóknar, um er að ræða tímabundna ráðningu. Einnig felur hafnarstjórn hafnarstjóra að vinna starfslýsingu vegna starfsins og leggja fyrir hafnarstjórn.

5.Ráðning hafnarvarðar

Málsnúmer 2008048Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri leggur til að núverandi tímabundin ráðning hafnarvarðar verði framlengd ótímabundið.

Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu og felur hafnarstjóra að ganga frá málinu.

6.Skipulag Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 2008049Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir stöðu skipulagsmála á höfnum og þörf á framtíðarstefnumótun hafna Fjallabyggðar.

Ákveðið hefur verið að vinna deiliskipulag á hafnarsvæðinu á Ólafsfirði, hafnarstjóra falið að hefja undirbúning að deiliskipulagsvinnu á hafnarsvæðinu á Siglufirði. Deiliskipulagsvinna beggja hafnarsvæða skal taka mið af núverandi starfsemi hafna sem og þróunarmöguleikum í takt við breytta tíma.

7.Framtíðarskipan Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 2008050Vakta málsnúmer

Umræður um núverandi fyrirkomulag rekstrar, skipulag starfsemi og framtíð hafnarsvæðanna.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að gera tillögu að fyrirkomulagi úttektar á rekstri og starfsemi hafna Fjallabyggðar. Einnig felur hafnarstjórn hafnarstjóra að gera tillögu að fyrirkomulagi stefnumótunar hafna til lengri og skemmri tíma, sú stefnumótun skal unnin í samhengi við rekstrarúttekt og fyrirhugaða skipulagsvinnu hafnarsvæða. Umræddar tillögur skulu liggja til grundvallar fjárhagsáætlunargerðar vegna komandi árs.

8.Gámageymslusvæði við öldubrjót, Siglufirði

Málsnúmer 2008057Vakta málsnúmer

Fyrir fundin er lögð umsögn deildarstjóra tæknideildar og teikning af gámavelli við öldubrjót nyrst á hafnarsvæði á Siglufirði. Lagt er til að tæknideild verði falin umsjón með útgáfu stöðuleyfa fyrir gáma á umræddu svæði sem og innheimta þjónustugjalda fyrir útgáfu leyfa. Hafnarstjórn mun áfram sjá um útgáfu leyfa á öðrum svæðum hafnar.

Hafnarstjórn samþykkir að umrætt svæði verði gámageymslusvæði og felur tæknideild umsjá þess, úthlutun stöðuleyfa og innheimtu þjónustugjalda.

9.Viðbragðsáætlun Fjallabyggðahafna - 2020

Málsnúmer 2001086Vakta málsnúmer

Fram er lagt til kynningar bréf Umhverfisstofnunar dags. 29. júní 2020. Með bréfinu er höfnum Fjallabyggðar tilkynnt samþykki Umhverfisstofnunar á viðbragsáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarsvæðis, sbr. 11 gr. reglugerðar 1010/2012.

10.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2019

Málsnúmer 2005052Vakta málsnúmer

Fram er lagður til kynningar ársreikningur Hafnarsambands Íslands.

11.Hafnasambandsþing 2020

Málsnúmer 2007012Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn er lagður tölvupóstur frá Hafnarsambandi Íslands dags. 24. ágúst. Með póstinum er hafnarstjórn tilkynnt um frestun hafnarsambandsþings sem fara átti fram 24.-25. september nk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um nýja dagsetningu en von er á tilkynningu þar um í september.

12.Tjón á höfn

Málsnúmer 2001048Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn eru lögð til kynningar tvö bréf Náttúruhamfaratryggingar Íslands dags. 26. júní vegna tjóna sem urðu í aftakaveðri þann 10. desember sl. Með framlögðum bréfum tilkynnist sú ákvörðun Náttúruhamfaratryggingar Íslands að bæta tjón annarsvegar að fjárhæð 1,5 mkr. og hins vegar að fjárhæð 6,4 mkr. Frá bótum dregst eigináhætta 1 mkr. pr. tjón, til greiðslu samtals er því 5,9 mkr.

13.Fundargerdir Hafnasambands Íslands 2020

Málsnúmer 2001068Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn eru lagðar til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnarsambands Íslands, um er að ræða fundi nr. 423 og 424.

Fundi slitið - kl. 17:55.