Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020
Málsnúmer 2009004F
Vakta málsnúmer
.1
2008010
Skólaárið 2020-2021, skólastarf grunnskólans
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020
Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara.
Skólastjóri kynnti fyrir fundarmönnum skipulag sem tekur við þegar skólarúta getur ekki ekið vegna ófærðar eða óveðurs. Einnig fór skólastjóri yfir mismunandi skipulag m.t.t. sóttvarnareglna, þ.e.a.s. hvaða skipulag tekur við ef heilbrigðisráðherra herðir reglur um sóttvarnir eða samkomur.
Bókun fundar
Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 89. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.2
2004071
Vinnuskóli 2020
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður vinnuskólans. Hann fór yfir starfið í sumar. Mjög góð aðsókn var í vinnuskólann. Smíðaskólinn gekk vel og var vel sóttur. Fræðslu- og frístundanefnd vill þakka vinnuskólanum vel unnin störf.
Bókun fundar
Afgreiðsla 89. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
.3
2006011
Staða leikskólans eftir lög um eitt leyfisbréf kennara
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans. Á 87. fundi fræðslu- og frístundanefndar var skólastjóra leikskólans og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að vinna umsögn með hugmyndum að hugsanlegum leiðum til úrbóta vegna þeirrar stöðu sem leikskólinn er í eftir lög um eitt leyfisbréf kennara. Í ljós hefur komið að áhyggjur af tilfærslu kennara milli skólastiga í kjölfar laga um eitt leyfisbréf eru á rökum reistar og finnur leikskólastigið fyrir því. Fyrir liggur vinnuskjal leikskólastjóra og deildarstjóra sem lagt var fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að horft verði til þessa vinnuskjals við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2021.
Bókun fundar
Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Særún Hlín Laufeyjardóttir.
Afgreiðsla 89. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
.4
2009016
Sumarlokun Leikskóla Fjallabyggðar
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans.
Á fundi nefndarinnar 25.5.2020 var ákveðið að gefa til reynslu undanþágu frá þeirri meginreglu að taka fjórðu sumarleyfisviku leikskólabarna síðustu viku fyrir sumarlokun eða fyrstu viku á eftir. Leikskólastjóri hefur tekið saman vinnuskjal um reynslu leikskólans af þessari undanþágu. Niðurstaðan er sú að reynslan af sveigjanlegri fjórðu viku er ekki góð þar sem erfitt reyndist að fá foreldra til að ákveða frítöku og standa við hana. Erfitt reyndist að samræma frítöku starfsmanna og leikskólabarna.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 89. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.5
1910006
Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til fræðslurmála
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020
Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir gildandi reglur um úthlutun styrkja til fræðslumála. Nefndin mælir með að reglurnar verði óbreyttar fyrir árið 2021.
Bókun fundar
Afgreiðsla 89. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
.6
2002065
Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 7. september 2020
Fræðslu- og frístundanefnd hefur ákveðið að sækja um þátttöku í verkefninu Barnvæn samfélög sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Nú þegar hafa mörg sveitarfélög á Íslandi hafið innleiðingu eða eru í umsóknarferli. Búið er að fullbóka þátttöku þessa árs og næsta. Þátttaka Fjallabyggðar kæmi til á árinu 2022. Sveitarfélög greiða kr. 500.000 skráningargjald fyrir aðild að verkefninu en Félagsmálaráðuneytið greiðir kostnað vegna námskeiða og ráðgjafar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 89. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum