Bæjarráð Fjallabyggðar

664. fundur 18. ágúst 2020 kl. 08:15 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Elías Pétursson bæjarstjóri

1.Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar og framkvæmdaáætlun 2020-2024

Málsnúmer 1908045Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun Fjallabyggðar og framkvæmdaáætlun 2020-2024

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra félagsþjónustu að senda Jafnréttisstefnu og framkvæmdaáætlun 2020-2024 til Jafnréttisstofu.

2.Launayfirlit tímabils - 2020

Málsnúmer 2002025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til júlí 2020.

3.Fótboltagolfvöllur

Málsnúmer 2008004Vakta málsnúmer

Á 633. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Kristjáns Haukssonar, dags. 07.08.2020 þar sem óskað var eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir því að setja niður 6-7 holu fótboltagolfvöll á túni við Tjarnarstíg og inn á íþróttasvæði KF og hluta lóðar MTR, að höfðu samráði við stjórn KF og skólameistara MTR. Eða á svæðið norðan Ólafsvegar „Frímerki“.

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dags. 17.08.2020.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild fyrir fótboltagolfvelli á túni við Tjarnarstíg og á íþróttasvæði KF að höfðu samráði við deildarstjóra tæknideildar og KF.

4.Fráveita Siglufirði, Hvanneyrarkrókur

Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 2. verkfundargerð Eflu Verkfræðistofu vegna verksins „Fráveita Siglufirði, Hvanneyrarkrókur“ frá 8. ágúst sl.

5.Lóð Leikskóla Fjallabyggðar Leikhólar

Málsnúmer 2001100Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 6. verkfundargerð Eflu Verkfræðistofu vegna verksins „Leikskóli Ólafsfjarðar - endurgerð skólalóðar“ frá 06.ágúst sl.

6.Samningur við Skógræktarfélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1905014Vakta málsnúmer


Lögð fram drög að samningi um ræktun landgræðsluskóga við Skógræktarfélag Ólafsfjarðar og Skógræktarfélag Íslands ásamt hnitum.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samningin fyrir hönd sveitarfélagsins og vísar honum til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.

7.Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar 22. ágúst 2020

Málsnúmer 2008008Vakta málsnúmer


Lagt fram erindi stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 11.08.2020 þar sem fram kemur að aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar verður haldinn að Brimvöllum 2, Ólafsfirði, laugardaginn 22.08 nk. kl 17:00.

Bæjarstjóri mætir á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

8.Hólsá og Leyningsá - Veiðistjórn og veiðivernd

Málsnúmer 2007044Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Leyningsás ses frá 20.05.2017, Hólsá og Leyningsá - Veiðistjórnun og veiðivernd, umsögn bæjarstjóra frá 19.06.2017 ásamt bréfi til Fiskistofu frá 14.12.2017 með samþykktum frá 504. og 506. fundi bæjarráðs og samþykktar 148. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir umsögn frá Stangveiðifélagi Siglufjarðar og Valló ehf sem sáu um eftirlit með veiðistjórn og veiðivernd í Hólsá og Leyningsá frá samþykkt þar um sem gilti til þriggja ára.

9.Erindi frá Golfklúbbi Fjallabyggðar v. Íslandsmóts golfklúbba, sveitakeppni.

Málsnúmer 2008021Vakta málsnúmer


Lagt fram erindi Golfklúbbs Fjallabyggðar, dags. 16.08.2020 þar sem óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af Tjarnarborg dagana 21. og 22. ágúst nk. í tengslum við Íslandsmót golfklúbba í 3. deild karla en vegna sóttvarna í tengslum við Covid-19, tveggja metra reglu, reynist ekki unnt að nýta golfskála undir hádegisverð fyrir þátttakendur eins og áætlað var.

Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 17.08.2020.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Golfklúbb Fjallabyggðar um leigu á stórum sal í Tjarnarborg. Styrkur kr. 84.040 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar verður bókaður á lykil 06810-9291 og færður sem styrkur á Golfklúbb Fjallabyggðar. Fyrir önnur afnot af Menningarhúsinu Tjarnarborg greiðir Golfklúbbur Fjallabyggðar samkvæmt gjaldskrá.

10.Færsla á grindarhliði

Málsnúmer 2008022Vakta málsnúmer


Lagt fram erindi Gunnars L. Jóhannssonar, Tómasar A. Einarssonar og Þórðar Guðmundssonar, eigenda jarðanna Hlíðar, Tröllakots og Burstabrekku norðan Burstabrekkuár, dags. 14.08.2020 þar sem óskað er eftir því að grindarhlið sem Vegagerðin var búin að samþykkja að fært yrði frá frá Hornbrekku að Hlíðarlæk verði staðsett sunnan Burstabrekkuár.

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dags. 17.08.2020.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram í samráði við Vegagerðina sem fer með framkvæmdina. Samþykki Vegagerðin framkvæmdina felur Bæjarráð deildarstjóra tæknideildar að vinna drög að samkomulagi við jarðeigendur er varðar að sleppa sauðfé ofan og sunnan bæjargirðingar og skuldbindingu þess efnis að eigendur jarða og lögbýla viðhaldi girðingum á jörðum og lögbýlum þannig að sauðfé gangi ekki laust innan bæjargirðingar

Fundi slitið - kl. 08:45.