Færsla á grindarhliði

Málsnúmer 2008022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18.08.2020


Lagt fram erindi Gunnars L. Jóhannssonar, Tómasar A. Einarssonar og Þórðar Guðmundssonar, eigenda jarðanna Hlíðar, Tröllakots og Burstabrekku norðan Burstabrekkuár, dags. 14.08.2020 þar sem óskað er eftir því að grindarhlið sem Vegagerðin var búin að samþykkja að fært yrði frá frá Hornbrekku að Hlíðarlæk verði staðsett sunnan Burstabrekkuár.

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dags. 17.08.2020.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram í samráði við Vegagerðina sem fer með framkvæmdina. Samþykki Vegagerðin framkvæmdina felur Bæjarráð deildarstjóra tæknideildar að vinna drög að samkomulagi við jarðeigendur er varðar að sleppa sauðfé ofan og sunnan bæjargirðingar og skuldbindingu þess efnis að eigendur jarða og lögbýla viðhaldi girðingum á jörðum og lögbýlum þannig að sauðfé gangi ekki laust innan bæjargirðingar