Erindi frá Golfklúbbi Fjallabyggðar v. Íslandsmóts golfklúbba, sveitakeppni.

Málsnúmer 2008021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18.08.2020


Lagt fram erindi Golfklúbbs Fjallabyggðar, dags. 16.08.2020 þar sem óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af Tjarnarborg dagana 21. og 22. ágúst nk. í tengslum við Íslandsmót golfklúbba í 3. deild karla en vegna sóttvarna í tengslum við Covid-19, tveggja metra reglu, reynist ekki unnt að nýta golfskála undir hádegisverð fyrir þátttakendur eins og áætlað var.

Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 17.08.2020.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Golfklúbb Fjallabyggðar um leigu á stórum sal í Tjarnarborg. Styrkur kr. 84.040 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar verður bókaður á lykil 06810-9291 og færður sem styrkur á Golfklúbb Fjallabyggðar. Fyrir önnur afnot af Menningarhúsinu Tjarnarborg greiðir Golfklúbbur Fjallabyggðar samkvæmt gjaldskrá.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 01.09.2020

Lagt fram til kynningar erindi Rósu Jónsdóttur fh. Golfklúbbs Fjallabyggðar, dags. 24.08.2020 er varðar þakkir til sveitarfélagsins.