Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020
Málsnúmer 2008002F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020
Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til júlí. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 101.437.349. eða 97,93% af tímabilsáætlun.
Bókun fundar
Afgreiðsla 663. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020
Lagt fram til kynningar vinnuskjal vegna viðauka 1 til 23 við fjárhagsáætlun 2020. Heildar áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2020 er kr. 81.187.984 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuskjal við viðauka 1 til 23 við fjárhagsáætlun 2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 663. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020
Á fund bæjarráðs mætti stjórn félags eldri borgara í Ólafsfirði, Svava Jóhannsdóttir, Einar Þórarinsson og Ásdís Pálmadóttir til að ræða málefni húss eldri borgara í Ólafsfirði.
Bókun fundar
Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Elías Pétursson.
Afgreiðsla 663. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020
Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 29. júlí 2020 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna umsóknar Idu M Semey, fh. Kaffi Klöru, kt. 631293-2984, Strandgötu 2, Ólafsfirði um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum. Flokkur II - Gististaður án veitinga.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 663. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020
Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar, dags. 07.08.2020 þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir því að setja niður 6-7 holu fótboltagolfvöll á túni við Tjarnarstíg og inn á íþróttasvæði KF og hluta lóðar MTR, að höfðu samráði við stjórn KF og skólameistara MTR. Eða á svæðið norðan Ólafsvegar „Frímerkið“.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi staðsetningu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 663. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11. ágúst 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð 37. fundar Undirkjörstjórnar í Ólafsfirði frá 26. júní sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 663. fundar bæjarráðs staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.