Bæjarstjórn Fjallabyggðar

173. fundur 12. apríl 2019 kl. 15:00 - 16:45 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019

Málsnúmer 1903007FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Á fund bæjarráðs mættu Valþór Stefánsson yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Fjallabyggð ásamt Önnu S. Gilsdóttur hjúkrunarforstjóra til þess að fara yfir tillögur stofnunarinnar varðandi fyrsta viðbragð vegna sjúkraflutninga í Ólafsfirði.

    Í máli forsvarsmanna HSN í Fjallabyggð kom fram mikilvægi þess að vettvangsliðateymi væri til staðar í Ólafsfirði til að sinna fyrstu hjálp og ætlunin sé að HSN komi á fót slíku teymi.

    Bæjarráð tekur undir mikilvægi vettvangsliðateymis en minnir jafnframt á að tilvist viðbragðsteymis í Ólafsfirði er alfarið á ábyrgð HSN.



    Bókun fundar Til máls tók Jón Valgeir Baldursson.

    Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.2 1903033 Launaðar nefndir
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 15.03.2019 þar sem lagt er til að Fjallabyggð greiði fundarmönnum skipuðum af sveitarfélaginu fyrir fundarsetu í Stjórn Síldarminjasafnsins ses, Stjórn Þjóðlagaseturs og Samfélags- og menningarsjóðs Siglufjarðar skv. nefndarlaunum 2019 og gilda um aðrar nefndir og starfshópa.

    Lagt er til að sett verði í viðauka til að mæta þessum launum kr. 185.000.-
    kr. 150.000.- á lykill 1191, við deild 21600
    kr. 35.000.- á lykill 1890, við deild 21600

    Bæjarráð samþykkir að greiða fundarsetu fyrir nefndarmenn í Stjórn Síldarminjasafnsins ses, Stjórn Þjóðlagaseturs og í stjórn Samfélags- og menningarsjóðs Siglufjarðar samkvæmt nefndarlaunum 2019 og samþykkir að vísa nefndarlaunum að upphæð kr. 185.000 í viðauka nr. 4/2019 við fjárhagsáætlun 2019 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 15.03.2019 þar sem óskað er eftir heimild til útboðs á ræstingum í Ráðhúsi Fjallabyggðar, það er 3. hæð og fundaraðstöðu á 2. hæð auk stigagangs.

    Bæjarráð samþykkir að veita heimild til útboðs vegna ræstingar í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.4 1902052 Rarik
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagður fram undirritaður samningur milli Fjallabyggðar og Rarik um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Sveitarfélaginu Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 26.02.2019 að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa vegna erindis Steingríms Kristinssonar, dags. 16.02.2019 er varðar reglur um nöfn höfunda ljósmynda sem birtar eru á vef sveitarfélagsins.

    Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 01.03.2019 þar sem fram kemur að myndefni það sem birt er á heimasíðu Fjallabyggðar er mest allt í eigu Fjallabyggðar og þ.a.l. ekki talin ástæða til að geta höfunda. Í einhverjum tilvikum hafa eigendur myndefnis óskað eftir að þeirra sé ekki getið sem höfundar myndefnis. Einnig hefur Fjallabyggð fengið aðsent myndefni frá opinberum aðilum eða félagasamtökum til að birta með fréttaefni og er það sjaldan sem höfundar slíks myndefnis eru tilgreindir. Ákvæði höfundarréttarlaga og persónuverndarlaga eru ætíð höfð að leiðarljósi við birtingu myndefnis á heimasíðu Fjallabyggðar.

    Markaðs- og menningarfulltrúi tekur á móti ábendingum um allar myndbirtingar sem bæjarbúar og aðrir þekkja sem sína eign eða í eigu annarra og hefur skráð það niður um leið og slíkar ábendingar berast, eytt myndum sé þess óskað og eða merkt þær höfundi í þeim tilfellum þar sem hann er þekktur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Á 595. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Árna Rúnars Örvarssonar, dags. 26.02.2019 er varðar æðardún í landi Fjallabyggðar á Siglufirði.

    Í vinnuskjali deildarstjóra tæknideildar dags. 19.mars 2019 kemur fram að Ólafur Guðmundsson og Pétur Guðmundsson byggðu upp æðavarpið á Vesturtanga á síðastliðnum áratugum.

    Bæjarráð sér ekki ástæðu til að breyta núverandi fyrirkomulagi og hafnar því erindi Árna Rúnars Örvarssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Vinnumálastofnunar, dags. 12.03.2019 þar sem athygli er vakin á þeim möguleika að ríki og sveitarfélög geta ráðið til sín í sumarstörf háskskólamenntað vinnuafl með starfsþjálfunarstyrk sem getur numið hálfum eða heilum atvinnuleysisbótum í allt að 6 mánuði.


    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram erindi frá Frey Gunnlaugssyni fyrir hönd BG nes ehf, dags. 19. mars 2019 þar sem þess er óskað að Fjallabyggð falli frá forkaupsrétti vegna sölu á fiskiskipinu Odds á Nesi ÓF-176, skipaskráningarnúmer 6991.

    Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Oddi á Nesi ÓF-176.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Íbúðalánasjóðs, dags. 13.03.2019 þar sem athygli er vakin á reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðisstofnanir og almennar íbúðir, nr. 555/2016, þar sem m.a. kveðið er á um hækkun á hámarksbyggingarkostnaði almennra íbúða sem skilgreindur er í 12. gr. reglugerðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Eyþings, dags. 08.03.2019 þar sem boðað er til aukaaðalfundar Eyþings þann 3. apríl nk. á Hótel Kea kl. 13.00.

    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Skipulagsstofnunar, dags. 13.03.2019. Skipulagsstofnun hefur hafið vinnu við viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu.
    Samráðsvettvangur um landsskipulagsstefnu er net tengiliða sem hafa áhuga á að fylgjast með mótun og framfylgd landsskipulagsstefnu. Samráðsvettvangurinn er öllum opinn. Skráning fer fram á landsskipulag.is eða með því að senda tölvupóst á landsskipulag@skipulag.is.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram erindi Útlendingastofnunar, dags. 13.03.2019 þar sem verið er að kanna afstöðu bæjarráðs/sveitarstjórnar til þess að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna fjölgunar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þjónustan snýr meðal annars að því að skaffa umsækjendum húsaskjól, fæði og félagslegan stuðning. Horft er til þjónustu við 40-50 einstaklinga en ekki er útilokað að semja um þjónustu við færri séu skilyrði til staðar. Ef áhugi er fyrir hendi óskar Útlendingastofnun eftir svari fyrir næstu mánaðarmót.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðni um þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 14.03.2019 þar sem ráðuneytið vekur athygli sveitarfélaga á áliti umboðsmanns Alþingis frá 26. október sl. í máli nr. 9561/2018, sem birt er á heimasíðu umboðsmanns, https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/6432/skoda/mal/. Í álitinu er m.a. fjallað um heimildir sveitarstjórna til að fela öðrum aðilum innan stjórnkerfis sveitarfélaga ákvörðunarvald um ráðningu starfsmanna, en um þær er fjallað í 56. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir funda stjórnar Flokkunar og aðalfundar Flokkunar sem haldnir voru þann 13. mars sl. Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til umsagnar erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 11.03.2019 er varðar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til umsagnar erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 13.03.2019 frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til umsagnar erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 14.03.2019 frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lögð fram til kynningar 318. fundargerð Stjórnar Eyþings frá 12. mars.sl.

    Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun Stjórnar Eyþings dags. 12.mars sl.:

    Stjórn Eyþings tekur undir þingsályktunartillögu þess efnis að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og er afstaða stjórnarinnar einróma í því að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns jafngóður eða betri kostur verði tilbúinn til notkunar. Þá tekur stjórn Eyþings undir greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni. Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samgöngum íbúa Norðausturlands, þá er tilgangur hluta ferðanna að sækja læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og tengist staðsetning flugvallarins þannig brýnum öryggishagsmunum almennings. Þá gegnir flugvöllurinn einnig lykilhlutverki í tengingu landsbyggðanna við opinbera grunnþjónustu og mikilvægar opinberar stofnanir, sem flestar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    103. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 14. mars sl.
    21. fundar Ungmennaráði Fjallabyggðar frá 13. mars sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019

Málsnúmer 1903008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Forsvarsmenn Golfklúbbs Siglufjarðar, Ingvar Hreinsson, Hanna Björnsdóttir og Jóhann Már Sigurbjörnsson mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir málefni Golfklúbbs Siglufjarðar.



    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Forsvarsmenn hestamannafélagsins Glæsis, Dagbjört Í. Guðmundsdóttir og Herdís Erlendsdóttir mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir málefni Hestamanna varðandi snjómokstur og reiðleiðir.

    Forsvarsmenn hestamannafélagsins Glæsis munu koma með tillögur að reiðleiðum að vetri.



    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Á 586. fundi bæjarráðs þann 20.12.2018 óskaði bæjarráð eftir tillögu bæjarstjóra varðandi erindi Sverris Björnssonar ehf, dags. 10.12.2018 vegna lækkunar eða niðurfellingar á gatnagerðargjöldum á nýbyggingu fyrirtækisins að Vesturtanga 9-11 en lóðinni var úthlutað til fyrirtækisins seint á árinu 2016.

    Í vinnuskjali bæjarstjóra, dags. 15.03.2019 kemur fram að í ljósi þess að í júlí 2018 hafi reglunum um gatnagerðargjöld í Fjallabyggð verið breytt varðandi ákvæði um stöðu lóða við fullbúnar götur og uppbyggingu atvinnulífs.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ná samkomulagi við fyrirtækið Sverrir Björnsson ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 21.03.2019 þar sem óskað er eftir söluheimild vegna íbúðar 201 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að veita söluheimild vegna íbúðar 201 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 21.03.2019 þar sem óskað er eftir söluheimild vegna íbúðar 202 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að veita söluheimild vegna íbúðar 202 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Á 594. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa varðandi erindi Rögnvaldar Guðmundssonar framkvæmdarstjóra RRF, dags. 15. 03.2019 varðandi uppfærslu og viðbót við samantekt sem RRF vann á árinu 2014 fyrir Fjallabyggð um Ferðamenn í Fjallabyggð 2004-2013. Um er að ræða uppfærslu og viðbót vegna áranna 2015-2018.

    Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa dags. 11.03.2019 þar sem talið er afar jákvætt og mikilvægt að Fjallabyggð láti gera rannsóknir á komum og ferðavenjum erlendra sem og innlendra gesta til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Nytsamlegt sé að skoða þá þróun sem átt hefur sér stað á svæðinu í fjölda og samsetningu erlendra gesta á síðustu fimm árum. Það er einnig mat markaðs- og menningarfulltrúa að niðurstöður um komu ferðamanna til Fjallabyggðar muni nýtast m.a. í vinnu við gerð markaðsstefnu fyrir sveitarfélagið og til að setja sér mælanleg markmið til lengri tíma, m.t.t. þess hvort sveitarfélagið er að ná árangri í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu. Engin sambærileg rannsókn hefur verið gerð í Fjallabyggð frá því RRF skilaði síðustu könnun árið 2013.

    Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að gera samkomulag við RRF um greiningu fyrir árin 2016 og 2018. Kostnaður kr. 270.000 rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar á deild 21550 og lykill 4391.
    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Á 596. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dags. 07.03.2019 þar sem óskað var eftir afnotum af æfingasvæði, austan Hólsár til þess að nýta undir æfingaaðstöðu fyrir barna- og unglingastarf.

    Í vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 15.03.2019 kemur fram að ekkert sé því til fyrirstöðu að veita GKS afnot af æfingasvæði við Hól, austan Hólsár og vestan bílastæðis. KF var með afnot af svæðinu en í samningsgerð við KF í upphafi árs 2017 var umhirða og rekstur á þessu umrædda æfingasvæði tekinn út úr rekstrarsamningi við KF þar sem KF hafði ekki þörf fyrir svæðið. Í tengslum við endurnýjun rekstrarsamnings við KF vegna knattspyrnuvalla er umrætt svæði ekki hluti af samningi og hefur formaður KF staðfest að KF nýti ekki svæðið og því ekkert í vegi fyrir að veita GKS afnot af svæðinu.

    Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Siglufjarðar afnot af æfingasvæði við Hól, austan Hólsár og vestan bílastæðis, undir æfingasvæði vegna barna- og unglingastarfs klúbbsins sumarið 2019. Golfklúbbur Siglufjarðar mun hirða svæðið eins og fram kemur í erindi klúbbsins frá 07.03.2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 21.02.2019 varðandi kostnað við mótttöku sveitarfélagsins 2. apríl nk. í tengslum við SNOW 2019, alþjóðlega ofanflóðaráðstefnu sem VÍF stendur fyrir og haldin verður á Siglufirði dagana 3-5 apríl nk. Áætlaður kostnaður við mótttöku er kr. 369.040.

    Bæjarráð samþykkir kostnað, kr. 369.040 við mótttöku vegna alþjóðlegrar Ofanflóðaráðstefnu VÍF, SNOW 2019. Kostnaður verður færður á deild 21510, lykill 4230 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lagt fram erindi Unnar Maríu Máneyjar Bergsveinsdóttur, fh. Húlladúllunnar dags. 16.03.2019 þar sem Fjallabyggð er boðin þátttaka í verkefninu Fjölskyldusirkushelgar í Eyþingi. Helgarnar fela í sér tveggja daga kennslu, alls 12 klukkustundir, þar sem þátttakendur fá að prófa hinar ýmsu sirkuslistir og sirkusáhöld undir leiðsögn tveggja kennara. Markmiðið er að halda kostnaði fyrir þáttakendur í lágmarki og bjóða 2.000 króna skráningargjald fyrir hvern þátttakanda fyrir helgina. Óskað er eftir fríum afnotum af íþróttahúsi eða öðrum hentugum sal til þess að kenna í. Stuðningi sveitarfélagsins, ef af verður, verður getið á væntanlegri vefsíðu verkefnisins og í allri kynningu. Verkefnið Fjölskyldusirkushelgarnar er unnið undir formerkjum heilsueflandi nálgunar og hlaut nýlega styrki frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Norðurorka.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála, dags, 20.03.2019 þar sem fram kemur að óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af íþróttahúsi eina helgi, 6 klst á laugardegi og 6 klst á sunnudegi. Unnur Máney óskar frekar eftir því að vera í íþróttahúsinu í Ólafsfirði og er helgin 4.- 5. maí laus en einnig kemur til greina að halda námskeiðið í september. Kostnaður vegna afnota á íþróttasal í 12 klst er kr. 96.000 og rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2019. Þær klukkustundir sem sirkushátíðin fellur utan opnunartíma sundlaugarinnar þyrfti einn starfsmaður að vera á vakt. Deildarstjóri mælir með að sveitarfélagið styrki viðburðinn þar sem um heilsueflandi viðburð er að ræða sem eykur fjölbreytni og úrval á hreyfingu og frístundir fyrir börn og fullorðna.

    Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið Fjölskyldusirkushelgar í Eyþingi um endurgjaldslaus afnota af íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði og vísar kostnaði kr. 96.000 í viðauka nr. 5/2019 við deild 06810, lykill 9291. Viðaukanum verður mætt með hækkun á tekjum þannig að liður 06510 - 0254 hækki um kr. 96.000.


    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lögð fram skýrsla slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar um brunaæfingu í Múlagöngum þann 24.02.2019 þar sem æfð voru viðbrögð og framkvæmd vegna umferðarslyss. Slökkvilið, sjúkrabílar og lögregla komu að æfingunni. Í skýrslunni er farið yfir framkvæmd æfingarinnar og þau atriði sem þarf að bæta og hafa í huga við umferðarslys í Múlagöngum.

    Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar greinagóða skýrslu og felur bæjarstjóra að senda erindi á Vegamálastjóra varðandi brunavarnamál í jarðgöngum í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lagt fram erindi nemendafélagsins Trölla við Menntaskólann á Tröllaskaga, dags. 18.03.2019 er varðar ósk um styrk í formi rútuferða fram og til baka frá Siglufirði til Ólafsfjarðar vegna áforma um árshátíð nemendafélagsins þann 4. apríl nk.

    Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að kostnaður við ferðirnar er kr. 60.000.

    Bæjarráð samþykkir að styrkja nemendafélagið Trölla um rútuferðir vegna árshátíðar. Kostnaður kr. 60.000 verður tekinn af deild 04420, lykill 4114 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

    Á 576. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf, dags. 10.10.2018 þar sem óskað var eftir viðræðum við bæjarráð um hugsanlega aðkomu bæjarfélagsins í formi styrks/aðstoðar við rannsóknir til undirbúnings atvinnuuppbyggingar í Ólafsfirði. Forsvarsmenn Framfarafélags Ólafsfjarðar mættu á 578. fund bæjarráðs þar sem farið var yfir fyrirhuguð áform um rannsóknir á svæðinu sem félaginu var úthlutað undir atvinnustarfsemi og kostnaðaráætlun vegna áforma um að bora 4 til 5 tilraunaholur til þess að athuga hvort hreinn sjór næðist úr kambinum á svæðinu og ferskt vatn til notkunar við eldi af einhverju tagi á landi.

    Bæjarráð hefur þegar úthlutað félaginu landi undir hugsanlega starfsemi til tveggja ára án nokkurra kvaða og hefur sveitarfélagið einnig látið rennslismæla og efnagreina vatn úr Héðinsfjarðargöngum. Sveitarfélagið mun ekki koma að atvinnuuppbyggingu Framfarafélags Ólafsfjarðar með beinu fjárframlagi en uppfylla, ef til þess kemur, skyldur sveitarfélagsins til þess að atvinnustarfsemi geti farið fram á svæðinu.
    Bókun fundar Undir þessum lið véku Jón Valgeir Baldursson og Tómas Atli Einarsson.

    Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18.03.2019 er varðar áætlun um tekjutap vegna áforma um frystingu framlaga ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2020 og 2021.

    Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að lög um tekjustofna sveitarfélaga kveða á um að framlög ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga reiknist annars vegar sem hlutfall af skatttekjum ríkissjóðs og hins vegar af útsvarstofni sveitarfélaga. Ríkið fjármagnar alfarið útgjaldajöfnunarframlög og framlög vegna sameininga (reglugerð nr. 960/2010) og vegna jöfnunar fasteignaskattstekna (reglugerð nr. 80/2001). Ríkisframlag til málefna fatlaðs fólks er um 1,8 ma.kr. árið 2019 af heildarframlögum um 16,8, eða um 10%. Framlög vegna reksturs grunnskóla eru alfarið greidd af sveitarfélögunum (0,77% af útsvarsstofni) og stærsti hluti af framlögum til málefna fatlaðs fólks er fjármagnaður með sama hætti (0,99% af útsvarsstofni).

    Samkvæmt fjárlögum er áætlað að framlag ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2019 verði 20.567 m.kr. Nú hefur fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnt forsvarsmönnum sambandsins að framlag ríkissjóðs verði hið sama árin 2019 til 2021 og að þannig verði gengið frá í fjármálaáætlun 2020-2024 sem nú er í meðförum Alþingis. Árið 2022 er áformað að framlag ríkissjóðs verði reiknað samkvæmt gildandi lögum.

    Áætlanir hag- og upplýsingasviðs benda til að tekjutap sveitarfélaga verði um 1.179 m.kr. árið 2020 og um 2.106 m.kr. árið 2021 eða samtals 3.285 m.kr.
    Forsendur þessa útreiknings er að skatttekjur og útsvar hækki í takt við spár fjármála- og efnahagsráðuneytis um þróun þessa skatta. Niðurstöður útreikninga sambandsins og starfsmanna jöfnunarsjóðs eru svipaðar. Áætlað er að sambandið verði af tæpum 15 m.kr. árið 2020 vegna frystingar og röskum 30 m.kr. árið 2021. Áætlað tekjutap landshlutasamtakanna verður ívið meira.

    Samkvæmt áætlun mun tekjutap sveitarfélaga á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra áberandi mest en minnst á höfuðborgarsvæðinu. Útgjaldajöfnunarframlög verða fyrst og fremst fyrir barðinu á frystingu ríkisstjórnarinnar.

    Samkvæmt útreikningum lækka ríkisframlög til útgjaldajöfnunar og vegna fasteignaskatts til Fjallabyggðar um. 22,6 mkr. á árinu 2020 og 40,0 mkr. á árinu 2021. Útgjöld vegna málefna fatlaðra til þjónustusvæðis Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar mun samkvæmt útreikningum lækka um 1,9 mkr. á árinu 2020 og 3,7 mkr. á árinu 2021.

    Bæjarráð lýsir andstöðu sinni við þessi áform og gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki haft samráð við sveitarfélögin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19.03.2019 er varðar námskeið um menningarnæmi og færni fyrir starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sem haldið verður dagana 25.-28. mars í Reykjavík, á Akureyri og á Reyðarfirði. Námskeiðinu verður einnig streymt frá Háskólanum á Akureyri. Námskeiðið er bæði ætlað fólki í framlínu þjónustustofnana, svo sem í þjónustuverum sveitarfélaga, og sérfræðingum í nærþjónustu svo sem félagsráðgjöfum og kennurum.

    Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra félagsmáladeildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.15 1903060 Mengurnarvarnir hafna
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar, dags. 19.03.2019 þar sem fram kemur að fyrirtækið Oil Spill Response Limited (OSRL) hafi sl. sumar gert úttekt á mengunaráhættu og mengunarvarnabúnaði nokkurra hafna á Íslandi fyrir Mengunarvarnarráð hafna ásamt öðrum þáttum sem snúa að mengunarvörnum. Í skýrslu OSRL um úttektina voru lagðar fram tillögur til að koma málaflokknum í ásættanlegt horf.

    Áður en viðbragðsgeta og búnaður hafna er ákvarðaður er nauðsynlegt að vinna áhættumat vegna bráðamengunar fyrir hverja höfn. Mengunarvarnarráð hafna hefur því ákveðið að bjóða upp á vinnustofur á fimm stöðum á landinu þar sem hafnarstjórar og hafnarverðir komi saman og geri slíkt áhættumat með aðstoð starfsmanna Umhverfisstofnunar. Starfsmenn Umhverfisstofnunar munu einnig aðstoða hafnir við að gera viðbragðsáætlun en samkvæmt 11. gr. reglugerðar nr. 1010 frá 2012 um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda skal eigandi hafnar gera viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarsvæðis fyrir hverja höfn sem tekur mið af aðstæðum á hverjum stað.

    Námskeið verður haldið á Akureyri 13. maí nk.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Hafnarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lagt fram erindi Jafnréttisstofu, dags. 19.03.2019 þar sem óskað er eftir afhendingu jafnréttis- og framkvæmdaáætlunar sveitarfélagsins fyrir 12. apríl nk. Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skulu sveitarfélög setja sér jafnréttisáætlun til fjögurra ára þar sem m.a. skal koma fram hvernig unnið skuli að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins.
    Um sveitarfélög sem atvinnurekendur gildir einnig 2. mgr. 18. gr. laganna en þar er kveðið á um að fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri skuli setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Fenúr, Fagráði um endurnýtingu/úrgangs dags. 20.03.2019 þar sem fram kemur að áætlað er að halda aðalfund Fenúr og vorráðstefnu 6. maí nk. á Hótel Hamri Borgarfirði kl. 10. Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 18.03.2019 þar sem fram kemur að eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019. Nefndin mun óska eftir yfirliti ársfjórðungslega um stöðu einstakra verkefna, samanlögðum útlögðum kostnaði, gildandi fjárheimild og breytingar á henni á árinu ásamt mati á stöðu verkefnis. Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 22.03.2019 þar sem fram kemur að á 117. fundi félagsmálanefndar hafi nefndin lagt til við bæjarráð að leitað verði til ráðgjafasviðs KPMG um ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar Fjallabyggðar.

    Tilgangur með húsnæðisáætlun Fjallabyggðar er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í sveitarfélaginu, greina framboð og eftirspurn eftir húsnæði og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, til skemmri og lengri tíma.

    Áætlaður kostnaður við ráðgjafavinnu KPMG er um 1,1 mkr.

    Bæjarráð samþykkir að leita til ráðgjafasviðs KPMG um ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar Fjallabyggðar. Kostnaður 1,1 mkr. verður vísað í viðauka nr.6/2019 við fjárhagsáætlun 2019 við deild 61010, og lykill 4391 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð Almannaverndarnefndar Eyjafjarðar, ALMEY frá 20. mars sl. Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lögð fram til kynningar 869. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars sl. Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 117. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 20. mars sl. Bókun fundar Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019

Málsnúmer 1903012FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lögð fram útboðs- verklýsing og tilboðsblað í malbikun í Fjallabyggð 2019 ásamt vinnuskjali deildarstjóra tæknideildar, dags. 26.03.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokaða verðkönnun vegna malbikunar á götum Fjallabyggðar árið 2019.
    Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:
    Malbikun Norðurlands, Malbiku Akureyrar og Colas.

    Bæjarráð samþykkir að veita heimild til þess að halda lokaða verðkönnun í malbikun gatna í Fjallabyggð árið 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.03.2019 þar sem óskað er eftir heimild til þess að halda lokað útboð vegna framkvæmda við 3. áfanga grunnskólalóðarinnar á Siglufirði.
    Eftirfarandi verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkefnið:
    Bás ehf. Sölvi Sölvason, Smári ehf. Árni Helgason ehf. Fjallatak ehf. og Magnús Þorgeirsson.

    Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs í 3. áfanga grunnskólalóðar á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Niðurstaða bókuð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagður fram verktakasamningur Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar við fjármála- og stjórnsýslusvið Dalvíkurbyggðar um framkvæmd og umsjón með launavinnslum og bókhaldi (viðauki 1) samkvæmt samningi um samrekstur tónlistarskólans á Tröllaskaga.
    Einnig lagður fram til kynningar eignalisti Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árin 2016-2019

    Bæjarráð samþykkir verktakasamning (viðauka 1)og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að undirrita samninginn. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við eignalista TÁT 2016-2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 28.03.2019. Alls bárust sex umsóknir um starf rekstrar- og umsjónaraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði. Eftir yfirferð voru þrír aðilar sem höfðu reynslu af rekstri í ferðaþjónustu og/eða umsjón tjaldsvæða boðaðir í viðtal;
    Ida M. Semey fyrir hönd Kaffi Klöru ehf.
    Sunna Björg Valsdóttir
    Sæmundur Gunnar Ámundason

    Að mati deildarstjóra og markaðs- og menningarfulltrúa sem fóru yfir umsóknir og tóku viðtöl er sú reynsla og þekking sem rekstraraðilar Kaffi Klöru ehf hafa öðlast af rekstri tjaldsvæðis í Ólafsfirði mjög góð. Af þeim aðilum sem sóttu um starf rekstraraðila tjaldsvæða er Kaffi Klara með mestu reynsluna og því sé fyrsti kostur að ganga til samninga við Kaffi Klöru um rekstur- og umsjón tjadsvæða í Fjallabyggð.
    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Kaffi Klöru ehf um rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi við Kaffi Klöru ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til mars 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 273.911.626 eða 98,66% af tímabilsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lögð fram drög af bréfi bæjarráðs dags. 02.04.2019 til vegamálastjóra varðandi brunavarnir í jarðgöngum í Fjallabyggð þar sem óskað er eftir viðræðum við Vegagerðina um þjónustusamning um brunavarnir í jarðgöngum í Fjallabyggð. Einnig óskar bæjarráð eftir því að Vegagerðin staðfesti færslu á skíðalyftu og skíðaskála í Skarðsdal. Bæjarráð áréttar einnig kröfur sínar um útvarpssendingu í jarðgöngum í Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda á vegamálastjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagður fram samningur milli Fjallabyggðar og Leikfélags Fjallabyggðar (L.F.) vegna uppsetningar L.F. á leikritinu Bót og betrun í Menningarhúsinu Tjarnarborg en verkið verður frumsýnt föstudaginn 5. apríl nk. Framlag Fjallabyggðar til L.F. samkvæmt samningi þessum er kr. 222.000 kr.

    Bæjarráð samþykkir samninginn og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga frá samningnum. Kostnaður kr. 222.000 rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019 og verður færður á Tekjulykill: 05610-0340 kr. 222.000 og Gjaldalykill: 05810-9291 kr. 222.000
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram erindi Búnaðarsambands Eyjafjarðar (BSE), dags. 05.03.2019 um innkaup mötuneyta þar sem skorað er á allar bæjar- og sveitastjórnir í Eyjafirði að beita sér fyrir því að mötuneyti grunn- og leikskóla á þeirra vegum noti sem mest af íslensku hráefni.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 25.03.2019 þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir í styrktarsjóð EBÍ fyrir árið 2019. Eingöngu aðildarsveitarfélög EBÍ geta sótt um styrk vegna sérstakra framfaraverkefna, athugana/rannsókna í þágu byggðarlaga á sviði atvinnulífs, samgöngu-, fræðslu- og menningarmála. Umsóknarfrestur er til aprílloka. Einungis er hægt að sækja um styrk vegna eins verkefnis.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram erindi The Empire á Siglufirði, dags 27.03.2019 þar sem fram kemur að fyrirtækið er að skipuleggja mót helgina 12. - 14. apríl 2019 undir nafninu Sigló Freeride sem er keppni og helgarviðburður fyrir skíða - og snjóbrettafólk með áherslu á rennsli utan brauta. Keppt er bæði í aldurshópi 14 - 17 ára og 18 ára og eldri. Mótið er hluti af alþjóðlegri mótaröð, Freeride World Tour, sem á rætur sínar að rekja til alpana. Keppnin á Siglufirði er "Freeride World Qualifier" sem þýðir að á efstu stigum keppninnar keppir besta skíða- og snjóbrettafólk heims.

    Fyrirtækið óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins í formi:
    1.
    Fjárhagslegs styrkjar að upphæð 1,5 milljón kr. vegna öryggismála, m.a. tveggja sérmenntaðra leiðsögumanna, læknis, sjúkraflutningamanna, sérfræðings í snjóflóðamati og aðstæðum, björgunarsveitar og kostnaðs við flutning og uppihald þessara aðila á meðan á keppninni stendur.
    2.
    Stólar og borð til þess að hafa uppi í fjalli.
    3.
    Tjald (t.d. til þess að selja mat og/eða drykk, söluvarning og þ.h.)
    4.
    Sjálfboðaliða til þess að aðstoða almennt á viðburðinum.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrk að upphæð 1,5 mkr og bendir á að umsóknarfrestur til þess að sækja um styrki í bæjarsjóð vegna frístundamála árið 2019 rann út 5. október 2018. Þá hefur bæjarráð ekki yfir sjálfboðaliðum að ráða til að aðstoða við viðburðinn. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að kanna hvort sveitarfélgið hafi yfir að ráða stólum og borðum sem mögulegt væri að lána á skíðasvæðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram til kynningar erindi Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar (Símey), dags. 22.03.2019 en ársfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar árið 2019 verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl n.k. kl. 14:15-15:00 í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 á Akureyri. Að loknum ársfundi kl. 15:15 mun Jafnréttisstofa halda erindi um kynjasamþættingu. Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram til kynningar erindi Háskóla Íslands, dags. 27.03.2019 er varðar Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni 5. apríl kl. 15-17 - Niður úr fílabeinsturninum: Hvað geta rannsóknir gert fyrir íslensk sveitarfélög á 21. öldinni? Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram til kynningar erindi stjórnar Eyþings, dags. 08.03.2019 þar sem boðað er til aukaaðalfundar Eyþings 9. apríl nk. á Hótel Kea Akureyri kl. 13:00.

    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi Eystra, dags, 27.03.2019 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku kt. 460184-0109, Ólafsfjarðarvegi, Ólafsfirði, um tækifærisleyfi og/eða tímabundið áfengisleyfi.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um tækifærisleyfi og/eða tímabundið áfengisleyfi fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra dags. 29.03.2019 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Valló ehf kt. 640908-0680, Fossvegi 13, Siglufirði, um tækifærisleyfi og/eða tímabundið áfengisleyfi.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um tækifærisleyfi og/eða tímabundið áfengisleyfi fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27.03.2019 varðandi samfellds þjónustukorts fyrir allt landið. Í erindinu kemur fram að Byggðastofnun vinnur nú að gagnvirku yfirlitskorti með upplýsingum um aðgengi landsmanna að almennri þjónustu á vegum bæði stjórnvalda og einkaaðila. Markmiðið er að upplýsingar um þá þjónustu sem er fyrir hendi um land allt verði aðgengilegri og áreiðanlegri en nú er.

    Ráðgert er að lokið verði við að skrá um 65 þjónustuflokka á þjónustukortið, þjónustukort.is fyrir árslok og fer þá í loftið fyrsta gagnvirka kortið sinnar tegundar, sem veitir aðgang að heildstæðum þjónustuupplýsingum um land allt. Er þjónustukortið að þessu leyti einstakt frumkvöðlaverk. Mikilvægt er síðan að upplýsingar sem til grundvallar liggja verði sífellt uppfærðar.
    Sveitarfélög sjá um lungann úr allri þjónustu við nærsamfélagið og er aðkoma þeirra að verkefninu því afar mikilvæg. Til að greiða fyrir aðild þeirra hefur verið útbúið einfalt samningsform sem skilgreinir í hverju samstarfið við Byggðastofnun felst. Um afhendingu á upplýsingum er að ræða, sem ætti að vera fljótlegt fyrir sveitarfélög að taka saman og uppfæra á reglubundnum grunni. Þá er einnig opnað á samstarf að frekari þróun þjónustukortsins, standi vilji almennt til þess síðar.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram til kynningar erindi Háskóla Íslands, dags. 29.03.2019 er varðar boð á málstofu um stöðu kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og samspil við embættismenn. Málstofan fer fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni þann 5. apríl nk. kl. 13-14:30 í tengslum við opnun Rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni. Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram til kynningar áætlun um tekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lögð fram til kynningar 318. fundargerð stjórnar Eyþings frá 12.03.2019 Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram til kynningar erindi frá nefndasviði Alþingis dags. 22.03.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags 25.03.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurími), 711. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 2. apríl 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    Fundargerð 14. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 27.03.2019
    Fundargerð 1. fundar Öldungaráðs frá 29.03.2019
    Fundargerð 69. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 1.apríl sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 599. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019

Málsnúmer 1904002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

    Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olíuverslunar Íslands kom á fund bæjarráðs og kynnti framtíðaráform varðandi uppbyggingu Olís á Siglufirði.

    Bæjarráð þakkar Jóni fyrir komuna og bíður eftir frekari tillögum frá Olís.
    Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags 01.04.2019 þar sem fram kemur að tilboð í 1. áfanga á endurnýjun ljóskerja í götulýsingum í Fjallabyggð voru opnuð þann 01.04.2019.
    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Ískraft 4.836.893
    Jóhann Ólafsson & Co 3.735.500
    Reykjafell 3.703.756
    Hönnuður metur að tilboð Jóhanns Ólafssonar & co sé hagstæðast og leggur til að því sé tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Jóhanns Ólafssonar & Co í 1. áfanga á endurnýjun ljóskera í götulýsingu í Fjallabyggð og felur deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóri tæknideildar dagsett 1.3.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út vinnu við útskipti ljóskerja í götulýsingu í 1.áfanga.
    Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:
    Ingvi Óskarsson ehf.
    Raftækjavinnustofan ehf.
    Raffó ehf.
    Andrés Stefánsson.

    Bæjarráð samþykkir að heimila útboð í 1.áfanga í götulýsingu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.

    Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 04.04.2019 þar sem fram kemur að tilboð í endurgerð grunnskólalóðarinnar í Ólafsfirði voru opnuð þann 04.04.2019.
    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Smári ehf 69.862.379
    Sölvi Sölvason 61.404.775
    Kostnaðaráætlun 59.798.597

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar í endurgerð grunnskólalóðar í Ólafsfirði, sem jafnframt er lægstbjóðandi.
    Bókun fundar Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson.

    Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 8.4.2019 þar sem fram kemur að eitt tilboð barst í viðgerð og lengingu á útrás við Primex.
    Eftirfarandi tilboð barst:
    Bás ehf kr. 13.718.800.
    Kostnaðaráætlun 10.090.000

    Kostnaðarskiping milli Fjallabyggðar og Primex ehf er 37%/63%.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 05.04.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun vegna endurnýjunar á vatns- og fráveitulögnum í Aðalgötu á Siglufirði.

    Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:
    Bás ehf, Sölvi Sölvason, Fjallatak ehf, Smári ehf, Árni Helgason ehf og Magnús Þorgeirsson.

    Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnun í endurnýjun á vatns- og fráveitulögnum í Aðalgötu á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Lögð fram til kynningar drög að samningi um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal.

    Bæjarráð samþykkir að fjalla áfram um samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

    Lögð fram drög að húsaleigusamningi milli Fjallabyggðar og Sellu tænnlækna ehf vegna aðstöðu í Hornbrekku, Ólafsfirði. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 01.04.2019 þar sem lagt er til að Sella tannlæknar ehf fái lækkun á skuld vegna húsaleigu í Hornbrekku frá 01.04.2018 til 01.04.2019, samtals kr. 240.000 í samræmi við drög að nýjum húsaleigusamningi.

    Bæjarráð samþykkir drög að húsaleigusamningi og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir einnig lækkun á húsaleigu samtals kr. 240.000 frá 01.04.2018 til 01.04.2019. Kostnaður kr. 240.000 verður bókaður á deild 21820 og lykill 9993 sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2018 lagður fram til kynningar.

    Bæjarstjóri fór yfir helstu kennitölur í ársreikningnum.

    Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi 2018 til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Niðurstaða bókuð í trúnaðarbók. Bókun fundar Helga Helgadóttir vék undir þessum lið.

    Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.10 1704014 Sjókvíaeldi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra til Hafrannsóknarstofnunar vegna bréfs sem barst frá forstjóra stofnunarinnar 8.3.2018.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Lögð fram til kynningar yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.04.2019 í tengslum við lífskjarasamning 2019-2022. Til þess að stuðla að verðstöðugleika mælist Sambandið til þess við sveitarfélög að þau hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda. Einnig mælist Sambandið til þess að á árinu 2020 muni gjöld sveitarfélaga hækka um 2,5% að hámarki, minna ef verðbólga er lægri. Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.12 1904013 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Lagt fram erindi Grunns, félags fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum, dags. 01.04.2019. Félagið hyggst halda vorfund Grunns á Siglufirði dagana 6.- 8. maí. Félagið óskar eftir styrk frá Fjallabyggð í formi móttöku fyrir fundargesti mánudaginn 6. maí kl. 17:30. Einnig er óskað eftir því að Fjallabyggð hafi hönd í bagga með að útvega veislustjóra á hátíðarkvöldverð félagsins sem haldinn verður á Rauðku þriðjudaginn 7. maí og eitt skemmtiatriði.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og markaðsdeildar dags. 29.03.2019 þar sem óskað er eftir að kr. 358.500, verði sett í viðauka við deild 21510, lykill 4230.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 7/2019 að upphæð kr. 358.500.- við deild 21510 og lykill 4230 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Lagt fram til kynningar erindi MBB lögmannsstofu f.h. Hafbliks fiskverkunar til Fiskistofu, dags. 02.04.2019 er varðar kæru vegna úthlutunar byggðakvóta 2018/2019. Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Lagt fram til kynningar erindi Forsætisráðuneytisins, dags. 02.04.2019 er varðar fund um málefna þjóðlenda sem haldinn verður í ráðhúsi Akureyrar þann 06.06.2019 kl. 13:00. Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Lögð fram til kynningar skýrsla yfir starfsemi Flugklasans Air 66N frá 8. október 2018 til 31. mars 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Lagt fram til umsagnar frá Atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 04.04.2019 frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Helga Helgadóttir vék undir þessum lið.

    Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019 Lagðar fram til kynningar:
    238. fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 03.04.2019.
    53. fundargerð markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 03.04.2019.
    70. fundargerð fræðslu- og frístundanefndar Fjallabygggðar frá 8.04.2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 21. fundur 13. mars 2019

Málsnúmer 1903005FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 21. fundur 13. mars 2019 Boðsbréf á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019 kynnt fyrir ungmennaráði. Ráðstefnan er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og er að þessu sinni haldin í Borgarnesi 10.-12.apríl. Tveir nefndarmenn í ungmennaráði lýstu yfir áhuga á að fara á ráðstefnuna. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að senda inn skráningu þátttakenda og undirbúa ferðina. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 14. mars 2019

Málsnúmer 1903006FVakta málsnúmer

  • 6.1 1902009 Aflatölur 2019
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 14. mars 2019 Yfirhafnarvörður forfallaðist vegna veikinda. Hafnarstjórn óskar honum velfarnaðar og skjóts bata.

    Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 13. mars 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
    2019 Siglufjörður 4904 tonn í 122 löndunum.
    2019 Ólafsfjörður 48 tonn í 39 löndunum.
    2018 Siglufjörður 2304 tonn í 63 löndunum.
    2018 Ólafsfjörður 49 tonn í 53 löndunum.

    Hafnarstjórn óskar áhöfn og útgerð Sólbergs ÓF-1 til hamingju með metaflatúr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 14. mars 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 14. mars 2019 Hafnarstjóri fór yfir stöðu og fyrirkomulag sumar og vetrarfría hjá hafnarvörðum. Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 14. mars 2019 Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að finna nema í hafnarvogina á Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 14. mars 2019 Endurbygging suðurhafnar á Siglufirði er á samgönguáætlun 2019 - 2023 og er áætlað að framkvæmdir hefjist 2021 og ljúki 2023. Deildarstjóra tæknideildar er falið að kanna ástand rafmagnsmála í suðurhöfninni á Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 14. mars 2019 Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við svör yfirhafnarvarðar til Gáru vegna fastrar krónutölu í farþegagjald í stað EUR. Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 14. mars 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 14. mars 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 20. mars 2019

Málsnúmer 1903001FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 20. mars 2019 Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að leitað verði til ráðgjafasviðs KPMG um ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 20. mars 2019 Fyrirspurn frá Öryrkjabandalagi Íslands varðandi notendaráðs, sbr. lög nr. 38/2018, í sveitarfélögum.
    Fjallað um skipun í notendaráð fatlaðs fólks, sbr. lög nr. 38/2018 og stofnun samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, sbr. lög nr. 40/1991. Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð standa sameiginlega að þjónustusvæði fatlaðs fólks og er málinu vísað til þjónustuteymis þjónustusvæðisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 20. mars 2019 Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn félagsþjónustunnar um með hvaða hætti er hægt að koma til móts við eldri borgara og öryrkja með leiðsögn í líkamsræktina. Deildarstjóra falið að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 20. mars 2019 Félagsmálanefnd fór yfir drög að nýjum reglum um heimaþjónustu í Fjallabyggð, sem lögð voru fram á síðasta fundi nefndarinnar. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Stjórn Hornbrekku - 14. fundur - 27. mars 2019

Málsnúmer 1903009FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 14. fundur - 27. mars 2019 Hjúkrunarforstjóri fór yfir ýmis mál sem varða innra starf Hornbrekku, starfsmannamál, námskeiðahald og helstu verkefni framundan í starfsemi heimilisins. Gert er ráð fyrir að leitað verði eftir aðkeyptri þjónustu fyrir þvott á líni heimilisins. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 14. fundur - 27. mars 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 14. fundur - 27. mars 2019 Hjúkrunarforstjóri sagði frá framvindu viðhaldsverkefna Hornbrekku. Stjórn Hornbrekku lýsir yfir ánægju sinni með það sem áunnist hefur á undanförnum misserum í viðhaldi og endurbótum heimilisins. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Öldungaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 29. mars 2019

Málsnúmer 1903010FVakta málsnúmer

  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 29. mars 2019 Umræður um samþykkt öldungaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar öldungaráðs Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 29. mars 2019 Tillaga koma fram um Konráð Karl Baldvinsson sem varaformann öldungaráðs.
    Tillagan samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar öldungaráðs Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 29. mars 2019 Undir þessum lið var rætt um áherslur og hlutverk öldungaráðsins.
    Anna Gilsdóttir sagði frá fyrirhuguðu verkefni heilsugæslunnar sem er heilsueflandi heimsóknir til íbúa 80 ára og eldri í Fjallabyggð. Gert er ráð fyrir að verkefnið fari af stað með haustinu.
    Gert er ráð fyrir að næsti fundur ráðsins verði haldinn 24. maí.
    Bókun fundar Til máls tók Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 1. fundar öldungaráðs Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 29. mars 2019 Á fundinn mætti Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Ríkey sagði frá störfum stýrihóps um heilsueflandi samfélag sem snýr að áherslum í líkamsrækt eldri borgara. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar öldungaráðs Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 29. mars 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar öldungaráðs Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 29. mars 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar öldungaráðs Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 1. apríl 2019

Málsnúmer 1903013FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 1. apríl 2019 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva.
    Fræðslu- og frístundanefnd fól forstöðumanni íþróttamiðstöðva að finna hentugan tíma og leiðbeinendur og leggja fyrir fræðslu- og frístundanefnd. Þá óskaði nefndin eftir umsögn félagsþjónustunnar um með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við eldri borgara og öryrkja með leiðsögn í líkamsræktina. Niðurstaða forstöðumanns og félagsþjónustu liggur fyrir. Stefnt er að því að bjóða eldri borgurum leiðsögn í líkamsræktar íþróttamiðstöðva eftir páska, tvo tíma í viku, í tvær vikur. Tímarnir verða auglýstir þegar nær dregur. Þá er samþykkt að fresta opnum tímum og leiðsögn fyrir aðra en eldri borgara þar til næsta haust.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 1. apríl 2019 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva.
    Forstöðumanni íþróttamiðstöðva og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að koma með tillögu á næsta fund að sumaropnun sundlauga 2019 í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 1. apríl 2019 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans.

    Skóladagatal Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar lagt fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd gerir engar athugasemdir og samþykkir skóladagatöl fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 1. apríl 2019 Fyrir liggur skýrsla Kristjáns Magnússonar sálfræðings að stjórnendaþjálfun við Leikskóla Fjallabyggðar lokinni. Skýrslan er lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 8. apríl 2019

Málsnúmer 1904005FVakta málsnúmer

  • 11.1 1903101 Sumaropnun sundlauga Fjallabyggðar 2019
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 8. apríl 2019 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva.
    Sumaropnun sundlauga Fjallabyggðar sumarið 2019 verður sem hér segir:

    Mánudagur - föstudagur kl. 06:30 - 19:00
    Laugardagur - sunnudagur kl. 10:00 - 18:00.

    Eina helgi í mánuði verður opnun á föstudegi lengd til kl. 21.00 og opnunartími sunnudags stytt um tvær klukkustundir í staðinn. Opnun þann sunnudag yrði kl. 12.00 - 18.00.

    Á Siglufirði verður um að ræða síðustu helgi í júní, júlí og ágúst. Í Ólafsfirði verður þessi breytta opnun 2. helgi í áðurnefndum þremur mánuðum.
    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 70. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 11.2 1903078 Leikskóli Fjallabyggðar - starfsmannakönnun
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 8. apríl 2019 Niðurstöður úr starfsmannakönnun í Leikskóla Fjallabyggðar lagðar fram til kynningar. Áfram verður unnið með niðurstöðurnar. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 70. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 11.3 1711027 Málefni Leikskóla Fjallabyggðar - stjórnendaráðgjöf
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 8. apríl 2019 Greinargerð að lokinni stjórnendaþjálfun við Leikskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 11.4 1901090 Spurningalisti til sveitarfélaga varðandi úthlutun fjármagns til nemenda með sérþarfir
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 8. apríl 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 70. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 11.5 1904022 Fíkniefnafræðsla - opinn fundur í Tjarnarborg
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 8. apríl 2019 Mánudaginn 29.apríl kl. 19:30 er fyrirhuguð fíkniefnafræðsla í Tjarnarborg. Fundurinn er í samstarfi við Lögregluna á Norðurlandi eystra og á fundinn koma tveir lögreglumenn úr fíkniefnadeild lögreglunnar. Þá hefur verið óskað eftir fræðslu fyrir unglingastig grunnskólans um sama málefni. Fræðslu- og frístundanefnd hvetur alla íbúa Fjallabyggðar að láta sig málin varða og mæta á fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 3. apríl 2019

Málsnúmer 1904001FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 3. apríl 2019 Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Nauðsynlegt er að endurskoða samning um útleigu á Tjarnarborg m.a. með tilliti til aldurs ábyrgðarmanns. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að setja upp drög að leigusamningi í samráði við umsjónarmann Tjarnarborgar og leggja fyrir nefndina.

    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 3. apríl 2019 Ársskýrsla 2018 fyrir Bókasafn Fjallabyggðar, Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 3. apríl 2019 Starfsáætlun 2019 fyrir Bóka- og Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 12.4 1612033 Arctic Coast Way
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 3. apríl 2019 Arctic Coast Way eða Norðurstrandarleið verður opnuð 8. júní nk. á degi hafsins sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Markaðsstofa Norðurlands hvetur þau sveitarfélög sem liggja að Norðurstrandarleið til að halda upp á daginn með einhverjum sérstökum viðburði. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að koma með tillögu að viðburði fyrir daginn á næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 3. apríl 2019 Ida M. Semey vék af fundi undir þessum lið.

    Farið var yfir niðurstöður bæjarráðs sem samþykkti á 599. fundi sínum þann 2. apríl sl. að ganga til samninga við Kaffi Klöru ehf. um rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð. Sex umsóknir bárust.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 3. apríl 2019

Málsnúmer 1903011FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 3. apríl 2019 Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 3. apríl 2019 Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 3. apríl 2019 Erindi samþykkt en staðsetning skal vera í samráði við tæknideild. Nefndin bendir einnig á að ekki verður hægt að nýta turninn yfir vetrarmánuðina þar sem um snjóflóðahættusvæði er að ræða. Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 3. apríl 2019 Nefndin þakkar Helga fyrir góða ábendingu og felur deildarstjóra tæknideildar að taka upp málið við Vegagerðina. Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 3. apríl 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 3. apríl 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 3. apríl 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 3. apríl 2019 Nefndin þakkar Helga fyrir góða ábendingu og felur deildarstjóra tæknideildar að taka upp málið við Vegagerðina. Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 3. apríl 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 3. apríl 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 3. apríl 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

14.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Breyting á skipan í vinnuhóp um Markaðsstefnu Fjallabyggðar.

Aðalmaður verður Valur Þór Hilmarsson í stað Ægis Bergssonar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

15.Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1902066Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa breytingum á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar til síðari umræðu.

16.Ársreikningur Fjallabyggð 2018

Málsnúmer 1904018Vakta málsnúmer

Til máls tóku Gunnar I. Birgisson, S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikning Fjallabyggðar 2018 til seinni umræðu með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 16:45.