-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olíuverslunar Íslands kom á fund bæjarráðs og kynnti framtíðaráform varðandi uppbyggingu Olís á Siglufirði.
Bæjarráð þakkar Jóni fyrir komuna og bíður eftir frekari tillögum frá Olís.
Bókun fundar
Til máls tók Helga Helgadóttir.
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags 01.04.2019 þar sem fram kemur að tilboð í 1. áfanga á endurnýjun ljóskerja í götulýsingum í Fjallabyggð voru opnuð þann 01.04.2019.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Ískraft 4.836.893
Jóhann Ólafsson & Co 3.735.500
Reykjafell 3.703.756
Hönnuður metur að tilboð Jóhanns Ólafssonar & co sé hagstæðast og leggur til að því sé tekið.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Jóhanns Ólafssonar & Co í 1. áfanga á endurnýjun ljóskera í götulýsingu í Fjallabyggð og felur deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga.
Lagt fram minnisblað deildarstjóri tæknideildar dagsett 1.3.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út vinnu við útskipti ljóskerja í götulýsingu í 1.áfanga.
Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Ingvi Óskarsson ehf.
Raftækjavinnustofan ehf.
Raffó ehf.
Andrés Stefánsson.
Bæjarráð samþykkir að heimila útboð í 1.áfanga í götulýsingu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 04.04.2019 þar sem fram kemur að tilboð í endurgerð grunnskólalóðarinnar í Ólafsfirði voru opnuð þann 04.04.2019.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Smári ehf 69.862.379
Sölvi Sölvason 61.404.775
Kostnaðaráætlun 59.798.597
Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar í endurgerð grunnskólalóðar í Ólafsfirði, sem jafnframt er lægstbjóðandi.
Bókun fundar
Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson.
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 8.4.2019 þar sem fram kemur að eitt tilboð barst í viðgerð og lengingu á útrás við Primex.
Eftirfarandi tilboð barst:
Bás ehf kr. 13.718.800.
Kostnaðaráætlun 10.090.000
Kostnaðarskiping milli Fjallabyggðar og Primex ehf er 37%/63%.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 05.04.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun vegna endurnýjunar á vatns- og fráveitulögnum í Aðalgötu á Siglufirði.
Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Bás ehf, Sölvi Sölvason, Fjallatak ehf, Smári ehf, Árni Helgason ehf og Magnús Þorgeirsson.
Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnun í endurnýjun á vatns- og fráveitulögnum í Aðalgötu á Siglufirði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Lögð fram til kynningar drög að samningi um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal.
Bæjarráð samþykkir að fjalla áfram um samninginn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Lögð fram drög að húsaleigusamningi milli Fjallabyggðar og Sellu tænnlækna ehf vegna aðstöðu í Hornbrekku, Ólafsfirði. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 01.04.2019 þar sem lagt er til að Sella tannlæknar ehf fái lækkun á skuld vegna húsaleigu í Hornbrekku frá 01.04.2018 til 01.04.2019, samtals kr. 240.000 í samræmi við drög að nýjum húsaleigusamningi.
Bæjarráð samþykkir drög að húsaleigusamningi og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir einnig lækkun á húsaleigu samtals kr. 240.000 frá 01.04.2018 til 01.04.2019. Kostnaður kr. 240.000 verður bókaður á deild 21820 og lykill 9993 sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2018 lagður fram til kynningar.
Bæjarstjóri fór yfir helstu kennitölur í ársreikningnum.
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi 2018 til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Niðurstaða bókuð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Helga Helgadóttir vék undir þessum lið.
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra til Hafrannsóknarstofnunar vegna bréfs sem barst frá forstjóra stofnunarinnar 8.3.2018.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Lögð fram til kynningar yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.04.2019 í tengslum við lífskjarasamning 2019-2022. Til þess að stuðla að verðstöðugleika mælist Sambandið til þess við sveitarfélög að þau hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda. Einnig mælist Sambandið til þess að á árinu 2020 muni gjöld sveitarfélaga hækka um 2,5% að hámarki, minna ef verðbólga er lægri.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Lagt fram erindi Grunns, félags fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum, dags. 01.04.2019. Félagið hyggst halda vorfund Grunns á Siglufirði dagana 6.- 8. maí. Félagið óskar eftir styrk frá Fjallabyggð í formi móttöku fyrir fundargesti mánudaginn 6. maí kl. 17:30. Einnig er óskað eftir því að Fjallabyggð hafi hönd í bagga með að útvega veislustjóra á hátíðarkvöldverð félagsins sem haldinn verður á Rauðku þriðjudaginn 7. maí og eitt skemmtiatriði.
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og markaðsdeildar dags. 29.03.2019 þar sem óskað er eftir að kr. 358.500, verði sett í viðauka við deild 21510, lykill 4230.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 7/2019 að upphæð kr. 358.500.- við deild 21510 og lykill 4230 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Lagt fram til kynningar erindi MBB lögmannsstofu f.h. Hafbliks fiskverkunar til Fiskistofu, dags. 02.04.2019 er varðar kæru vegna úthlutunar byggðakvóta 2018/2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Lagt fram til kynningar erindi Forsætisráðuneytisins, dags. 02.04.2019 er varðar fund um málefna þjóðlenda sem haldinn verður í ráðhúsi Akureyrar þann 06.06.2019 kl. 13:00.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Lögð fram til kynningar skýrsla yfir starfsemi Flugklasans Air 66N frá 8. október 2018 til 31. mars 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Lagt fram til umsagnar frá Atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 04.04.2019 frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Helga Helgadóttir vék undir þessum lið.
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10. apríl 2019
Lagðar fram til kynningar:
238. fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 03.04.2019.
53. fundargerð markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 03.04.2019.
70. fundargerð fræðslu- og frístundanefndar Fjallabygggðar frá 8.04.2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 600. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.