Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

53. fundur 03. apríl 2019 kl. 17:00 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Jón Kort Ólafsson boðaði forföll og varamaður hans einnig.
Ægir Bergsson boðaði forföll, Guðrún Linda Rafnsdóttir sat fundinn í hans stað.

1.Málefni Tjarnarborgar

Málsnúmer 1904003Vakta málsnúmer

Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Nauðsynlegt er að endurskoða samning um útleigu á Tjarnarborg m.a. með tilliti til aldurs ábyrgðarmanns. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að setja upp drög að leigusamningi í samráði við umsjónarmann Tjarnarborgar og leggja fyrir nefndina.

2.Ársskýrsla 2018. Bókasafn, Hérðaðsskjalasafn og Upplýisngamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1903105Vakta málsnúmer

Ársskýrsla 2018 fyrir Bókasafn Fjallabyggðar, Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.

3.Starfsáætlun Bóka- og Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar 2019

Málsnúmer 1903104Vakta málsnúmer

Starfsáætlun 2019 fyrir Bóka- og Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.

4.Arctic Coast Way

Málsnúmer 1612033Vakta málsnúmer

Arctic Coast Way eða Norðurstrandarleið verður opnuð 8. júní nk. á degi hafsins sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Markaðsstofa Norðurlands hvetur þau sveitarfélög sem liggja að Norðurstrandarleið til að halda upp á daginn með einhverjum sérstökum viðburði. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að koma með tillögu að viðburði fyrir daginn á næsta fund nefndarinnar.

5.Starf rekstrar- og umsjónaraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði

Málsnúmer 1902068Vakta málsnúmer

Ida M. Semey vék af fundi undir þessum lið.

Farið var yfir niðurstöður bæjarráðs sem samþykkti á 599. fundi sínum þann 2. apríl sl. að ganga til samninga við Kaffi Klöru ehf. um rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð. Sex umsóknir bárust.

Fundi slitið - kl. 18:30.