-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Forsvarsmenn Golfklúbbs Siglufjarðar, Ingvar Hreinsson, Hanna Björnsdóttir og Jóhann Már Sigurbjörnsson mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir málefni Golfklúbbs Siglufjarðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Forsvarsmenn hestamannafélagsins Glæsis, Dagbjört Í. Guðmundsdóttir og Herdís Erlendsdóttir mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir málefni Hestamanna varðandi snjómokstur og reiðleiðir.
Forsvarsmenn hestamannafélagsins Glæsis munu koma með tillögur að reiðleiðum að vetri.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Á 586. fundi bæjarráðs þann 20.12.2018 óskaði bæjarráð eftir tillögu bæjarstjóra varðandi erindi Sverris Björnssonar ehf, dags. 10.12.2018 vegna lækkunar eða niðurfellingar á gatnagerðargjöldum á nýbyggingu fyrirtækisins að Vesturtanga 9-11 en lóðinni var úthlutað til fyrirtækisins seint á árinu 2016.
Í vinnuskjali bæjarstjóra, dags. 15.03.2019 kemur fram að í ljósi þess að í júlí 2018 hafi reglunum um gatnagerðargjöld í Fjallabyggð verið breytt varðandi ákvæði um stöðu lóða við fullbúnar götur og uppbyggingu atvinnulífs.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ná samkomulagi við fyrirtækið Sverrir Björnsson ehf.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 21.03.2019 þar sem óskað er eftir söluheimild vegna íbúðar 201 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að veita söluheimild vegna íbúðar 201 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.
Bókun fundar
Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og Helga Helgadóttir.
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 21.03.2019 þar sem óskað er eftir söluheimild vegna íbúðar 202 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að veita söluheimild vegna íbúðar 202 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.
Bókun fundar
Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og Helga Helgadóttir.
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Á 594. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa varðandi erindi Rögnvaldar Guðmundssonar framkvæmdarstjóra RRF, dags. 15. 03.2019 varðandi uppfærslu og viðbót við samantekt sem RRF vann á árinu 2014 fyrir Fjallabyggð um Ferðamenn í Fjallabyggð 2004-2013. Um er að ræða uppfærslu og viðbót vegna áranna 2015-2018.
Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa dags. 11.03.2019 þar sem talið er afar jákvætt og mikilvægt að Fjallabyggð láti gera rannsóknir á komum og ferðavenjum erlendra sem og innlendra gesta til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Nytsamlegt sé að skoða þá þróun sem átt hefur sér stað á svæðinu í fjölda og samsetningu erlendra gesta á síðustu fimm árum. Það er einnig mat markaðs- og menningarfulltrúa að niðurstöður um komu ferðamanna til Fjallabyggðar muni nýtast m.a. í vinnu við gerð markaðsstefnu fyrir sveitarfélagið og til að setja sér mælanleg markmið til lengri tíma, m.t.t. þess hvort sveitarfélagið er að ná árangri í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu. Engin sambærileg rannsókn hefur verið gerð í Fjallabyggð frá því RRF skilaði síðustu könnun árið 2013.
Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að gera samkomulag við RRF um greiningu fyrir árin 2016 og 2018. Kostnaður kr. 270.000 rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar á deild 21550 og lykill 4391.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Á 596. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dags. 07.03.2019 þar sem óskað var eftir afnotum af æfingasvæði, austan Hólsár til þess að nýta undir æfingaaðstöðu fyrir barna- og unglingastarf.
Í vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 15.03.2019 kemur fram að ekkert sé því til fyrirstöðu að veita GKS afnot af æfingasvæði við Hól, austan Hólsár og vestan bílastæðis. KF var með afnot af svæðinu en í samningsgerð við KF í upphafi árs 2017 var umhirða og rekstur á þessu umrædda æfingasvæði tekinn út úr rekstrarsamningi við KF þar sem KF hafði ekki þörf fyrir svæðið. Í tengslum við endurnýjun rekstrarsamnings við KF vegna knattspyrnuvalla er umrætt svæði ekki hluti af samningi og hefur formaður KF staðfest að KF nýti ekki svæðið og því ekkert í vegi fyrir að veita GKS afnot af svæðinu.
Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Siglufjarðar afnot af æfingasvæði við Hól, austan Hólsár og vestan bílastæðis, undir æfingasvæði vegna barna- og unglingastarfs klúbbsins sumarið 2019. Golfklúbbur Siglufjarðar mun hirða svæðið eins og fram kemur í erindi klúbbsins frá 07.03.2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 21.02.2019 varðandi kostnað við mótttöku sveitarfélagsins 2. apríl nk. í tengslum við SNOW 2019, alþjóðlega ofanflóðaráðstefnu sem VÍF stendur fyrir og haldin verður á Siglufirði dagana 3-5 apríl nk. Áætlaður kostnaður við mótttöku er kr. 369.040.
Bæjarráð samþykkir kostnað, kr. 369.040 við mótttöku vegna alþjóðlegrar Ofanflóðaráðstefnu VÍF, SNOW 2019. Kostnaður verður færður á deild 21510, lykill 4230 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lagt fram erindi Unnar Maríu Máneyjar Bergsveinsdóttur, fh. Húlladúllunnar dags. 16.03.2019 þar sem Fjallabyggð er boðin þátttaka í verkefninu Fjölskyldusirkushelgar í Eyþingi. Helgarnar fela í sér tveggja daga kennslu, alls 12 klukkustundir, þar sem þátttakendur fá að prófa hinar ýmsu sirkuslistir og sirkusáhöld undir leiðsögn tveggja kennara. Markmiðið er að halda kostnaði fyrir þáttakendur í lágmarki og bjóða 2.000 króna skráningargjald fyrir hvern þátttakanda fyrir helgina. Óskað er eftir fríum afnotum af íþróttahúsi eða öðrum hentugum sal til þess að kenna í. Stuðningi sveitarfélagsins, ef af verður, verður getið á væntanlegri vefsíðu verkefnisins og í allri kynningu. Verkefnið Fjölskyldusirkushelgarnar er unnið undir formerkjum heilsueflandi nálgunar og hlaut nýlega styrki frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Norðurorka.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála, dags, 20.03.2019 þar sem fram kemur að óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af íþróttahúsi eina helgi, 6 klst á laugardegi og 6 klst á sunnudegi. Unnur Máney óskar frekar eftir því að vera í íþróttahúsinu í Ólafsfirði og er helgin 4.- 5. maí laus en einnig kemur til greina að halda námskeiðið í september. Kostnaður vegna afnota á íþróttasal í 12 klst er kr. 96.000 og rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2019. Þær klukkustundir sem sirkushátíðin fellur utan opnunartíma sundlaugarinnar þyrfti einn starfsmaður að vera á vakt. Deildarstjóri mælir með að sveitarfélagið styrki viðburðinn þar sem um heilsueflandi viðburð er að ræða sem eykur fjölbreytni og úrval á hreyfingu og frístundir fyrir börn og fullorðna.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið Fjölskyldusirkushelgar í Eyþingi um endurgjaldslaus afnota af íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði og vísar kostnaði kr. 96.000 í viðauka nr. 5/2019 við deild 06810, lykill 9291. Viðaukanum verður mætt með hækkun á tekjum þannig að liður 06510 - 0254 hækki um kr. 96.000.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lögð fram skýrsla slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar um brunaæfingu í Múlagöngum þann 24.02.2019 þar sem æfð voru viðbrögð og framkvæmd vegna umferðarslyss. Slökkvilið, sjúkrabílar og lögregla komu að æfingunni. Í skýrslunni er farið yfir framkvæmd æfingarinnar og þau atriði sem þarf að bæta og hafa í huga við umferðarslys í Múlagöngum.
Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar greinagóða skýrslu og felur bæjarstjóra að senda erindi á Vegamálastjóra varðandi brunavarnamál í jarðgöngum í Fjallabyggð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lagt fram erindi nemendafélagsins Trölla við Menntaskólann á Tröllaskaga, dags. 18.03.2019 er varðar ósk um styrk í formi rútuferða fram og til baka frá Siglufirði til Ólafsfjarðar vegna áforma um árshátíð nemendafélagsins þann 4. apríl nk.
Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að kostnaður við ferðirnar er kr. 60.000.
Bæjarráð samþykkir að styrkja nemendafélagið Trölla um rútuferðir vegna árshátíðar. Kostnaður kr. 60.000 verður tekinn af deild 04420, lykill 4114 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.
Á 576. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf, dags. 10.10.2018 þar sem óskað var eftir viðræðum við bæjarráð um hugsanlega aðkomu bæjarfélagsins í formi styrks/aðstoðar við rannsóknir til undirbúnings atvinnuuppbyggingar í Ólafsfirði. Forsvarsmenn Framfarafélags Ólafsfjarðar mættu á 578. fund bæjarráðs þar sem farið var yfir fyrirhuguð áform um rannsóknir á svæðinu sem félaginu var úthlutað undir atvinnustarfsemi og kostnaðaráætlun vegna áforma um að bora 4 til 5 tilraunaholur til þess að athuga hvort hreinn sjór næðist úr kambinum á svæðinu og ferskt vatn til notkunar við eldi af einhverju tagi á landi.
Bæjarráð hefur þegar úthlutað félaginu landi undir hugsanlega starfsemi til tveggja ára án nokkurra kvaða og hefur sveitarfélagið einnig látið rennslismæla og efnagreina vatn úr Héðinsfjarðargöngum. Sveitarfélagið mun ekki koma að atvinnuuppbyggingu Framfarafélags Ólafsfjarðar með beinu fjárframlagi en uppfylla, ef til þess kemur, skyldur sveitarfélagsins til þess að atvinnustarfsemi geti farið fram á svæðinu.
Bókun fundar
Undir þessum lið véku Jón Valgeir Baldursson og Tómas Atli Einarsson.
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18.03.2019 er varðar áætlun um tekjutap vegna áforma um frystingu framlaga ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2020 og 2021.
Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að lög um tekjustofna sveitarfélaga kveða á um að framlög ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga reiknist annars vegar sem hlutfall af skatttekjum ríkissjóðs og hins vegar af útsvarstofni sveitarfélaga. Ríkið fjármagnar alfarið útgjaldajöfnunarframlög og framlög vegna sameininga (reglugerð nr. 960/2010) og vegna jöfnunar fasteignaskattstekna (reglugerð nr. 80/2001). Ríkisframlag til málefna fatlaðs fólks er um 1,8 ma.kr. árið 2019 af heildarframlögum um 16,8, eða um 10%. Framlög vegna reksturs grunnskóla eru alfarið greidd af sveitarfélögunum (0,77% af útsvarsstofni) og stærsti hluti af framlögum til málefna fatlaðs fólks er fjármagnaður með sama hætti (0,99% af útsvarsstofni).
Samkvæmt fjárlögum er áætlað að framlag ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2019 verði 20.567 m.kr. Nú hefur fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnt forsvarsmönnum sambandsins að framlag ríkissjóðs verði hið sama árin 2019 til 2021 og að þannig verði gengið frá í fjármálaáætlun 2020-2024 sem nú er í meðförum Alþingis. Árið 2022 er áformað að framlag ríkissjóðs verði reiknað samkvæmt gildandi lögum.
Áætlanir hag- og upplýsingasviðs benda til að tekjutap sveitarfélaga verði um 1.179 m.kr. árið 2020 og um 2.106 m.kr. árið 2021 eða samtals 3.285 m.kr.
Forsendur þessa útreiknings er að skatttekjur og útsvar hækki í takt við spár fjármála- og efnahagsráðuneytis um þróun þessa skatta. Niðurstöður útreikninga sambandsins og starfsmanna jöfnunarsjóðs eru svipaðar. Áætlað er að sambandið verði af tæpum 15 m.kr. árið 2020 vegna frystingar og röskum 30 m.kr. árið 2021. Áætlað tekjutap landshlutasamtakanna verður ívið meira.
Samkvæmt áætlun mun tekjutap sveitarfélaga á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra áberandi mest en minnst á höfuðborgarsvæðinu. Útgjaldajöfnunarframlög verða fyrst og fremst fyrir barðinu á frystingu ríkisstjórnarinnar.
Samkvæmt útreikningum lækka ríkisframlög til útgjaldajöfnunar og vegna fasteignaskatts til Fjallabyggðar um. 22,6 mkr. á árinu 2020 og 40,0 mkr. á árinu 2021. Útgjöld vegna málefna fatlaðra til þjónustusvæðis Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar mun samkvæmt útreikningum lækka um 1,9 mkr. á árinu 2020 og 3,7 mkr. á árinu 2021.
Bæjarráð lýsir andstöðu sinni við þessi áform og gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki haft samráð við sveitarfélögin.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19.03.2019 er varðar námskeið um menningarnæmi og færni fyrir starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sem haldið verður dagana 25.-28. mars í Reykjavík, á Akureyri og á Reyðarfirði. Námskeiðinu verður einnig streymt frá Háskólanum á Akureyri. Námskeiðið er bæði ætlað fólki í framlínu þjónustustofnana, svo sem í þjónustuverum sveitarfélaga, og sérfræðingum í nærþjónustu svo sem félagsráðgjöfum og kennurum.
Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra félagsmáladeildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar, dags. 19.03.2019 þar sem fram kemur að fyrirtækið Oil Spill Response Limited (OSRL) hafi sl. sumar gert úttekt á mengunaráhættu og mengunarvarnabúnaði nokkurra hafna á Íslandi fyrir Mengunarvarnarráð hafna ásamt öðrum þáttum sem snúa að mengunarvörnum. Í skýrslu OSRL um úttektina voru lagðar fram tillögur til að koma málaflokknum í ásættanlegt horf.
Áður en viðbragðsgeta og búnaður hafna er ákvarðaður er nauðsynlegt að vinna áhættumat vegna bráðamengunar fyrir hverja höfn. Mengunarvarnarráð hafna hefur því ákveðið að bjóða upp á vinnustofur á fimm stöðum á landinu þar sem hafnarstjórar og hafnarverðir komi saman og geri slíkt áhættumat með aðstoð starfsmanna Umhverfisstofnunar. Starfsmenn Umhverfisstofnunar munu einnig aðstoða hafnir við að gera viðbragðsáætlun en samkvæmt 11. gr. reglugerðar nr. 1010 frá 2012 um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda skal eigandi hafnar gera viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarsvæðis fyrir hverja höfn sem tekur mið af aðstæðum á hverjum stað.
Námskeið verður haldið á Akureyri 13. maí nk.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Hafnarstjóra.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lagt fram erindi Jafnréttisstofu, dags. 19.03.2019 þar sem óskað er eftir afhendingu jafnréttis- og framkvæmdaáætlunar sveitarfélagsins fyrir 12. apríl nk. Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skulu sveitarfélög setja sér jafnréttisáætlun til fjögurra ára þar sem m.a. skal koma fram hvernig unnið skuli að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins.
Um sveitarfélög sem atvinnurekendur gildir einnig 2. mgr. 18. gr. laganna en þar er kveðið á um að fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri skuli setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra félagsmáladeildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lagt fram til kynningar erindi Fenúr, Fagráði um endurnýtingu/úrgangs dags. 20.03.2019 þar sem fram kemur að áætlað er að halda aðalfund Fenúr og vorráðstefnu 6. maí nk. á Hótel Hamri Borgarfirði kl. 10.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 18.03.2019 þar sem fram kemur að eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019. Nefndin mun óska eftir yfirliti ársfjórðungslega um stöðu einstakra verkefna, samanlögðum útlögðum kostnaði, gildandi fjárheimild og breytingar á henni á árinu ásamt mati á stöðu verkefnis.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 22.03.2019 þar sem fram kemur að á 117. fundi félagsmálanefndar hafi nefndin lagt til við bæjarráð að leitað verði til ráðgjafasviðs KPMG um ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar Fjallabyggðar.
Tilgangur með húsnæðisáætlun Fjallabyggðar er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í sveitarfélaginu, greina framboð og eftirspurn eftir húsnæði og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, til skemmri og lengri tíma.
Áætlaður kostnaður við ráðgjafavinnu KPMG er um 1,1 mkr.
Bæjarráð samþykkir að leita til ráðgjafasviðs KPMG um ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar Fjallabyggðar. Kostnaður 1,1 mkr. verður vísað í viðauka nr.6/2019 við fjárhagsáætlun 2019 við deild 61010, og lykill 4391 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lögð fram til kynningar fundargerð Almannaverndarnefndar Eyjafjarðar, ALMEY frá 20. mars sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lögð fram til kynningar 869. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26. mars 2019
Lögð fram til kynningar fundargerð 117. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 20. mars sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 598. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.