Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

117. fundur 20. mars 2019 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir formaður I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir aðalmaður, H lista
  • Friðfinnur Hauksson aðalmaður, I lista
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson varaformaður, D lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Húsnæðisáætlun Fjallabyggðar

Málsnúmer 1807011Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að leitað verði til ráðgjafasviðs KPMG um ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar Fjallabyggðar.

2.Notendaráð fatlaðs fólks

Málsnúmer 1903001Vakta málsnúmer

Fyrirspurn frá Öryrkjabandalagi Íslands varðandi notendaráðs, sbr. lög nr. 38/2018, í sveitarfélögum.
Fjallað um skipun í notendaráð fatlaðs fólks, sbr. lög nr. 38/2018 og stofnun samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, sbr. lög nr. 40/1991. Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð standa sameiginlega að þjónustusvæði fatlaðs fólks og er málinu vísað til þjónustuteymis þjónustusvæðisins.

3.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn félagsþjónustunnar um með hvaða hætti er hægt að koma til móts við eldri borgara og öryrkja með leiðsögn í líkamsræktina. Deildarstjóra falið að svara erindinu.

4.Reglur um heimaþjónustu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1901058Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd fór yfir drög að nýjum reglum um heimaþjónustu í Fjallabyggð, sem lögð voru fram á síðasta fundi nefndarinnar. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 17:30.