Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019

Málsnúmer 1903007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 173. fundur - 12.04.2019

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Á fund bæjarráðs mættu Valþór Stefánsson yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Fjallabyggð ásamt Önnu S. Gilsdóttur hjúkrunarforstjóra til þess að fara yfir tillögur stofnunarinnar varðandi fyrsta viðbragð vegna sjúkraflutninga í Ólafsfirði.

    Í máli forsvarsmanna HSN í Fjallabyggð kom fram mikilvægi þess að vettvangsliðateymi væri til staðar í Ólafsfirði til að sinna fyrstu hjálp og ætlunin sé að HSN komi á fót slíku teymi.

    Bæjarráð tekur undir mikilvægi vettvangsliðateymis en minnir jafnframt á að tilvist viðbragðsteymis í Ólafsfirði er alfarið á ábyrgð HSN.



    Bókun fundar Til máls tók Jón Valgeir Baldursson.

    Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .2 1903033 Launaðar nefndir
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 15.03.2019 þar sem lagt er til að Fjallabyggð greiði fundarmönnum skipuðum af sveitarfélaginu fyrir fundarsetu í Stjórn Síldarminjasafnsins ses, Stjórn Þjóðlagaseturs og Samfélags- og menningarsjóðs Siglufjarðar skv. nefndarlaunum 2019 og gilda um aðrar nefndir og starfshópa.

    Lagt er til að sett verði í viðauka til að mæta þessum launum kr. 185.000.-
    kr. 150.000.- á lykill 1191, við deild 21600
    kr. 35.000.- á lykill 1890, við deild 21600

    Bæjarráð samþykkir að greiða fundarsetu fyrir nefndarmenn í Stjórn Síldarminjasafnsins ses, Stjórn Þjóðlagaseturs og í stjórn Samfélags- og menningarsjóðs Siglufjarðar samkvæmt nefndarlaunum 2019 og samþykkir að vísa nefndarlaunum að upphæð kr. 185.000 í viðauka nr. 4/2019 við fjárhagsáætlun 2019 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 15.03.2019 þar sem óskað er eftir heimild til útboðs á ræstingum í Ráðhúsi Fjallabyggðar, það er 3. hæð og fundaraðstöðu á 2. hæð auk stigagangs.

    Bæjarráð samþykkir að veita heimild til útboðs vegna ræstingar í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .4 1902052 Rarik
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagður fram undirritaður samningur milli Fjallabyggðar og Rarik um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Sveitarfélaginu Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 26.02.2019 að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa vegna erindis Steingríms Kristinssonar, dags. 16.02.2019 er varðar reglur um nöfn höfunda ljósmynda sem birtar eru á vef sveitarfélagsins.

    Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 01.03.2019 þar sem fram kemur að myndefni það sem birt er á heimasíðu Fjallabyggðar er mest allt í eigu Fjallabyggðar og þ.a.l. ekki talin ástæða til að geta höfunda. Í einhverjum tilvikum hafa eigendur myndefnis óskað eftir að þeirra sé ekki getið sem höfundar myndefnis. Einnig hefur Fjallabyggð fengið aðsent myndefni frá opinberum aðilum eða félagasamtökum til að birta með fréttaefni og er það sjaldan sem höfundar slíks myndefnis eru tilgreindir. Ákvæði höfundarréttarlaga og persónuverndarlaga eru ætíð höfð að leiðarljósi við birtingu myndefnis á heimasíðu Fjallabyggðar.

    Markaðs- og menningarfulltrúi tekur á móti ábendingum um allar myndbirtingar sem bæjarbúar og aðrir þekkja sem sína eign eða í eigu annarra og hefur skráð það niður um leið og slíkar ábendingar berast, eytt myndum sé þess óskað og eða merkt þær höfundi í þeim tilfellum þar sem hann er þekktur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Á 595. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Árna Rúnars Örvarssonar, dags. 26.02.2019 er varðar æðardún í landi Fjallabyggðar á Siglufirði.

    Í vinnuskjali deildarstjóra tæknideildar dags. 19.mars 2019 kemur fram að Ólafur Guðmundsson og Pétur Guðmundsson byggðu upp æðavarpið á Vesturtanga á síðastliðnum áratugum.

    Bæjarráð sér ekki ástæðu til að breyta núverandi fyrirkomulagi og hafnar því erindi Árna Rúnars Örvarssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Vinnumálastofnunar, dags. 12.03.2019 þar sem athygli er vakin á þeim möguleika að ríki og sveitarfélög geta ráðið til sín í sumarstörf háskskólamenntað vinnuafl með starfsþjálfunarstyrk sem getur numið hálfum eða heilum atvinnuleysisbótum í allt að 6 mánuði.


    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram erindi frá Frey Gunnlaugssyni fyrir hönd BG nes ehf, dags. 19. mars 2019 þar sem þess er óskað að Fjallabyggð falli frá forkaupsrétti vegna sölu á fiskiskipinu Odds á Nesi ÓF-176, skipaskráningarnúmer 6991.

    Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Oddi á Nesi ÓF-176.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Íbúðalánasjóðs, dags. 13.03.2019 þar sem athygli er vakin á reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðisstofnanir og almennar íbúðir, nr. 555/2016, þar sem m.a. kveðið er á um hækkun á hámarksbyggingarkostnaði almennra íbúða sem skilgreindur er í 12. gr. reglugerðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Eyþings, dags. 08.03.2019 þar sem boðað er til aukaaðalfundar Eyþings þann 3. apríl nk. á Hótel Kea kl. 13.00.

    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Skipulagsstofnunar, dags. 13.03.2019. Skipulagsstofnun hefur hafið vinnu við viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu.
    Samráðsvettvangur um landsskipulagsstefnu er net tengiliða sem hafa áhuga á að fylgjast með mótun og framfylgd landsskipulagsstefnu. Samráðsvettvangurinn er öllum opinn. Skráning fer fram á landsskipulag.is eða með því að senda tölvupóst á landsskipulag@skipulag.is.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram erindi Útlendingastofnunar, dags. 13.03.2019 þar sem verið er að kanna afstöðu bæjarráðs/sveitarstjórnar til þess að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna fjölgunar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þjónustan snýr meðal annars að því að skaffa umsækjendum húsaskjól, fæði og félagslegan stuðning. Horft er til þjónustu við 40-50 einstaklinga en ekki er útilokað að semja um þjónustu við færri séu skilyrði til staðar. Ef áhugi er fyrir hendi óskar Útlendingastofnun eftir svari fyrir næstu mánaðarmót.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðni um þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 14.03.2019 þar sem ráðuneytið vekur athygli sveitarfélaga á áliti umboðsmanns Alþingis frá 26. október sl. í máli nr. 9561/2018, sem birt er á heimasíðu umboðsmanns, https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/6432/skoda/mal/. Í álitinu er m.a. fjallað um heimildir sveitarstjórna til að fela öðrum aðilum innan stjórnkerfis sveitarfélaga ákvörðunarvald um ráðningu starfsmanna, en um þær er fjallað í 56. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir funda stjórnar Flokkunar og aðalfundar Flokkunar sem haldnir voru þann 13. mars sl. Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til umsagnar erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 11.03.2019 er varðar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til umsagnar erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 13.03.2019 frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagt fram til umsagnar erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 14.03.2019 frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lögð fram til kynningar 318. fundargerð Stjórnar Eyþings frá 12. mars.sl.

    Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun Stjórnar Eyþings dags. 12.mars sl.:

    Stjórn Eyþings tekur undir þingsályktunartillögu þess efnis að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og er afstaða stjórnarinnar einróma í því að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns jafngóður eða betri kostur verði tilbúinn til notkunar. Þá tekur stjórn Eyþings undir greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni. Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samgöngum íbúa Norðausturlands, þá er tilgangur hluta ferðanna að sækja læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og tengist staðsetning flugvallarins þannig brýnum öryggishagsmunum almennings. Þá gegnir flugvöllurinn einnig lykilhlutverki í tengingu landsbyggðanna við opinbera grunnþjónustu og mikilvægar opinberar stofnanir, sem flestar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19. mars 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    103. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 14. mars sl.
    21. fundar Ungmennaráði Fjallabyggðar frá 13. mars sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 597. fundar bæjarráðs staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.