Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 21.12.2010

Yfirlit yfir leiguíbúðir  í eigu Fjallabyggðar lagt fram.  Eftir umræður um málið leggur nefndin til við bæjarstjórn að allt að 17 íbúðir, skv. nánari útfærslu, verði settar á söluskrá á næsta ári.  Jafnframt leggur nefdin til að í þeim tilvikum sem íbúðir kunna að verða auglýstar til sölu, verði núverandi íbúum boðin forkaupsréttur af íbúðunum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 199. fundur - 25.01.2011

50. fundur félagsmálanefndar lagði til við bæjarstjórn að allt að 17 íbúðir, yrðu settar á söluskrá.
Jafnframt lagði félagsmálanefnd til að núverandi íbúum yrði boðin forkaupsréttur að íbúðunum.
59. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa þessu máli til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Fyrir liggur álit lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi forkaupsréttarákvæði.

Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofu- og fjármálastjóra að skrifa leigjendum bréf og kanna hug þeirra til forkaupsréttar áður en ákvörðun verður tekin um sölu.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 04.02.2011

Samþykkt

Undir þessum lið sat Ólafur Þór Ólafsson, skrifstofustjóri Fjallabyggðar.  Ólafur gerði grein fyrir könnun meðal leigjenda um forkaupsrétt á leiguíbúðum í eigu Fjallabyggðar og lagði fram samantekt af niðurstöðu könnunarinnar.  Ólafur Þór vék af fundi kl. 17:45.  Eftir umræður um málið samþykkir félagsmálanefnd eftirfarandi:  Félagsmálanefnd harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við framkvæmd á bókun bæjarráðs um þetta mál, frá 25.01 s.l. þar sem samþykkt var að kanna hug leigjenda hjá Fjallabyggð til forkaupsréttar á allt að 17 íbúðum skv. lista. Því miður var framkvæmdin með þeim hætti að allar íbúðir Fjallabyggðar, sem eru 43 talsins, utan íbúða aldraðra í Skálarhlíð, voru settar í sölumeðferð með bréfi til íbúa.  Slíkt hefur aldrei komið til greina af hálfu Félagsmálanefndar. Félagsmálanefnd hefur áður samþykkt tillögu um að tiltekin fjöldi íbúða skv. nánari útfærslu, verði settar á söluskrá á árinu 2011.  Jafnframt lagði nefndin til að í þeim tilvikum sem íbúðir kunna að verða auglýstar til sölu, verði núverandi íbúum boðin forkaupsréttur af íbúðunum.  Tillaga félagsmálanefndar er skýr varðandi fjölda íbúða sem lagt er til að verði settar í söluferli og einnig hvaða íbúðir nákvæmlega um ræðir. Vill nefndin leggja áherslu á að það er ekki vilji nefndarinnar að allar íbúðir sveitarfélagsins verði settar á söluskrá.

Félagsmálanefnd beinir þeim eindregnu tilmælum til bæjarráðs að farið verði að tillögu félagsmálanefndar skv. bókun frá 50. fundi, 21. desember 2010.

Félagsmálanefnd óskar eftir að haft verði samband við þá leigjendur sem hlut eiga að máli, í samráði við starfsmenn félagsþjónustunnar og þeir beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þeir hafa orðið fyrir.  Jafnframt óskar nefndin eftir því að menn dragi lærdóm af þessu máli.  Bréf sem þessi eiga undir engum kringumstæðum að fara út án samráðs við nefndina eða starfsmenn hennar.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 201. fundur - 08.02.2011

50. fundur félagsmálanefndar lagði til við bæjarstjórn að allt að 17 íbúðir, yrðu settar á söluskrá. Jafnframt lagði félagsmálanefnd til að núverandi íbúum yrði boðin forkaupsréttur að íbúðunum.
59. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa þessu máli til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
52. fundur félagsmálanefndar ítrekar við bæjarráð að þeirra tillaga hafi verið um ákveðnar íbúðir.
Skrifstofu- og fjármálastjóri gerði grein fyrir könnun meðal leigjenda um forkaupsrétt á leiguíbúðum í eigu Fjallabyggðar og
lagði fram samantekt af niðurstöðu könnunarinnar.

Bæjarráð samþykkir að eftirtaldar íbúðir verði settar á söluskrá á árinu 2011.

Ólafsvegur 28 Ólafsfirði íbúð 103
Ólafsvegur 28 Ólafsfirði íbúð 104
Ólafsvegur 28 Ólafsfirði íbúð 203
Ólafsvegur 30 Ólafsfirði íbúð 102
Ólafsvegur 30 Ólafsfirði íbúð 201
Ólafsvegur 30 Ólafsfirði íbúð 202
Hafnargata 24 Siglufirði
Aðalgata 52 Ólafsfirði
Bylgjubyggð 55 Ólafsfirði
Bylgjubyggð 49 Ólafsfirði
Bylgjubyggð 63 Ólafsfirði
Ægisgata 26 Ólafsfirði
Ægisgata 32 Ólafsfirði
Laugarvegur 37 Siglufirði íbúð 102
Laugarvegur 39 Siglufirði íbúð 101
Laugarvegur 39 Siglufirði íbúð 201

Jafnframt samþykkir bæjarráð að núverandi íbúum verði boðin forkaupsréttur að íbúðunum.
Skrifstofu- og fjármálastjóra falið að gera samning við fasteignasala um mat á íbúðunum og leggja í framhaldi tillögu fyrir bæjarráð um tímasetningar og framkvæmd sölu.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15.02.2011

Félagsmálanefnd leggur til að ekki fari fleiri íbúðir á söluskrá að sinni, en þær sem nefndin hefur áður lagt til við bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 205. fundur - 08.03.2011

Lagðar fram upplýsingar um niðurstöður verðkönnunar meðal fasteignasala. Um er að ræða íbúðir sem bæjarfélagið er tilbúið til að selja fáist viðunandi tilboð.

Bæjarráð samþykkir að fela Hvammi fasteignasölu, sölu og gerð verðmats.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 213. fundur - 03.05.2011

Lagt fram verðmat og söluáætlun vegna 17 íbúða sem fasteignasalan Hvammur gerði í apríl.
Bæjarráð samþykkir að setja strax á sölu, þær 5 íbúðir sem eru lausar.
Bæjarráð felur fasteignasala að ræða við leigjendur um hugsanleg kaup sem byggir á framkomnu verðmati.
Frekari ákvarðanatöku frestað til næsta fundar.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 214. fundur - 17.05.2011

213. fundur bæjarráðs fól fasteignasala að ræða við leigjendur þeirra íbúða sem voru í söluáætlun, um hugsanleg kaup sem byggði á framkomnu verðmati.
Lagt fram yfirlit frá fasteignasala um áhuga leigjenda á kaupum á íbúðum.

Leigjendur að Ægisgötu 32 Ólafsfirði voru þeir einu sem lögðu fram tilboð. Eitt tilboð hefur einnig borist í lausa íbúð að Laugarvegi 37 Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir að gera tilboðsgjöfum gagntilboð á þeim nótum sem rætt var í bæjarráði og veitir skrifstofu- og fjármálastjóra heimild til að ganga frá sölu.
Bæjarráð samþykkir að setja Hafnargötu 24 Siglufirði á söluskrá og jafnframt að fleiri eignir í þessu söluferli fari á söluskrá 15. ágúst 2011.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 218. fundur - 21.06.2011

Samkvæmt upplýsingum fasteignasala féll fyrra tilboð úr gildi er búið var að samþykkja í Laugarveg 37 íbúð 102.
Fyrir bæjarráði liggur annað tilboð frá Kristjáni Dúa Benediktssyni að upphæð kr. 3,5 milljón.
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi tilboð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 222. fundur - 19.07.2011

Borist hefur tilboð að upphæð 2,3 millj. í Hvanneyrarbraut 58 Siglufirði.
Fyrir bæjarráðsfund gæti hafa borist tilboð í Hafnargötu 24 Siglufirði.

Lagt fram kauptilboð frá Fasteignasölunni Hvammi f.h. Svanbjargar H. Jóhannsdóttur og fleiri að eigninni Hvanneyrarbraut 58 Siglufirði.

Tilboðsverð er 2.300.000.- m.kr. Bæjarráð telur rétt að gera gagntilboð að upphæð kr. 2.750.000.-.

Samþytt samhljóða.

Lagt fram kauptilboð frá Fasteignasölunni Hvammi f.h. Valts Pogels að eigninni Hafnargötu 24 Siglufirði.

Tilboðsverð er 3.500.000.- m.kr. Bæjarráð hafnar tilboðinu.

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 223. fundur - 26.07.2011

Bæjarráð samþykkir nýtt tilboð í Hvanneyrarbraut 58.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 226. fundur - 23.08.2011

Lagt fram minnisblað frá Sigurði Sigurðssyni fasteignasala. Í minnisblaðinu kemur fram að búið er að selja þrjár eignir þ.e. tvær á Siglufirði og eina í Ólafsfirði.

Hann leggur til við bæjarráð að bæjarfélagið setji fleiri íbúðir á söluskrá. Besti tími til að selja íbúðir er nú í haust sem og næsta vor.

 

Bæjarráð samþykkir að setja ekki fleiri íbúðir í sölumeðferð á árinu 2011. Málið skoðað að nýju næsta vor.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 30.08.2011

Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs um þetta mál frá 23.08.2011.
Félagsmálanefnd er samþykk bókun bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 228. fundur - 12.09.2011

Tilboð í Hafnargötu 24

Borist hefur eitt tilboð í Hafnargötu 24, að upphæð kr. 4.0 m.kr. frá óstofnuðu einkahlutafélagi í Fjallabyggð.

 

Bæjarráð hafnar umræddu tilboði og felur bæjarstjóra að ræða við bjóðendur um gagntilboð sem taki mið af framkomnu útboði og ásettu verði bæjarfélagsins.

  

Bæjarstjóri óskar samþykkis bæjarráðs til að auglýsa óseldar ónotaðar íbúðir í skammtímaleigu.

Bæjarráð samþykkir fram komnar óskir.