Bæjarráð Fjallabyggðar

223. fundur 26. júlí 2011 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2011

Málsnúmer 1012059Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneyti, dags. 15. júlí. Í bréfinu kemur fram endanlegt framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum Fjallabyggðar.

Framlagið verður 10.170.000.- í stað 9.720.000.- sem gert var ráð fyrir í áætlun ársins.

2.Tækifærisleyfi - útiskemmtun

Málsnúmer 1107069Vakta málsnúmer

Rauðka efh. sækir um tækifærisleyfi fyrir útidansleik í portinu við Ísafoldarhúsið sunnudaginn 31. júlí n.k. kl. 23.00.

Skipulags- og umhverfisnefnd sem og slökkviliðsstjóri hafa tekið erindið fyrir og samþykkt samhljóða.

Bæjarráð samþykkir erindið, enda verði gæsla og eftirlit með fullnægjandi hætti.

Samþykkt samhljóða.

3.Ósk um styrk vegna uppbyggingar strandblakvallar

Málsnúmer 1107071Vakta málsnúmer

Óskar Þórðarson f.h. Blakklúbbs Siglufjarðar sækir um styrk til að takast á við mikinn kostnað við uppbyggingu vallarins, en völlurinn skapar aukna möguleika fyrir heimafólk og ferðafólk til útivistar og afþreyingar í bænum. Áætlaður kostnaður er um 1.2 m.kr.

Bæjarráð telur rétt að vísa málinu til gerðar fjárhágsáætlunar fyrir árið 2012 en sú vinna hefst í október.

Samþykkt samhljóða.

4.Hvað verður um gamla Slippverkstæðið?

Málsnúmer 1107073Vakta málsnúmer

Örlygur Kristfinnsson og Guðmundur Skarphéðinsson kanna hug bæjarráðs til framtíðar gamla slippverkstæðisins á Siglufirði.

Síldarmimjasafnið hefur undanfarin ár lagt sérstaka áherslu og rækt við árabátasmíð og endurheimt gamallar verkmenningar í samvinnu við Bátaverndarmiðstöð í Norður Noregi.

Áhugi er á að stofna með Síldarminjasafninu félag um bátavernd og rekstur slippsins. Bréfritarar óska eftir viðræðum við bæjarstjórnendur um erindið.

Bæjarráð telur rétt að boða bréfritara á fund bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

5.Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar - erindi til bæjarráðs

Málsnúmer 1107058Vakta málsnúmer

Rósa Bjarnadóttir forstöðumaður Bóka og hérðaskjalasafns Fjallabyggðar óskar heimildar til að ráða starfsmann á Bóka og hérðaskjalasafn Fjallabyggðar og er áætlaður kostnaður um 900 þúsund fram að áramótum og um 2.7 m.kr á næsta ári. Leggur hún áherslu á að hérðaskjalasafnið sé óskráð og í raun óstarfhæft í núverandi ástandi.

Bæjarráð telur rétt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 en sú vinna hefst í október.

Samþykkt samhljóða.

6.Náttúrugripasafn og Listasafn í eigu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1107050Vakta málsnúmer

Fræðslu og menningarfulltrúi Fjallabyggðar vekur athugli á stöðu safnamála í Fjallabyggð og kallar eftir framtíðarstefnu bæjarfélagsins í þeim efnum.

Bæjarráð vill taka fram að ætlunin var að taka málið á dagskrá við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012. Hins vegar er ljóst að áhugafélag um safnamál er að störfum og er beðið með allar ákvarðanir þar til séð verður hvað tillögur þeirra bera með sér.

Bæjarráð vísar engu að síður málinu til afgreiðslu á fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 en sú vinna hefst í október.

Samþykkt samhljóða.

 

7.Rússneskir ríkisborgarar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1107017Vakta málsnúmer

Í tilefni þingkosninga í Rússlandi er verið að kanna hvort rússneskir ríkisborgarar séu búsettir í Fjallabyggð.  Verið er að tryggja kosningarétt viðkomandi aðila í væntanlegum kossningum í Rússlandi.

Bæjarstjóri hefur nú þegar haft sambandi við þann aðila sem kemur til greina.

8.Arður fyrir árið 2010

Málsnúmer 1107070Vakta málsnúmer

Síldarvinnslan hefur greitt Fjallabyggð arð að upphæð kr. 28.775.- fyrir árið 2010.

Lagt fram til kynningar.

9.Aðsóknartölur í sundlaugar Fjallabyggðar á Þjóðlagahátíð og Nikulásarmót

Málsnúmer 1107076Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um aðsókn í sundlaugar Fjallabyggðar.

10.Fjármunir og fjárþurrð slökkviliða í landinu

Málsnúmer 1107075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samantekt um fjármuni og fjárþurrð slökkviliða í landinu.

11.Bótakrafa vegna flugskýlis

Málsnúmer 1010006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Lagfæringar á vegi í gegnum Siglufjörð

Málsnúmer 1107040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Iceland Review

Málsnúmer 1107072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

 

14.Snorragata - deiliskipulag

Málsnúmer 1005165Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar nýtt kostnaðarmat.

15.Fundir deildarstjóra Fjallabyggðar 2011

Málsnúmer 1105018Vakta málsnúmer

Fundargerð deildarstjóra lögð fram til kynningar.

 

16.Vegvísar að Harbour House Café

Málsnúmer 1107082Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir bráðabyrgðarleyfi til sjöunda ágúst. Vísar erindinu til umhverfis og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

17.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1105006Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir byggingarleyfir til RARIK en um er að ræða stjórnstöð fyrir hitaveitu við Hlíðarrípil.

Samþykkt samhljóða.

18.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir nýtt tilboð í Hvanneyrarbraut 58.

Samþykkt samhljóða.

19.Málefni Rauðku

Málsnúmer 1107088Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá Sólrúnu Júlíusdóttur til bæjarstjóra.
"Varðandi málefni Rauðku, þá óska ég eftir skriflegu svari sem allra fyrst við eftirfarandi:

A: Hver er staða varðandi deiliskipulag um fyrirhugaða hótelbyggingu?
B: Hver er staða í samningaviðræðum milli bæjarfélagsins og Rauðku um framkomnar tillögur sem teknar voru til afgreiðslu í bæjarráði?"

Fundi slitið - kl. 19:00.