Málefni Rauðku

Málsnúmer 1107088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 223. fundur - 26.07.2011

Lögð fram fyrirspurn frá Sólrúnu Júlíusdóttur til bæjarstjóra.
"Varðandi málefni Rauðku, þá óska ég eftir skriflegu svari sem allra fyrst við eftirfarandi:

A: Hver er staða varðandi deiliskipulag um fyrirhugaða hótelbyggingu?
B: Hver er staða í samningaviðræðum milli bæjarfélagsins og Rauðku um framkomnar tillögur sem teknar voru til afgreiðslu í bæjarráði?"

Bæjarráð Fjallabyggðar - 224. fundur - 03.08.2011






Svör bæjarstjóra við tveimur fyrirspurnum frá 223. fundi bæjarráðs.


Deiliskipulag fyrir hótelbyggingu við Snorragötu hefur verið auglýst og bárust engar athugasemdir.


Skipulagið er nú til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun ríkisins og er endanlegs samþykkis að vænta í næstu viku.


 


Tæknideild er tilbúin til að láta útbúa mæliblað af umræddri lóð og afgreiða hana með formlegum hætti um leið og umsókn berst með byggingarnefndarteikningum.


 


Er varðar formlegar viðræður þá er rétt að geta þess að bæjarstjóri hefur lagt þunga áherslu á bein tengsl forsvarsmanna Rauðku ehf. við bæjarstjóra til að hraða sem mest undirbúningsvinnu við þær hugmyndir sem bæjarráð hefur nú þegar afgreitt.


Viðræður um einstök mál verða teknar upp með bæjarráði um leið og beinar óskir, niðurstöður eða ábendingar koma fram.