Bæjarráð Fjallabyggðar

224. fundur 03. ágúst 2011 kl. 12:00 - 14:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Helga Helgadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Leiðbeinendanámskeið Vistverndar - ósk um fjárstuðning

Málsnúmer 1107052Vakta málsnúmer






Lagt fram bréf verkefnisstjóra Vistverndar þar sem fram kemur beiðni Landverndar um að sveitarfélagið greiði götu íbúa sem hafa áhuga á að sækja leiðbeinendanámskeið Vistverndar í verki 18.- 20 ágúst nk. með fjárstuðningi að upphæð kr. 25.000.-. Tilgangur visthópastarfs er að efla umhverfisvitund íbúa og beina þeim inn á braut vistvænni lífsstíls.


Lagt fram til kynningar, erindinu hafnað.


 

2.Átak í afþreyingar- og umhverfismálum í Siglufirði

Málsnúmer 1106092Vakta málsnúmer









Til umræðu og afgreiðslu eru bréf eftirtalinna aðila.


1. Afgreiðsla frístundanefndar og umsögn á erindi bæjarráðs á erindum frá Rauðku ehf./Valló ehf., dags. 11. júlí 2011.


2. Bréf íþrótta- og tómstundafulltrúa frá 13. júlí 2011.


3. Ábendingar frá lögmanni bæjarfélagsins dags. 25. júlí 2011.


4. Umsögn Skíðafélags Ólafsfjarðar dags. 27. júlí 2011.


5. Umsögn stjórnar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar dags. 28. júlí 2011.


6. Umsögn Skíðafélags Siglufjarðar dags. 28. júlí 2011.


 


Í bréfunum koma fram ábendingar sem bæjarfulltrúar þurfa að hafa í huga í viðræðum bæjarráðs við Valló ehf. um frekari samvinnu í uppbyggingu skíðasvæða í Fjallabyggð.


Bæjarráð óskar eftir skriflegri greinargerð og þar með skriflegum áherslum og fyrirhuguðum áformum Valló ehf. m.a. í ljósi framlagðra gagna.
Frekari umræðu er frestað til næsta fundar bæjarráðs þegar umrædd gögn verða lögð fram.

3.Ósk um kaup á lóð milli Múlavegar 1 og 3, Ólafsfirði

Málsnúmer 1107080Vakta málsnúmer







Norlandia ehf. óskar eftir kaupum á lóðinni milli Múlavegar 1 og 3 í Ólafsfirði.


Bæjarráð hafnar framkomnum óskum.


Bæjarráð telur eðlilegt að allt land innan byggðar sé í eigu bæjarfélagsins og sé í útleigu með venjulegum skilmálum lóðaleigusamninga.

4.Stoðveggir - Hólavegi 25 og 27 Siglufirði

Málsnúmer 1107095Vakta málsnúmer

Lagðir fram útreikningar á stoðveggjum við Hólaveg 25 og 27 Siglufirði.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar afgreiðslu málsins.

5.Stoðveggir - Laugarvegur 12 Siglufirði

Málsnúmer 1107094Vakta málsnúmer

Lagðir fram útreikningar á stoðvegg að Laugarvegi 12 Siglufirði.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar afgreiðslu málsins.

6.Forgangsverkefni á fjögurra ára samgönguáætlun

Málsnúmer 1107087Vakta málsnúmer






Innanríkisráðuneytið óskar eftir ábendingum frá sveitarstjórn Fjallabyggðar um forgangsverkefni sem að hún vill setja í forgang í næstu samgönguáætlun.


Bæjarráð telur rétt að benda á neðantalin verkefni.


1. Vegur að skíðasvæðinu á Siglufirði.


2. Samgöngubætur frá Fljótum til Siglufjarðar.


3. Samgöngubætur frá Dalvík til Ólafsfjarðar.
4. Hafnarbætur.
5. Áframhaldandi uppbygging millilandaflugvallar á Akureyri.


Þessar framkvæmdir munu stuðla að miklum samgöngubótum á norðanverðum Tröllaskaga og frekari samvinnu sveitarfélaga á svæðinu.
Bættar samgöngur eru forsenda þess að hægt sé að koma bæjarfélaginu í samband við aðra þjónustukjarna á þeirri forsendu sem samgönguráð setur í stefnumótun sinni fyrir árið 2011 - 2022. 
Strákagöng og Múlagöng eru orðin börn sín tíma og hamla eðlilegri og vaxandi umferð um Fjallabyggð.


Hafnarbætur á Siglufirði eru einnig nauðsynlegar með tilliti til væntinga bæjarfélagsins um aukna hafnsækna starfsemi.

7.Beint lýðræði og aukin þátttaka íbúa

Málsnúmer 1107081Vakta málsnúmer





Ráðstefna um eflingu lýðræðis hjá ríki og sveitarfélögum verður haldin 14. september í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur.


Lagt fram til kynningar.

8.Greidd staðgreiðsla til sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs

Málsnúmer 1107085Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um greidda staðgreiðslu til sveitarfélagsins fyrstu 7 mánuði ársins.

9.Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 1107086Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um greiðslur einstakra framlaga úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélagsins mánuðina janúar - júní 2011. 

10.Málefni Rauðku

Málsnúmer 1107088Vakta málsnúmer






Svör bæjarstjóra við tveimur fyrirspurnum frá 223. fundi bæjarráðs.


Deiliskipulag fyrir hótelbyggingu við Snorragötu hefur verið auglýst og bárust engar athugasemdir.


Skipulagið er nú til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun ríkisins og er endanlegs samþykkis að vænta í næstu viku.


 


Tæknideild er tilbúin til að láta útbúa mæliblað af umræddri lóð og afgreiða hana með formlegum hætti um leið og umsókn berst með byggingarnefndarteikningum.


 


Er varðar formlegar viðræður þá er rétt að geta þess að bæjarstjóri hefur lagt þunga áherslu á bein tengsl forsvarsmanna Rauðku ehf. við bæjarstjóra til að hraða sem mest undirbúningsvinnu við þær hugmyndir sem bæjarráð hefur nú þegar afgreitt.


Viðræður um einstök mál verða teknar upp með bæjarráði um leið og beinar óskir, niðurstöður eða ábendingar koma fram. 

11.Könnun á viðhorfi almennings til ferðamanna, bæjarhátíða og bæjarfélaga á Íslandi 27. maí-5.júní 2011

Málsnúmer 1107065Vakta málsnúmer




Lögð fram til kynningar könnun sem unnin var af Miðlun ehf. og Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, um viðhorf almennings á Íslandi 27. maí - 5. júní 2011.

12.Samningur um uppbyggingu á Golfvellinum í Skeggjabrekku í Ólafsfirði

Málsnúmer 1105135Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur.

13.Hvað verður um gamla Slippverkstæðið?

Málsnúmer 1107073Vakta málsnúmer







Á fund bæjarráðs komu fulltrúar Síldarminjasafns Íslands, Örlygur Kristfinnsson og Guðmundur Skarphéðinsson og fóru yfir sín sjónarmið í tengslum við áhuga aðila á að stofna með Síldarminjasafninu félag um bátavernd og rekstur slippsins.
Bæjarráð samþykkir að leitað verði sameiginlegra leiða til að verkefnið geti orðið að veruleika.

14.Snorragata - deiliskipulag

Málsnúmer 1005165Vakta málsnúmer

Kostnaðaráætlun frá VSÓ lögð fram til kynningar.
Áætlaður kostnaður bæjarfélagsins gæti verið um 11 m.kr.

15.Deiliskipulag Hólsdal og Skarðsdal

Málsnúmer 1010107Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs komu Halldór Jóhannsson og Lilja Filippusdóttir frá Teikn á lofti og fóru yfir forsendur og stöðu skipulagsgerðar fyrir Hólsdal og Skarðsdal.

 

16.Útreikningur á 0.25 prósentustiginu

Málsnúmer 1107093Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Samningur Fjallabyggðar og Haforku ehf. vegna vatnstöku úr landi Burstabrekku

Málsnúmer 1003133Vakta málsnúmer

Samningur lagður fram til kynningar og bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmann Haforku.

Fundi slitið - kl. 14:00.