Hvað verður um gamla Slippverkstæðið?

Málsnúmer 1107073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 223. fundur - 26.07.2011

Örlygur Kristfinnsson og Guðmundur Skarphéðinsson kanna hug bæjarráðs til framtíðar gamla slippverkstæðisins á Siglufirði.

Síldarmimjasafnið hefur undanfarin ár lagt sérstaka áherslu og rækt við árabátasmíð og endurheimt gamallar verkmenningar í samvinnu við Bátaverndarmiðstöð í Norður Noregi.

Áhugi er á að stofna með Síldarminjasafninu félag um bátavernd og rekstur slippsins. Bréfritarar óska eftir viðræðum við bæjarstjórnendur um erindið.

Bæjarráð telur rétt að boða bréfritara á fund bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 224. fundur - 03.08.2011







Á fund bæjarráðs komu fulltrúar Síldarminjasafns Íslands, Örlygur Kristfinnsson og Guðmundur Skarphéðinsson og fóru yfir sín sjónarmið í tengslum við áhuga aðila á að stofna með Síldarminjasafninu félag um bátavernd og rekstur slippsins.
Bæjarráð samþykkir að leitað verði sameiginlegra leiða til að verkefnið geti orðið að veruleika.