Bæjarráð Fjallabyggðar

222. fundur 19. júlí 2011 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Beiðni um að ráða iðjuþjálfa

Málsnúmer 1106006Vakta málsnúmer

Stjórnendur leikskóla Fjallabyggðar óska eftir starfsmanni í 50% stöðu til að halda utan um sérkennslu á leikskólanun, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa eða leikskólakennara.

Fræðslunefnd tekur undir framkomnar óskir, en telur rétt að mæla með 30% stöðu fram til áramóta til að sinna sérkennslu. Starfshlutfallið gæti síðan aukast í 50% um áramót.

Bæjarstjóri lagði fram upplýsingar um áætlaðan kostnað til áramóta og einnig tillaga að starfslýsingu.

Bæjarráð tekur vel í ábendingar fræðslunefndar. Málinu er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun í ágúst. Ef staða bæjarsjóðs og áætlun leyfir þá gæti komið til ráðningar 1. september n.k.

Samþykkt samhljóða.

2.Styrktarsamningur - ósk um viðræður

Málsnúmer 1107025Vakta málsnúmer

Gásakaupstaður ses. óskar eftir viðræðum við Fjallabyggð um gerð styrktarsamnings við sjálfseignarstofnunina sem tæki gildi um næstu áramót.

Megin bakhjarlar sjálfseignarstofnunarinnar hafa verið sveitarfélögin í Eyjafirði og sjálfboðaliðar.

Bæjarráð telur rétt að vísa erindinu til gerðar næstu fjárhagsáætlunar og felur bæjarstjóra að kanna frekar aðkomu bæjarfélaga að starfseminni.

3.Hólavegur 63, vatnstjón

Málsnúmer 1010048Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag um fullnaðaruppgjör vegna skemmda sem urðu á bílskúr og munum í umræddri húseign.

Um er að ræða fullnaðargreiðslu vegna skemmda sem rekja má til snjóflóðavarnargarða í Siglufirði.

Lagt fram til kynningar og er bæjarstjóra falið að undirrita samkomulagið.

Samþykkt samhljóða.

4.Varðar Aðalgötu 32 Siglufirði

Málsnúmer 1011143Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram handskrifað minnisblað sem eigandi að Aðalgötu 32 hefur samþykkt fyrir hönd Sigluness hf.

Bæjarstjóra er falið að undirrita samkomulag í samræmi við minnisblaðið og er málinu þar með lokið.

Samþykkt samhljóða.

5.Þáttaka ungmenna í VII.Umhverfisþingi 14. október 2011

Málsnúmer 1107014Vakta málsnúmer

VII. Umhverfisþing verður haldið á Hótel Selfossi 14. október 2011. Náttúruvernd verður aðalumfjöllunarefni þingsins. Óskað er eftir því að sveitarfélög sjái til þess að ungt fólk hafi tök á að sækja þingið og er sú þátttaka á ábyrgð sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar málinu til frístundanefndar og óskar eftir tilnefningu á einum fulltrúa til þátttöku f.h. Fjallabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

6.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

Borist hefur tilboð að upphæð 2,3 millj. í Hvanneyrarbraut 58 Siglufirði.
Fyrir bæjarráðsfund gæti hafa borist tilboð í Hafnargötu 24 Siglufirði.

Lagt fram kauptilboð frá Fasteignasölunni Hvammi f.h. Svanbjargar H. Jóhannsdóttur og fleiri að eigninni Hvanneyrarbraut 58 Siglufirði.

Tilboðsverð er 2.300.000.- m.kr. Bæjarráð telur rétt að gera gagntilboð að upphæð kr. 2.750.000.-.

Samþytt samhljóða.

Lagt fram kauptilboð frá Fasteignasölunni Hvammi f.h. Valts Pogels að eigninni Hafnargötu 24 Siglufirði.

Tilboðsverð er 3.500.000.- m.kr. Bæjarráð hafnar tilboðinu.

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

7.Fundir deildarstjóra Fjallabyggðar 2011

Málsnúmer 1105018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram til kynningar fundargerð deildarstjóra frá  09.07.2011.

8.Lánayfirlit 30. júní 2011

Málsnúmer 1107041Vakta málsnúmer

Lagt fram lánayfirlit fyrir Fjallabyggð.

9.Rekstraryfirlit málaflokka janúar - maí 2011

Málsnúmer 1107055Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit yfir málaflokka frá áramótum. Ljóst er að tekjur bæjarfélagsins eru minni en áætlun gerði ráð fyrir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita skýringa fyrir næsta fund bæjarráðs en telur útgjöld vera í samræmi við áætlun.

 

10.Upplýsingar um fasteignamat 2012

Málsnúmer 1107032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fasteignamat fyrir árið 2012. Ljóst er að matið mun hækka um 9.9% á milli ára.

Bæjarráð mun taka tillit til þeirrar hækkunar við skoðun á álagningarstofnum næsta árs, við gerð fjárhagsáætlunar.

11.Ljóðasetur Íslands á Siglufirði

Málsnúmer 1105175Vakta málsnúmer

Bæjarfélagið afhenti Ljóðasetrinu að gjöf kr. 100.000.- í tilefni vígslu, föstudaginn 8. júlí s.l. en f.v. forseti Frú Vigdís Finnbogadóttir sá um opnun setursins og átti hér góðan dag.

Bað hún bæjarstjóra fyrir góðar kveðjur til íbúa Fjallabyggðar.

12.Ráðstefnan "Okkar ísháða veröld" 3.- 6. september 2011

Málsnúmer 1107029Vakta málsnúmer

Boðið er til ráðstefnu Rannsóknarþings norðursins sem haldin verður í Hveragerði 3.- 6. september 2011.

Lagt fram til kynningar.

13.Styrktarsjóður EBÍ og fulltrúaráðsfundur EBÍ

Málsnúmer 1107046Vakta málsnúmer

Tilgangur Styrktarsjóðs EBÍ er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir og rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, og fræðslu - og menningarmálum aðildarsveitarfélaga.

14.Fundargerð 788. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1107051Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.