Beiðni um að ráða iðjuþjálfa

Málsnúmer 1106006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 222. fundur - 19.07.2011

Stjórnendur leikskóla Fjallabyggðar óska eftir starfsmanni í 50% stöðu til að halda utan um sérkennslu á leikskólanun, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa eða leikskólakennara.

Fræðslunefnd tekur undir framkomnar óskir, en telur rétt að mæla með 30% stöðu fram til áramóta til að sinna sérkennslu. Starfshlutfallið gæti síðan aukast í 50% um áramót.

Bæjarstjóri lagði fram upplýsingar um áætlaðan kostnað til áramóta og einnig tillaga að starfslýsingu.

Bæjarráð tekur vel í ábendingar fræðslunefndar. Málinu er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun í ágúst. Ef staða bæjarsjóðs og áætlun leyfir þá gæti komið til ráðningar 1. september n.k.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 227. fundur - 30.08.2011

Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar óskar eftir leyfi til að ráða starfsmann í hlutastarf, til að sinna sérfræðiþjónustu við Leikskóla Fjallabyggðar. Um er að ræða brýna þörf og þar á meðal barn með skilgreinda fötlun sem þarf á slíkri þjónustu að halda.

 

Bæjarráð felur fræðslu og menningarfulltrúa, í samráði við leikskólastjóra, að auglýsa 30% stöðugildi laust til umsóknar frá 1. október 2011.

Bæjarstjóra er falið að taka tillit til þessarar ákvörðunar við breytingar á fjárhagsáætlun ársins.