Bæjarráð Fjallabyggðar

218. fundur 21. júní 2011 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Þorbjörn Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Lausaganga búfjár

Málsnúmer 1105040Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs komu umhverfisfulltrúi og búfjáreftirlitsmaður sveitarfélagsins.
Farið var yfir atriði er tengjast fjallskilum, afrétti og beitarlandi.
Bæjarstjóri fór yfir póst frá héraðsdýralækni Skaga- og Eyjafjarðarumdæmis, þar sem ítrekað er að fjallskilamál séu á hendi sveitarstjórnar.
Einnig voru lagðar fram upplýsingar frá Ólafi Dýrmundssyni ráðunaut hjá Búnaðasambandi Íslands þar sem fram kemur að hann telur ekki nokkurn vafa á að Siglufjörður eigi afréttarlönd.

 

Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum tæknideildar og búfjáreftirlitsmanni að leggja fyrir bæjarráð tillögu að samræmdum fjallskilum, reglum um nýtingu afréttar og beitarlanda Fjallabyggðar. Einnig lagfæringu á reglum um búfjárhald.

Lögð er áhersla á að tillaga liggi fyrir til kynningar 8. júlí 2011.

2.Átak í afþreyingar- og umhverfismálum í Siglufirði

Málsnúmer 1106092Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fimm erindi í tengslum við fund bæjarstjóra með forsvarsmönnum Rauðku, Valló, Báss, Selvíkur og Golfklúbbs Siglufjarðar 16. júní 2011.
Þau eru eftirfarandi:

a) Rauðka óskar eftir viðræðum við Fjallabyggð um viðbótarlóð undir væntanlegt hótel á suðurkanti smábátahafnarinnar í Siglufirði.

b) Rauðka og Valló óska eftir viðræðum við Fjallabyggð um nýjan langtímasamning um rekstur skíðasvæðis í Skarðsdal og aðkomu að byggingu nýs skíðaskála.

c) Rauðka og Selvík óska eftir viðræðum við Fjallabyggð um skipulagsmál við ofanverða Gránugötu í tengslum við kaup Selvíkur á fasteign Egilssíldar ehf.

d) Rauðka og Golfklúbbur Siglufjarðar sækja um land undir golfvöll í Hólsdal.

e) Rauðka og Bás lýsa yfir áhuga á að koma að með Fjallabyggð umbreytingu á landfyllingu sunnan innri hafnar.

Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúar og nefndarfólk Fjallabyggðar sem getur komið því við, mæti til kynningarfundar um ofangreind erindi, föstudaginn 24. júní kl. 11 í Kaffi Rauðku, Siglufirði.

3.Heilsugæslan í Ólafsfirði - undirskriftarlistar

Málsnúmer 1106073Vakta málsnúmer

Á 217. fundi bæjarráðs voru lagðir fram undirskriftarlistar 238 íbúa Fjallabyggðar þar sem mótmælt var fyrirhugaðri skerðingu á þjónustu heilsugæslunnar í Ólafsfirði í sumar.
Einnig kom fram í fundargerð bókun stjórnar Hornbrekku þar sem átalin voru vinnubrögð vegna ákvörðunar um opnunartíma og viðveru læknis á heilsugæslu í Ólafsfirði.
Á fund bæjarráðs kom forstjóri Heilbrigðisstofnunar í Fjallabyggð, Konráð Baldvinsson til að útskýra ástæður skipulagsbreytinga.

Bæjarráð tekur undir áhyggjur íbúa í Ólafsfirði og stjórnar Hornbrekku, er varðar skerta þjónustu og hvetur stjórnendur Heilbrigðisstofnunarinnar til að tryggja íbúum Fjallabyggðar jafna og góða þjónustu í takt við fjárveitingar.

4.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

Samkvæmt upplýsingum fasteignasala féll fyrra tilboð úr gildi er búið var að samþykkja í Laugarveg 37 íbúð 102.
Fyrir bæjarráði liggur annað tilboð frá Kristjáni Dúa Benediktssyni að upphæð kr. 3,5 milljón.
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi tilboð.

5.Samkomulag um tillögu til skipulagsyfirvalda Fjallabyggðar að breytingu á lóðastærðum lóðanna Skútustíg 1 og Skútustíg 5, Saurbæjarás, Fjallabyggð

Málsnúmer 1106091Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að samkomulagi til skipulagsyfirvalda Fjallabyggðar að breytingu á lóðastærðum lóðanna Skútustíg 1 og Skútustíg 5, Saurbæjarás, Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita og vísa til skipulags- og umhverfisnefndar.

6.Samstarfssamningur sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál

Málsnúmer 1106090Vakta málsnúmer

Menningarráð Eyþings óskar í bréfi dagsettu 8. júní 2011, eftir staðfestingu á samstarfssamningi sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál.

Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samstarfssamning.

7.Sorpvinnsla í Áhaldahúsi bæjarins á Siglufirði

Málsnúmer 1106081Vakta málsnúmer

Eigandi húsnæðis að Lækjargötu 13 e.h. Siglufirði óskar eftir í erindi sínu dagsettu 14. júní 2011, að fá upplýsingar um hvort vinna með sorp komi til með að vera í húsnæði sveitarfélagsins, Aravíti að Lækjargötu 16 Siglufirði.  Bréfritari telur að verði af því þurfi hann að kanna rétt sinn gagnvart þeirri stöðu.

Í tengslum við skoðun á mögulegu gámasvæði í húsinu var upplýsingum frá deildarstjóra tæknideildar um starfsleyfisskilyrði slíkra stöðva kynnt fyrir bæjarráði.

Bæjarráð hefur ekki tekið afstöðu til málsins þar sem beðið er eftir upplýsingum frá vinnueftirliti og skipulagsstofnun.

8.Vesturgata 5 - Ólafsvegur 2

Málsnúmer 1009096Vakta málsnúmer

Í erindi deildarstjóra tæknideildar frá 14. júní 2011 er óskað eftir því að fyrri afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar verði ógild.
Talið var að skúr sem stóð til að rífa á kostnað eigenda Ólafsvegar 2 væri inn á lóð Vesturgötu 5.
Við frekari skoðun á málsgögnum kom í ljós ósamræmi á lóðarstærð miðað við lóðarblöð.
Bæjarráð ógildir hér með fyrri ákvörðun.

9.Ráðning sumarstarfsfólks

Málsnúmer 1105115Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti þær ábendingar sem hafa komið fram um verkefni sem bæta má á lista yfir átaksverkefni sumarsins.

Bæjarráð leggur áherslu á að verkefni sumarsins verði tekin til endurskoðunar eftir þörfum.

10.Tillaga um skipun byggingarnefndar vegna skólahúsnæðis í Fjallabyggð

Málsnúmer 1106102Vakta málsnúmer

Samþykkt var að taka þetta mál á dagskrá bæjarráðs.
Verkefni vinnuhóps um framtíðarskipun fræðslumála er nú lokið og þakkar bæjarráð starfshópnum frábær störf.

Bæjarráð samþykkir að skipa 5 manna byggingarnefnd vegna skólahúsnæðis í Fjallabyggð.

Skipað verður í byggingarnefnd á næsta fundi bæjarráðs og þá liggi fyrir erindisbréf nefndarinnar.

11.Legupláss og stækkun bryggjudekks

Málsnúmer 1106024Vakta málsnúmer

Samþykkt var að taka þetta mál á dagskrá bæjarráðs.
í framhaldi af 33. fundi hafnarstjórnar þar sem umsókn Rauðku um legupláss fyrir Steina Vigg og aðstöðu fyrir sjóstangaveiðifólk til að flaka og ganga frá veiði dagsins var hafnað, Nú liggur fyrir greinarbetri lýsing á sjóstangaveiðiverkefni Rauðku ehf.

Bæjarráð samþykkir að veita tímabundið leyfi fyrir verkefnið samkvæmt fyrirliggjandi lýsingu til loka ágúst 2011 og felur hafnarstjóra að ganga frá samningi þar um.

12.Launayfirlit janúar - maí 2011

Málsnúmer 1106093Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til maí. Frávik frá áætlun tímabilsins er um 1%.

13.Múlagöng - viðbragðsáætlun - forútgáfa

Málsnúmer 1106085Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar forútgáfa að viðbragðsáætlun fyrir Múlagöng, umsögn og yfirferð slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar og svör Vegagerðar.

14.Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Málsnúmer 1104072Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar frá 4. maí 2011.

15.Greið leið ehf - Aðalfundur 2011

Málsnúmer 1106082Vakta málsnúmer

Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf verður haldinn 30. júní n.k. á Akureyri.
Tillaga liggur fyrir fundinum um að mega hækka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir.
Bæjarráð samþykkir hlutafjáraukningu í samræmi við eign sína sem er 0,1% eða um 100 þúsund.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verði bæjarstjóri.

Fundi slitið - kl. 19:00.