Legupláss og stækkun bryggjudekks

Málsnúmer 1106024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 07.06.2011

Finnur Yngvi Kristinsson fyrir hönd Rauðku ehf sækir um heimild fyrir leguplássi fyrir Steina Vigg í júní til ágúst loka við norðurkant smábátahafnar fyrir framan athafnarsvæði félagsins.  Jafnframt er sótt um heimild til að brúa bil milli bryggjunnar á því svæði og götu.  Þar yrði komið fyrir aðstöðu fyrir sjóstangveiðifólk til að flaka og ganga frá veiði dagsins. Áætlað er að flökun standi yfir í hálftíma í senn tvisvar á dag.  Skv. meðfylgjandi teikningu.

Erindi vísað til hafnarnefndar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33. fundur - 09.06.2011

Rauðka ehf. sækir um legupláss fyrir Steina Vigg frá júní til ágústloka við norðurkant á smábátahöfninni fyrir framan athafnasvæði félagsins. Lögð var fram teikning af hugmyndum félagsins.

Einnig sækir Rauðka ehf. um heimild til að brúa bil á milli bryggjunnar á því svæði og að götu. Þetta er gert til að skapa aðstöðu fyrir sjóstangveiðifólk til að flaka og ganga frá veiði dagsins.

 

Hafnarstjórn telur mikinn vanda felast í umsókn þessari og telur sér ekki fært að verða við umsókninni er varðar breytingar á hafnarmannvirkjum á þessum stað. Yfirhafnarverði hefur verið falið að  úthluta svæðum fyrir báta sem eru í viðskiptum við höfnina.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 218. fundur - 21.06.2011

Samþykkt var að taka þetta mál á dagskrá bæjarráðs.
í framhaldi af 33. fundi hafnarstjórnar þar sem umsókn Rauðku um legupláss fyrir Steina Vigg og aðstöðu fyrir sjóstangaveiðifólk til að flaka og ganga frá veiði dagsins var hafnað, Nú liggur fyrir greinarbetri lýsing á sjóstangaveiðiverkefni Rauðku ehf.

Bæjarráð samþykkir að veita tímabundið leyfi fyrir verkefnið samkvæmt fyrirliggjandi lýsingu til loka ágúst 2011 og felur hafnarstjóra að ganga frá samningi þar um.