Ráðning sumarstarfsfólks

Málsnúmer 1105115

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 215. fundur - 24.05.2011

Verið er að vinna að ráðningarmálum sumarsins.

1. Fjöldi umsækjenda, ungt fólk, er um 40.

Búið er að ráða af þeim 30 unglinga og hafa þeir sem eftir eru fengið aðra vinnu.

2. Á atvinnuleysisskrá eru nú um 50 manns og er útlitið ekki gott með störf fyrir þennan hóp.

Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að ráðist verði í atvinnuátak í sumar til að m.a. reyna að viðhalda bótarétti og fara í umhverfisátak.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í verkefnið verði varið allt að 7.500.000.- króna og verður þessi ákvörðun tekin inn í breytingar á fjárhagsáætlun.

 

Vinnumálastofnun hefur úthlutað til sveitarfélagsins 40 störfum til tveggja mánaða. Miðað er við námsmenn 18 ára og eldri  og aðra atvinnuleitendur.

Bæjarráð leggur til framlag á móti Vinnumálastofnun.
Samtals launakostnaður bæjarfélagsins er því 4.560.000.- annar kostnaður miðast við 2.940.000.- eða samtals 7.500.000.-.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að atvinnuátak á vegum bæjarfélagsins verði hrundið í framkvæmd frá 10. júní til 10. ágúst og er lögð áhersla á þá hópa sem Vinnumálastofnun nefnir til sögunar. Um er að ræða þá sem hafa bótarétt og þá sem hafa ekki bótarétt.

 

Bæjarráð leggur þunga áherslu á að tæknideild bæjarfélagsins setji upp raunhæf markmið í átaki bæjarfélagsins í umhverfismálum og að þeir sem verði ráðnir í umrætt átak hafi næg verkefni sem eru vel grunduð og undirbúin.

Bæjarráð óskar sérstaklega eftir tillögum í þessu sambandi fyrir næsta bæjarráðsfund.

 

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 217. fundur - 16.06.2011

Bæjarstjóri lagði fram upplýsingar um átaksverkefni ársins á vegum tæknideildar og tillögur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 218. fundur - 21.06.2011

Bæjarstjóri kynnti þær ábendingar sem hafa komið fram um verkefni sem bæta má á lista yfir átaksverkefni sumarsins.

Bæjarráð leggur áherslu á að verkefni sumarsins verði tekin til endurskoðunar eftir þörfum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 219. fundur - 28.06.2011

Í framhaldi af fundi bæjarráðs þriðjudaginn 21.06.2011 fór bæjarstjóri yfir stöðu mála með umhverfisfulltrúa og deildarstjóra tæknideildar er varðaði:
a. Vinnuskóla.
b. Atvinnuátak Vinnumálastofnunar.
c. Umhverfisátak bæjarfélagsins með Vinnumálastofnun.
Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir minnisblað um atvinnu og umhverfisátak Fjallabyggðar frá 23. júní s.l.