Bæjarráð Fjallabyggðar

226. fundur 23. ágúst 2011 kl. 15:30 - 19:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Hafnargata 24 Siglufirði - kauptilboð

Málsnúmer 1107084Vakta málsnúmer

Málið ekki rætt þar sem ekkert tilboð barst fyrir fundinn eins og minnisblað fasteignasala, sjá 2. mál, gefur til kynna.

2.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Sigurði Sigurðssyni fasteignasala. Í minnisblaðinu kemur fram að búið er að selja þrjár eignir þ.e. tvær á Siglufirði og eina í Ólafsfirði.

Hann leggur til við bæjarráð að bæjarfélagið setji fleiri íbúðir á söluskrá. Besti tími til að selja íbúðir er nú í haust sem og næsta vor.

 

Bæjarráð samþykkir að setja ekki fleiri íbúðir í sölumeðferð á árinu 2011. Málið skoðað að nýju næsta vor.

3.Starfsemi upplýsingamiðstöðvar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1108040Vakta málsnúmer

Í sumar hafa verið starfræktar upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Fjallabyggð. Fjöldi gesta hefur verið yfir 2000 og hefur ríkt mikil ánægja með þessa starfsemi bæði af heimamönnum og gestum. Ráðning upplýsingafulltrúa rennur út 31. ágúst og að óbreyttu mun upplýsingamiðstöðin þá verða lokað. Það er mat forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafnsins að veruleg þörf sé á upplýsingamiðstöð ferðamála og að hún sé starfrækt allt árið um kring. Kallar hún eftir skírari stefnu í þessum málaflokki frá bæjaryfirvöldum enda hafi bæjarfélagið komist á kortið sem ferðamannastaður með tilkomu Héðinsfjarðarganga. Óskað er eftir því að halda stöðinni opinni í vetur.

 

Bæjarráð vísar málinu til fagnefndar og felur forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafnsins sem og fræðslu- og menningarfulltrúa að boða hagsmunaaðila til fundar um þessi mál hið fyrsta til að kanna vilja þeirra til aðkomu að stöðu upplýsingafulltrúa- og ferðamálafulltrúa á vegum bæjarfélagsins, eða með stuðningi bæjarfélagsins með launagreiðslum sem nemi framlagi í fjóra mánuði á ári í 100% starfi gegn framlagi hagsmunaaðila. Þetta verði viðmiðun bæjarfélagsins og framlag út kjörtímabilið.

 

Bæjarráð samþykkti samhljóða þessa nálgun og telur brýnt að niðurstaða fagráðs og starfsmanna liggi fyrir við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

 

 

4.Bréf Hestamannafélagsins Gnýfara frá 14. ágúst 2011 - reiðvegir, ræsi o.fl.

Málsnúmer 1108044Vakta málsnúmer

a) Vegna lagningu slitlags á Ólafsfjarðarveg fram að Skeggjabrekku telur Gnýfari áríðandi að koma fyrir reiðvegi ofan við núverandi vegastæði.

Bæjarráð telur að sveitarfélaginu sé ekki skylt að gera umræddan reiðveg, en er tilbúið til þess að koma að verkinu með hestamannafélaginu Gnýfara ef um semst. Framlag Fjallabyggðar yrði í formi efnis og tækjavinnu. Málið verður tekið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

b) Uppsetning á ræsum er til umræðu í bréfi Gnýfaramanna og í ljós hefur komið að dregið var úr þeim framkvæmdum sem koma fram í samningum frá árinu 2010 að því að talið var í takt við framkomnar óskir hestamanna. Í ljósi bréfsins verður þetta lagfært.

Lagfæring fer því fram og verður lokið eigi síðar en 1.10.2011og verður gert í samráði við Jónas Baldursson.

c) Frágangur og staðsetning á girðingum er til skoðunar hjá tæknideild bæjarfélagsins.

d) Vísað er í Aðalskipulag 2008 - 2028 er varðar átak í merkingum og lagfæringu reiðleiða.

Málið verður tekið fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.

5.Kostnaður vegna malbikunar á plani við Lækjargötu 14

Málsnúmer 1107097Vakta málsnúmer

Hjalti Einarsson óskar eftir staðfestingu á að Fjallabyggð greiði sinn hlut í kostnaði við malbikun á plani við Lækjargötu 14. samkvæmt eignaskiptasamningi.

Bæjarráð telur rétt og eðlilegt að eignaraðilar greiði allan slíkan kostnað í samræmi við eignaskiptasamning, enda eru þeir gerðir í slíkum tilgangi.

Bæjarráð mun taka málið til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

Lögð er áhersla á að aðilar fari yfir þann kostnað sem þegar hefur fallið á framkvæmdir við umrædda sameign og er tæknideild falið að leggja fram uppgjör og drög að samningi fyrir bæjarráð til samþykktar sem tekur mið af fjárhagsáætlun næsta árs. Áætlaður heildarkostnaður Fjallabyggðar gæti orðið um kr. 1.200.000.-

6.Gátlisti og umræðuskjal nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Málsnúmer 1108043Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar gátlisti og umræðuskjal nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins frá Innanríkisráðuneyti dags. 10.08.2011.
Nefndin leggur áherslu m.a. á að sveitarstjórnarmenn svari gátlistanum hver fyrir sig á slóðinni http://bit.ly.oemAb en þar er vinnuskjal fyrir bæjarfulltrúa.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa Fjallabyggðar til að svara umræddum gátlista hið fyrsta og eigi síðar en 10. september n.k.

7.Kostnaðaráætlun v. breytinga á húsnæði Menntaskólans Tröllaskaga

Málsnúmer 1108049Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar hefur lagt fram kostnaðaráætlun v/breytinga á húsnæði sem er ætlað Menntaskólanum á Tröllaskaga frá og með næsta hausti.

Heildarkostnaður er um 10 m.kr. og verður hlutur Fjallabyggðar tekinn inn í áætlun 2012 í samræmi við áform bæjarfélagsins um frekari uppbyggingu á skólahúsnæði bæjarfélagsins.

8.Reiðskemma Ólafsfirði

Málsnúmer 1108046Vakta málsnúmer

Formaður Hestamannafélagsins Gnýfara sækir um byggingarleyfi fyrir reiðskemmu vestan óss í Ólafsfirði.

Skemman er stálgrindahús klætt með yleiningum. Við undirritun um kaup á skemmunni er ljóst að bæjarfélagið mun greiða

bætur til félagsins í samræmi við gerða samninga.

 

Lagt fram til kynningar.

9.Hagaganga

Málsnúmer 1108048Vakta málsnúmer

Á aðalfundi Hestamannafélagsins Gnýfara sem haldinn var 24. maí var rætt um nauðsyn þess að ganga frá samningi við Fjallabyggð um hagagöngu í samræmi við hefðir í þeim efnum.

Bæjarstjóra og tæknideild er falið að vinna slíkan samning í samræmi við fram komnar óskir, enda er um að ræða svæði sem félagið hefur haft til umráða.

Bæjarráð leggur hins vegar mikla áherslu á að öll hólf séu vel afgirt og verði öðrum bæjarbúum ekki til ama er varðar lausagöngu hrossa.

10.Ársskýrsla um þjónustu við fatlaða á Eyjafjarðarsvæðinu 2010

Málsnúmer 1108020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.