Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

53. fundur 15. febrúar 2011 kl. 15:00 - 15:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sólrún Júlíusdóttir formaður
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir aðalmaður
  • Anna Rósa Vigfúsdóttir aðalmaður
  • Þ. Kristín Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Hrefna Katrín Svavarsdóttir starfsmaður félagsþjónustu
  • Helga Helgadóttir starfsmaður félagsþjónustu
  • Júlía Poulsen varamaður
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Fundur félagsmálanefndar, 04.02.2011

Málsnúmer 1102081Vakta málsnúmer

Formaður félagsmálanefndar, Sólrún Júlíusdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:


Á fundi bæjarstjórnar dags., 09.02.2011 var fjallað um bókun félagsmálanefndar við sölu á íbúðum í eigu Fjallabyggðar. 


Það er miður að efnisleg umræða átti sér nánast ekki stað, þess heldur var fundarboðun gerð að aðalatriði fundarins. 


Í erindisbréfi félagsmálanefndar stendur eftirfarandi: ,,Fundir skulu boðaðir með bréfi eða tölvupósti með minnst tveggja sólarhringa fyrirvara.  Komi upp brýn mál sem krefjast skjótrar úrlausnar félagsmálanefndar getur fyrirvari um fundarboðun þó verið skemmri."  Þessa heimild er ekki að finna í samþykktum Fjallabyggðar.  Þrátt fyrir þetta setur Bæjarstjórn nefndum erindisbréf til að vinna eftir, það er því varla við nefndina að sakast ef erindisbréfið stangast mögulega á við samþykktir. 


Öllum ætti að vera ljóst, sú nauðsyn að félagsmálanefnd sé heimilt að kalla til fundar með stuttum fyrirvara, ef brýn mál eru, enda starfar nefndin oft með mjög persónuleg mál sem þola ekki bið. 


Á bæjarstjórnafundinum óskaði ég eftir því að mín sjónarmið yrðu bókuð, þetta gerði ég áður en ég undirritaði fundargerðina, það samþykkti forseti, fundarritari og ónefndur bæjarfulltrúi.  Þegar fundargerðin er síðan send bæjarfulltrúum til samþykktar er því mótmælt að mínu sjónarmiði yrði bætt við fundargerðina og því er ég knúin til þess að koma með eftirfarandi bókun:


Þriðjudagskvöldið 1. febrúar sl., fékk ég símtal frá aðstandanda, þar var mér tjáð að sent hafið verið bréf til aðila sem alls ekki átti að fá bréf þar sem þess var getið að Fjallabyggð ætlaði mögulega að selja 17 íbúðir.  Þessi bréf áttu auðvitað einungis að fara til 17 aðila, en fóru til 43 aðila, sem allir skildu bréfið á þann hátt að það ætti að fara að selja íbúðina sem þeir byggju í, en þeim væri boðinn forkaupsréttur.  Ég hringdi strax á miðvikudagsmorgun í forseta bæjarstjórnar og hann kom því þannig fyrir að tafarlaust yrði þetta leiðrétt af hálfu bréfaritara.  Þegar ég frétti seinnipartinn á fimmtudag að leiðréttingin var ekki framkvæmd með þeim hætti að draga úr óvissu hjá fólki, þar sem haft var samband við fólkið og spurt hvort það ætlaði að nýta sér forkaupsrétt, þá var ekki annað í boði en að boða til fundar tafarlaust.  Það var mat mitt, starfsmanna félagsþjónustunnar og þeirra nefndarmanna sem mættu á þennan fund að tilefni fundarins hafi verið afar brýnt og nauðsynlegt að eyða allri óvissu meðal íbúa fyrir komandi helgi, þannig að fundurinn fór fram kl. 17 á föstudegi og fundargerð var komin inn á netið kl. 19 sama dag.

2.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd leggur til að ekki fari fleiri íbúðir á söluskrá að sinni, en þær sem nefndin hefur áður lagt til við bæjarráð.

3.Hvanneyrarbraut 58, kjallaraíbúð auglýst til sölu

Málsnúmer 1102061Vakta málsnúmer

Núverandi leigjandi íbúðar eigu Fjallabyggðar að Hvanneyrarbraut 58, hefur sagt upp húsaleigusamningi frá og með 1. mars næst komandi.  Lagt er til að íbúðin verði auglýst til sölu.  Fasteignanúmer íbúðarinnar skv. fasteignaskrá er 213-0552.

4.Stefnumótun í þjónustu aldraðra

Málsnúmer 1102063Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir að  hafist verið handa við gerð stefnumótunar varðandi þjónustu við aldraðra í sveitarfélaginu.  Lagt er til að stofnaður verði stýrihópur fyrir verkefnið og gert ráð fyrir að hann skili skýrslu til félagsmálanefndar í maímánuði.  Meðal verkefna stýrihópsins verði að leggja mat á helstu þjónustuþætti sem varða málefni aldraða í sveitarfélaginu.  Jafnframt verði stýrihópnum falið að gera skoðunarkönnun meðal eldri borgar um félagsstarf og húsnæðismál eldri borgara.  Samþykkt að stýrihópinn skipi formaður félagsmálanefndar, félagsmálastjóri og forstöðumaður Skálarhlíðar.

5.Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð, aðkeypt þjónusta

Málsnúmer 1101046Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri gerði grein fyrir verðfyrirspurn meðal þjónustuaðila vegna kaupa á heitum mat fyrir öldrunarþjónustuna.  Frestur til að skila inn svörum var til 31. janúar s.l.  Engin svör bárust.  Félagsmálanefnd samþykkir að fyrirkomulag þjónustunnar verði með óbreyttu sniði enn um sinn.

6.Uppfærð grunnfjárhæð vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga 2011

Málsnúmer 1101047Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagi fram yfirlit yfir breytingu á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar nokkurra sveitarfélaga.  Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grunnfjárhæð verði 128.628 fyrir einstaklinga og 205.805 fyrir hjón.  Breytingin taki gildi 1.mars næst komandi.

7.Breyting á 10. og 13. grein reglna um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar

Málsnúmer 1102060Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir að eftirfarandi breytingar verði gerðar á 10. og 13. gr. reglna um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar:

a)    Fyrsta málsgrein 10. greinar verði svo hljóðandi:  ,,Heimilt er að veita undanþágu frá skilyrðum 9. gr. um lögheimili og eigna- og tekjuviðmið við eftirfarandi aðstæður."

b)    Fyrsta málsgrein 13. greinar verði svo hljóðandi:  ,,Umsækjandi um leiguíbúð í Hvanneyrarbraut 42, Ólafsvegi 32 og Skálarhlíð skal vera 60 ára eða eldri auk þess að uppfylla skilyrði þess að geta búið sjálfstæðri búsetu.  Heimilt er að víkja frá ákvæði um aldursmörk ef sérstakar aðstæður mæla með því samkvæmt mati starfshóps um úthlutun leiguíbúða."

8.Húsreglur fyrir Skálarhlíð

Málsnúmer 1102059Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að húsreglum fyrir Skálarhlíð.  Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og er forstöðumanni Skálarhlíðar falið að kynna þær fyrir íbúum.

9.Námskeið fyrir kjörna sveitarstjórnarfulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 1102071Vakta málsnúmer

Samband Íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra mun standa fyrir námskeiði sem ætlað er kjörnum fulltrúum í félagsmálanefndum og starfsfólki félagsþjónustu sveitarfélaga. Námskeiðið verður haldið á Sauðárkróki þriðjudaginn 19. apríl. næst komandi.  Félagsmálastjóra falið að ganga frá skráningu þátttakenda á námskeiðið.

10.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1101064Vakta málsnúmer

Umsókn samþykkt.

11.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1012085Vakta málsnúmer

Umsókn samþykkt.

12.Umsókn um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1101122Vakta málsnúmer

Hrefna Katrín Svarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.  Umsókn samþykkt.

13.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1101108Vakta málsnúmer

Umsókn samþykkt.

14.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1102057Vakta málsnúmer

Umsókn samþykkt.

15.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1101048Vakta málsnúmer

Umsókn samþykkt.

16.Starf þroskaþjálfa félagsþjónustu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1102030Vakta málsnúmer

Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.  Félagsmálastjóri kynnti umsóknir um auglýsta stöðu þroskaþjálfa við félagsþjónustuna.  Umsóknarfrestur var til 11. febrúar s.l.  Ein umsókn frá þroskaþjálfa barst um starfið frá Helgu Helgadóttur.  Auk þess sótti Guðrún Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi um starfið.  Félagsmálastjóri gerði grein fyrir ákvörðun sinni um að ráða Helgu Helgadóttur til starfans.  Félagsmálanefnd býður Helgu Helgadóttur velkomna til áframhaldandi starfa.

17.Skýrsla húsnæðisnefndar ÖBÍ um húsnæðismál fatlaðra / öryrkja 2010

Málsnúmer 1101117Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Reglugerð um Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 1101069Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu

Málsnúmer 1102064Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir Starfshóps um úthlutun leiguíbúða 2011

Málsnúmer 1102072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Fundargerð þjónustuhóps SSNV, frá 28.01.2011

Málsnúmer 1101135Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.