Bæjarráð Fjallabyggðar

214. fundur 17. maí 2011 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Rútuakstur milli byggðakjarna í Fjallabyggð sumarið 2011

Málsnúmer 1105078Vakta málsnúmer








Lagðar fram upplýsingar um æfingar fyrir sumarið 2011 frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar en þær leggja í raun grunn að aksturs- og tímatöflu bæjarfélagsins.


Bæjarstjóri óskaði eftir minnisblaði frá íþrótta og tómstundafulltrúa um lausn á akstri bæjarfélagsins í sumar.


 


1. Tillagan yrði að byggja á forsendum bæjarráðs frá því í vetur við gerð fjárhagsáætlunar um að Fjallabyggð muni annast akstur milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar alla virka daga í sumar.


2. Tillagan yrði að taka mið af útboði frá því í vetur, en þar er gert ráð fyrir ákveðnum ferðafjölda á dag.


3. Tillagan yrði að miðast sem mest við framkomnar þarfir KF.


 


Niðurstaða íþrótta- og tómstundafulltrúa til bæjarráðs er eftirfarandi:


1. Ekið verður alla virka daga, eknar verði 32 ferðir, frá mánudegi til og með fimmtudags, sem er 2 ferðum meira en útboðið gerði ráð fyrir.
2. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að finna lausna á föstudagsferðum.

2.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1105016Vakta málsnúmer

Til sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Jóna Ósk Vignisdóttir, kt. 110558-3769, f.h. North Hotels ehf. kt. 670411-0600 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, til handa North Hotels vegna reksturs Gistiheimilisins Tröllaskaga að Lækjargötu 10, Siglufirði, sbr. meðfylgjandi afrit af umsókninni.

Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn veiti skriflega umsögn um umsóknina og staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.


Bæjarráð gerir engar athugasemdir við umsóknina, afgreiðslutíma eða staðsetningu.

3.Beiðni um umsögn vegna breytingar á rekstrarleyfi Rauðku ehf

Málsnúmer 1105077Vakta málsnúmer

Þess er óskað að bæjarstjórn veiti umsögn um breytingu á rekstarleyfi fyrir Rauðku ehf.

Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn veiti skriflega umsögn um umsóknina og staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð gerir athugasemdir við afgreiðslutíma í umsókn og leggur til að opnunartími verði ekki lengri en til fjögur að nóttu og afgreiðslutími útiveitinga verði ekki lengri en til eitt að nóttu.

4.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011

Málsnúmer 1009179Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dags. 9. maí en um er að ræða viðbrögð við bréfi Fjallabyggðar frá 7. mars 2011.

Niðurstaða bréfsins er á þá leið að ekki sé unnt að verða við beiðni sveitarfélagsins um breytingu á reglum um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu Fjallabyggð sem settar voru með auglýsingu nr. 46/2011.

 

Bæjarráð telur rétt að taka eftirfarandi fram:

1. Gerðar eru athugasemdir við þann tíma sem það tók ráðuneytið að komast að niðurstöðu í máli þessu.

2. Gerðar eru athugasemdir við óskir ráðuneytisins um upplýsingar frá Fjallabyggð um hvort breytingarnar myndu hafa áhrif á aðstöðu einstakra útgerða eða úthlutun aflaheimilda til einstakra fiskiskipa í sveitarfélaginu eða einstökum byggðarlögum þess eins og þetta er orðað.
Augljóst má vera eins og kom fram í svarbréfi sveitarfélagsins að breytingarnar myndu hafa áhrif, en bæjaryfirvöld höfðu ekki forsendur til að meta nákvæmlega hverjar þær yrðu.

Ef einhver getur metið áhrif slíkra breytinga þá ætti það að vera ráðuneytið sjálft með sínar hjálparstofnanir. Þessar upplýsingar um umsækjendur - úthlutunarskilmála og kvaðir í þessum efnum eru samankomnar hjá þessum aðilum. 

5.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

213. fundur bæjarráðs fól fasteignasala að ræða við leigjendur þeirra íbúða sem voru í söluáætlun, um hugsanleg kaup sem byggði á framkomnu verðmati.
Lagt fram yfirlit frá fasteignasala um áhuga leigjenda á kaupum á íbúðum.

Leigjendur að Ægisgötu 32 Ólafsfirði voru þeir einu sem lögðu fram tilboð. Eitt tilboð hefur einnig borist í lausa íbúð að Laugarvegi 37 Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir að gera tilboðsgjöfum gagntilboð á þeim nótum sem rætt var í bæjarráði og veitir skrifstofu- og fjármálastjóra heimild til að ganga frá sölu.
Bæjarráð samþykkir að setja Hafnargötu 24 Siglufirði á söluskrá og jafnframt að fleiri eignir í þessu söluferli fari á söluskrá 15. ágúst 2011.

6.Gámasvæði í Aravíti

Málsnúmer 1007118Vakta málsnúmer

Rætt um staðsetningu gámasvæðis í húsnæðinu að Lækjargötu 16 Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fá kostnaðarmat og samanburð við uppbyggingu núverandi gámasvæðis.
Forsendur umhverfisfulltrúa og vinnueftirlits til slíks rekstrar þurfa að liggja fyrir.
Jafnframt þarf að kanna forsendur starfsleyfis.

7.Kauptilboð - Finnurinn

Málsnúmer 1105033Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að sveitarfélagið Fjallabyggð geri Júlíusi Magnússyni, Ramma hf., Síldarvinnslunni hf. og Sigursveini Þorsteinssyni, kauptilboð í hlut þeirra í Finninum ehf. samtals að upphæð kr. 350.000.-.

8.Viðbragðsáætlun Fjallabyggðar við samfélagsáföllum

Málsnúmer 1105072Vakta málsnúmer

Lagðar fram hugmyndir að verklagi við viðbragðsáætlunargerð Fjallabyggðar við samfélagsáföllum.
Bæjarráð samþykkir að slökkviliðsstjóri sem jafnframt er starfsmaður almannavarnarnefndar leiði verkefnið í samráði við VSÓ ráðgjöf.

9.Skólavogin - kynning 23. maí

Málsnúmer 1105070Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til kynningar á Skólavoginni og mögulegu samstarfi við Norðmenn mánudaginn 23. maí á Grand Hótel.
Kynningin byrjar kl. 13:00 og er áætlað að henni ljúki kl. 16:00. Á kynningunni munu tveir fulltrúar frá norska sveitarfélagasambandinu kynna sitt kerfi.
Kynningin er þátttakendum að kostnaðarlausu. Sveitarfélög mega senda fleiri en einn fulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að fræðslu og menningafulltrúi sæki umrædda kynningu svo og einn frá meirihluta og einn frá minnihluta.

10.Árleg hátíð hafsins í Reykjavík

Málsnúmer 1105071Vakta málsnúmer








Verkefnisstjóri viðburða í Höfuðborgastofu hafði samband við bæjarstjóra vegna Hátíðar hafsins sem haldin er í Reykjavík um sjómannadagshelgina.
Á hverju ári er ein fisktegund valin sem ,,fiskur hátíðarinnar“ og nú í ár er það síldin.


Vegna sögulegra tengsla við ,,Síldarævintýrið“ hefur Fjallabyggð verið boðin þátttaka í hátíðinni sem gestasveitarfélag. Einnig hefur verið haft samband við Síldarminjasafnið um samstarf við Sjóminjasafnið þessa helgi.
Bæjarstjóri hefur lagt það til, að fræðslu- og menningarfulltrúi verði fulltrúi sveitarfélagsins á hátíðinni, en einnig mun starfsmaður Síldarminjasafnsins fara.
Þar verður lögð áhersla á góða kynningu á Fjallabyggð, bæklingar afhendir og sögur sagðar um og frá sveitarfélaginu.
 

11.Ársfundur FSA 2011

Málsnúmer 1105065Vakta málsnúmer

Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 26. maí n.k.

12.Ársreikningur 2010 - Síldarminjasafn Íslands ses.

Málsnúmer 1104081Vakta málsnúmer

Ársreikningur Síldarminjasafns Íslands ses. fyrir árið 2010, lagður fram til kynningar.

13.Aðalfundur Tækifæris hf. 2011

Málsnúmer 1105043Vakta málsnúmer

Aðalfundur Tækifæris hf. 2011 verður haldinn miðvikudaginn 18. maí n.k. á Akureyri.

14.Launayfirlit janúar - apríl 2011

Málsnúmer 1105055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til apríl. Frávik tímabilsins frá áætlun er um 2%.
Vert er að geta þess að samningar sem nú eru til samþykktar hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga munu hafa áhrif á útkomu ársins.

Launaliðum er því í heild sinni vísað til leiðréttinga við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

 

15.149. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 4. maí 2011

Málsnúmer 1105021Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur félagsins fyrir árið 2010. Einnig ársreikningur 2010 fyrir Vaxtasamning Eyjafjarðarsvæðisins.

16.Námskeið í bátasmíði

Málsnúmer 1105020Vakta málsnúmer

Síldarminjasafn íslands býður til námskeiðs í bátasmíði 19. september n.k.

17.Trébryggja við austurkant smábátahafnar, ástandsskoðun

Málsnúmer 1105050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað um ástand trébryggju við austurkant smábátahafnar í Siglufirði.

18.Rekstraryfirlit janúar - mars 2011

Málsnúmer 1105056Vakta málsnúmer

Lagt fram málaflokkayfirlit rekstrar fyrir tímabilið janúar til mars 2011.

19.Fundir deildarstjóra Fjallabyggðar 2011

Málsnúmer 1105018Vakta málsnúmer

Minnispunktar deildarstjóra Fjallabyggðar frá 3. maí lagðir fram til kynningar.

Skrifstofu og fjármálastjóri lagði fram fyrir bæjarráð minnisblað og gerði grein fyrir stöðu síns málaflokks.

20.Fundargerð 786. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl 2011

Málsnúmer 1105017Vakta málsnúmer

Lagt fram

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.