Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1105016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 214. fundur - 17.05.2011

Til sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Jóna Ósk Vignisdóttir, kt. 110558-3769, f.h. North Hotels ehf. kt. 670411-0600 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, til handa North Hotels vegna reksturs Gistiheimilisins Tröllaskaga að Lækjargötu 10, Siglufirði, sbr. meðfylgjandi afrit af umsókninni.

Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn veiti skriflega umsögn um umsóknina og staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.


Bæjarráð gerir engar athugasemdir við umsóknina, afgreiðslutíma eða staðsetningu.