Árleg hátíð hafsins í Reykjavík

Málsnúmer 1105071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 214. fundur - 17.05.2011








Verkefnisstjóri viðburða í Höfuðborgastofu hafði samband við bæjarstjóra vegna Hátíðar hafsins sem haldin er í Reykjavík um sjómannadagshelgina.
Á hverju ári er ein fisktegund valin sem ,,fiskur hátíðarinnar“ og nú í ár er það síldin.


Vegna sögulegra tengsla við ,,Síldarævintýrið“ hefur Fjallabyggð verið boðin þátttaka í hátíðinni sem gestasveitarfélag. Einnig hefur verið haft samband við Síldarminjasafnið um samstarf við Sjóminjasafnið þessa helgi.
Bæjarstjóri hefur lagt það til, að fræðslu- og menningarfulltrúi verði fulltrúi sveitarfélagsins á hátíðinni, en einnig mun starfsmaður Síldarminjasafnsins fara.
Þar verður lögð áhersla á góða kynningu á Fjallabyggð, bæklingar afhendir og sögur sagðar um og frá sveitarfélaginu.