Bæjarráð Fjallabyggðar

228. fundur 12. september 2011 kl. 12:15 - 14:15 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.150 ára afmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar

Málsnúmer 1109001Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs komu sr. Sigurður Ægisson og Örlygur Kristfinnsson til að kynna hugmynd um borgarafund 14. október nk. vegna 150 ára afmælis sr. Bjarna Þorsteinssonar. 
Þeir eru að leita eftir samvinnu Fjallabyggðar, Þjóðlagaseturs, Siglufjarðarkirkju og Síldarminjasafnsins um dagskrá og bjóðast til að sjá um framkvæmd a.m.k. að vissu marki.


Formaður bæjarráðs bauð sr. Sigurð Ægisson og Örlyg Kristfinnsson velkomna til fundar við bæjarráð.

Bæjarstjóri hafði að þessu tilefni boðað fræðslu- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar á fundinn, til að taka þátt í umfjöllun málsins. Eftir góðar umræður telur bæjaráð rétt að fela fræðslu og menningarfulltrúa að halda utan um hlut bæjarfélagsins í dagskrá sem haldin verður á fæðingadagi séra Bjarna.

2.Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð

Málsnúmer 1109010Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram tillögur að siðareglum kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð.

Farið var yfir umræddar tillögur og þær lagfærðar.

 

Bæjarráð vísar tillögum þessum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.Ráðstefna um aukið lýðræði 14. september

Málsnúmer 1109009Vakta málsnúmer

Ráðstefna um aukið lýðræði verður haldin í ráðhúsi Reykjavíkur 14. september n. k. og er hún öllum opin.

Lögð er áhersla á umræðu um íbúalýðræði og aukna þátttöku þeirra í ákvarðanatöku ríkis og sveitarfélaga.

 

Lagt fram til kynningar.

4.Samningur Fjallabyggðar og Haforku ehf. vegna vatnstöku úr landi Burstabrekku

Málsnúmer 1003133Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um lok á vatnstöku í Burstabrekkudal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.

 

 

5.Dagur heyrnarlausra

Málsnúmer 1109026Vakta málsnúmer

Sótt er um 50 þúsund kr. styrk til ýmissa verkefna vegna heilsíðublaðs á Degi heyrnarlausra.

 

Bæjarráð leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 10.000.-.

 

 

6.Síldarævintýri 2012

Málsnúmer 1108092Vakta málsnúmer

Guðmundur Skarphéðinsson framkvæmdarstjóri Síldarævintýris 2011 f.h. verkefnisstjórnar óskar eftir viðbrögðum bæjaryfirvalda um að þeir taki verkefnið að sér að ári, ef núverandi samningur verði að nýju samþykktur.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2012.

7.Umsóknir um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1108080Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir umsókn um greiðslu til foreldra utan löheimilissveitarfélags. Bæjarráð gerir ekki athugsemdir við framkoma tillögu.

Bæjarráð leggur áherslu á að stuðst verði við viðmiðunarreglur Sambandsins vegna leikskóladvalar utan lögheimilssveitarfélaga. 

8.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

Tilboð í Hafnargötu 24

Borist hefur eitt tilboð í Hafnargötu 24, að upphæð kr. 4.0 m.kr. frá óstofnuðu einkahlutafélagi í Fjallabyggð.

 

Bæjarráð hafnar umræddu tilboði og felur bæjarstjóra að ræða við bjóðendur um gagntilboð sem taki mið af framkomnu útboði og ásettu verði bæjarfélagsins.

  

Bæjarstjóri óskar samþykkis bæjarráðs til að auglýsa óseldar ónotaðar íbúðir í skammtímaleigu.

Bæjarráð samþykkir fram komnar óskir.

 

9.Stækkun húsnæðis Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1109042Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram teikningar af áformuðum stækkunum við Grunnskóla Fjallabyggðar. Einnig var lögð fram tillaga um tilhögun framkvæmda.

1. Tillaga að byggingarframkvæmdum við Grunnskóla Fjallabyggðar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að ráðist verði í framkvæmdir við stækkun Grunnskóla Fjallabyggðar sem hér segir:

1. áfangi.
· Í Ólafsfirði verði ráðist í stækkun skólans í samræmi við tillögur arkitekta.
· Bæjarstjóra er falið að leggja tillögurnar fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.
· Verkfræðihönnun hefst þegar teikningarnar hafa verið samþykktar.
· Útboð fari fram hið fyrsta og eigi síðar en um miðjan október.
· Tæknideild er falið að undirbúa jarðvegsskipti og gera byggingarsvæðið tilbúið undir uppslátt til að flýta framkvæmdum sem mest.
· Framkvæmdatími miðast við að húsnæðið verði tilbúið til afnota 01.09.2012.
· Áætlaður kostnaður er um 200 m.kr.

2. áfangi
· Á Siglufirði verði ráðist í framkvæmdir við stækkun grunnskólans í beinu framhaldi af framkvæmdum í Ólafsfirði í samræmi við tillögur arkitekta.
· Stefnt er því að útboði á árinu 2012.
· Lögð er áhersla á að húsnæðið verði tilbúið til afnota á skólaárinu 2013/2014.
· Framkvæmdir taki hins vegar árlega mið af fjárhagsgetu bæjarfélagsins hverju sinni.
· Framkomin framkvæmdaáform munu taka mið af þriggja ára áætlun sem tekin verður til samþykktar í desember 2011. Fyrir árin 2012 - 2014. Áætlaður kostnaður er um 200 m.kr.

2. Tilhögun á kennslu eftir að byggingarframkvæmdum lýkur.
· Bæjarráð beinir þeim tilmælum til fræðsluráðs að skólahald verði að jöfnu í báðum byggðakjörnum eftir því sem við verður komið og að kennslu verði háttað þannig að sem jafnast álag sé á ferðatíðni nemenda frá báðum byggðarkjörnum Fjallabyggðar.

3. Greinargerð með byggingarframkvæmdum.
Áætlaður byggingarkostnaður við umræddar framkvæmdir við Grunnskóla Fjallabyggðar er um 415 m.kr. og eru þá breytingar á núverandi húsnæði Menntaskólans inn í þeirri tölu. Reiknað er með því að sá kostnaður skili sér með rekstrarsparnaði á 10 árum.
· Áætlaður sparnaður í rekstri við að fækka skólahúsnæði um eina byggingu er talinn vera um 12 m.kr. á ári eða um 120 m.kr. á tíu árum.
· Áætlaður sparnaður í launum kennara og skólastjórnunar er talinn vera um 25 m.kr. á ári eða um 250 m.kr. á tíu árum.
· Sparnaður við húsvörslu og ræstingu er um 5 m.kr. á ári eða um 50 milljónir kr. á 10 árum.
· Heildarsparnaður er því um eða yfir 420 m.kr. á tíu árum. Nauðsynlegar endurbætur á skólahúsinu við Hlíðarveg á Siglufirði kosta álíka mikið og áætlaður kostnaður við viðbyggingu eins og tillaga þessi gerir ráð fyrir. Mun hagkvæmara er að reka skólann í tveim húsum í stað þriggja.

4. Framkvæmdir við Menntaskólann á Tröllaskaga.
· Búið er að ákveða hvað þarf að framkvæma fyrir starfsemi Menntaskólans á Tröllaskaga.
· Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist strax að lokinni kennslu næsta vor og verði til afnota fyrir Menntaskólann 01.08.2012.
· Áætlaður kostnaður 15 m.kr.

5. Framkvæmdum við Tónlistarskólann er frestað þar til umræddum framkvæmdum er lokið.
· Bæjarráð leggur hins vegar áherslu á að finna þarf betra húsnæði fyrir Tónlistarskólann í Ólafsfirði og er lögð áhersla á að hann verði kominn í slíkt húsnæði fyrir næsta haust þ.e. fyrir 01.08.2012.

Bæjarráð samþykkti að vísa framkomnum tillögum til fræslunefndar og til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.

 

Egill Rögnvaldsson lagði fram bókun:

"Eins og ég var búinn að bóka áður er ég ekki samþykkur því að ráðast í svo stóra framkvæmd og binda um leið allt það fé í einum málaflokki, en tölur sem liggja fyrir eru á bilinu 300 - 400 milljónir og þarf að taka allt þetta fé að láni, ég samþykki að ráðast áfanga 1 í Ólafsfirði, enda er þörfin brýn þar, en tökum allt málið upp er varðar Siglufjörð með það í huga að nýta neðra skólahúsnæðið betur til framtíðar".

Egill Rögnvaldsson, sign.

10.Síldarævintýrið 2011

Málsnúmer 1105156Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um fjárhagsstöðu verkefnisins og skýrsla um undirbúning og framkvæmd Síldarævintýrisins árið 2011.

Bæjarráð vill nota tækifærið og þakka stjórn fyrir vel framsetta dagskrá og stórgóða stjórn á viðburðum sem stóðu frá 21. - 31. júlí í ár.

Fjárhagsniðurstaðan var í samræmi við væntingar og gott aðhald.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundur um viðhald flóðamannvirkja

Málsnúmer 1109002Vakta málsnúmer

Stjórn Ofanflóðasjóðs boðar til fundar með bæjarstjórum þeirra sveitarfélaga þar sem byggð hafa verið varnarvirki gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

Reiknað er með tveimur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi á fundinn.

Fundurinn verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu miðvikudaginn 12. október kl. 14.00.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar sæki fundinn fyrir hönd bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

 

12.Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2011

Málsnúmer 1109021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar uppgjör á framlagi ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna á árinu.

Framlag Fjallabyggðar verður 89.4 m.kr. en áætlun ársins gerði ráð fyrir um 81.0 m.kr.

 

Lagt fram til kynningar.

13.Aðalfundur Eyþings 2011

Málsnúmer 1109022Vakta málsnúmer

Aðalfundur Eyþings verður haldinn föstudaginn 7. og laugardaginn 8. október nk. á Fosshóteli á Húsavík.

Fjallabyggð á rétt á að senda fjóra fulltrúa til þings. Aðalmenn í sveitarstjórn og framkvæmdarstjóri sveitarfélaga, aðrir en aðalfundarfulltrúar hafa seturétt með málfrelsi og tillögurétti á aðalfundi Eyþings.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kjörnir fulltrúar Fjallabyggðar verði:
Ingvar Erlingsson aðalmaður og Sólrún Júlíusdóttir varamaður
Þorbjörn Sigurðsson og Ólafur Marteinsson varamaður
Helga Helgadóttir aðalmaður og Egill Rögnvaldsson varamaður
Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður og Sigurður Hlöðvesson varamaður
Samþykkt samhljóða.

14.Ungmennaráð sveitarfélaga

Málsnúmer 1109039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, þar sem fjallað er um 2. mg. 11. gr. æskulýðslaga nr.70/2007, en þar er kveðið á um að sveitarstjórnir skuli hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð.
Bæjarráð vísar leiðbeiningum þessum til íþrótta- og tómstundafulltrúa og fagráðs til umfjöllunar.

Fundi slitið - kl. 14:15.